Jesaja 57. kafli

Nú er vonin farin veg allrar veraldar. Textinn í köflum 56-66 er oft talinn verk þriðja Jesaja. Ísraelsþjóðin er komin heim til fyrirheitna landsins og vonir annars Jesaja hafa ekki enn ræst. Vissulega er hugmyndin um bænahús fyrir allar þjóðir til staðar í fyrri hluta 56. kaflans, en síðan tekur við bölmóður vegna spillingar trúarleiðtoganna og það heldur áfram hér. Continue reading Jesaja 57. kafli

Jesaja 41. kafli

Óttast eigi því að ég er með þér,
vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig, ég hjálpa þér,
ég styð þig með sigrandi hendi minni.

Í minningunni er síðasta línan önnur. „Ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Stóð í Biblíuþýðingunni sem ég notaði sem unglingur. Í ensku NRSV þýðingunni er það „sigrandi hægri hönd minni“.  Continue reading Jesaja 41. kafli