Upptalning þriðja Jesaja á óréttlætinu sem mótar líf okkar er kunnugleg. Continue reading Jesaja 59. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Jesaja 58. kafli
Þriðji Jesaja kallar þjóðina til iðrunar. Óréttlætið sem ræður ríkjum er andstætt vilja Guðs. Helgihald og fasta eru marklaus ef ekki fylgir réttlæti. Continue reading Jesaja 58. kafli
Jesaja 57. kafli
Nú er vonin farin veg allrar veraldar. Textinn í köflum 56-66 er oft talinn verk þriðja Jesaja. Ísraelsþjóðin er komin heim til fyrirheitna landsins og vonir annars Jesaja hafa ekki enn ræst. Vissulega er hugmyndin um bænahús fyrir allar þjóðir til staðar í fyrri hluta 56. kaflans, en síðan tekur við bölmóður vegna spillingar trúarleiðtoganna og það heldur áfram hér. Continue reading Jesaja 57. kafli
Jesaja 56. kafli
Þegar Ísraelslýður snýr heim er trú á YHWH ekki lengur bundin við blóðtengsl eða einstaka þjóð. Continue reading Jesaja 56. kafli
Jesaja 55. kafli
Allt verður gott þegar Ísraelsþjóðin heldur á ný til fyrirheitna landsins. Continue reading Jesaja 55. kafli
Jesaja 54. kafli
Þegar Ísraelsþjóðin kemst heim úr herleiðingunni til Babýlon verður allt gott. Framundan eru nýjir og góðir tímar, auðsæld og gleði. Hér talar Deutoro Jesaja um að Guð hafi yfirgefið Ísraelsþjóðina um tíma, og skilið hana eftir sem ekkju. En nú verður allt gott á ný. Continue reading Jesaja 54. kafli
Jesaja 53. kafli
Þessi texti er magnaður. Lýsingin á þjáningum þjónsins, … Continue reading Jesaja 53. kafli
Isaiah 53 (study guide response)
The fourth song of the Suffering Servant as it appears in Isa. 53.1-11 is a fascinating text. Here I will attempt to look at the text and introduce few ideas concerning the Suffering Servant and make an intriguing suggestion concerning who is/are being described. Continue reading Isaiah 53 (study guide response)
Jesaja 52. kafli
Yfirvofandi heimkoma úr útlegðinni verður gleðitíð. Guð mun leiða þjóð sína á ný til Jerúsalem, til Síonar. Continue reading Jesaja 52. kafli
Jesaja 51. kafli
Það er sama hvað gerist réttlæti Guðs mun aldrei líða undir lok. Við megum treysta fyrirheitunum. Continue reading Jesaja 51. kafli
Jesaja 50. kafli
Hér leggur Deutoro Jesaja áherslu á markmið sitt með textanum. Continue reading Jesaja 50. kafli
Jesaja 49. kafli
Hann segir: Það er of lítið að þú sért þjónn minn
til að endurreisa ættbálka Jakobs
og leiða þá aftur heim
sem varðveist hafa af Ísrael.
Ég geri þig að ljósi fyrir þjóðirnar
svo að hjálpræði mitt nái allt til endimarka jarðar. Continue reading Jesaja 49. kafli
Jesaja 48. kafli
Guð er forsenda alls samkvæmt orðunum hér. Þrátt fyrir að Ísraelsþjóðin í útlegð sé hvorki sönn né einlæg í trúariðkun sinni, jafnvel þó að hún sé þrjósk
og sinin í hnakka þínum úr járni
og ennið úr eir. Continue reading Jesaja 48. kafli
Jesaja 47. kafli
Í síðasta kafla voru skilaboðin skýr um að Guð Ísraelsþjóðarinnar væri hinn eini sanni guð. Sá Guð sem öllu stjórnar tilkynnir hér að Babýlón sé ekki eilíf, þrátt fyrir mátt Babýlóníumanna mun jafnvel það stórveldi líða undir lok.
Jesaja 46. kafli
Þjóð í útlegð kynnist mörgum nýjum guðum. En skilaboðin í Jesaja eru skýr.
Ég er Guð og enginn annar,
enginn er sem ég.
Jesaja 45. kafli
Konungur Babýlón, Kýrus, er undir verndarhendi YHWH, sem útskýrir velsæld hans. Það er fyrir Guð að hann er jafn valdamikill og raun ber vitni samkvæmt þessum texta. Það er aðeins Guð sem getur veitt velsæld. Continue reading Jesaja 45. kafli
Jesaja 44. kafli
Í síðustu köflum og þessum hér er talað um þjón Guðs. Þjónsmyndin úr deutoro Jesaja er iðulega skilinn af kristnum kirkjum og einstaklingum sem vísun til Jesú Krists. Það er hins vegar augljóst af textanum hér í þessum köflum að Jakob, þjónn Guðs er Ísraelsþjóðin sem heild. Continue reading Jesaja 44. kafli
Jesaja 43. kafli
Ísraelsþjóðin mun aftur koma saman í landinu, aðrar þjóðir munu vitna um Guð, þann Guð sem er upphaf og endir allra hluta. Continue reading Jesaja 43. kafli
Jesaja 42. kafli
Takturinn hjá deutoro Jesaja er annar en hjá proto Jesaja. Í stað umfjöllunar um yfirvofandi árás, uppgang og niðurlægingu stórþjóða og annarra smærri, þá horfir Deutoro Jesaja til vonarinnar. Þrátt fyrir núverandi ástand, þá á Ísraelsþjóðin framtíð. Continue reading Jesaja 42. kafli
Jesaja 41. kafli
Óttast eigi því að ég er með þér,
vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig, ég hjálpa þér,
ég styð þig með sigrandi hendi minni.
Í minningunni er síðasta línan önnur. „Ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Stóð í Biblíuþýðingunni sem ég notaði sem unglingur. Í ensku NRSV þýðingunni er það „sigrandi hægri hönd minni“. Continue reading Jesaja 41. kafli