Jesaja 51. kafli

Það er sama hvað gerist réttlæti Guðs mun aldrei líða undir lok. Við megum treysta fyrirheitunum. 

Óttist ekki spott manna,
hræðist ekki smánaryrði þeirra,
því að mölur mun éta þá sem klæði
og maur éta þá eins og ull.
En réttlæti mitt er ævarandi
og hjálpræði mitt varir frá kyni til kyns.

Deutoro Jesaja rifjar upp „forna frægð“ og kallar þjóðina til að snúa á ný til Guðs, koma fagnandi til Síonar.

Eilíf gleði fer fyrir þeim,
fögnuður og gleði fylgir þeim,
en sorg og sút leggja á flótta.

Guð mun á ný leiða þjóð sína til fyrirheitna landsins, Guð mun skýla þeim sem treysta á hann. Allt mun snúast við, kúgararnir verða kúgaðir, réttlætið mun ríkja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.