Jesaja 53. kafli

Þessi texti er magnaður. Lýsingin á þjáningum þjónsins, …

En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.

Lausnarinn, sem gefur sjálfan sig, er grundvallandi stef kristindómsins. Páll postuli kallast á deutoro Jesaja í Rómverjabréfinu (sjá t.d. 10. kafla). Þjónninn sem gefur sjálfan sig er fyrst og fremst lýsing á náðarverki Jesú Krists að mati Páls. Slíkt hið sama sjáum við í Jóhannesarguðspjalli (t.d. í 12. kafla). Hinir fyrstu kristnu túlkuðu þjóninn í skrifum Deutoro Jesaja í ljósi Jesú Krists.

Það er ekki ósennilegt að það hafi skapað sterk viðbrögð gyðinga, sem vissu sem var að þjáði þjónninn var ekki einstaklingurinn Jesús Kristur heldur Ísraelsþjóðin í heild, þau sjálf. Ísraelsþjóðin sem hafði hrakist úr fyrirheitna landinu sem Guð hafði gefið til Egyptalands, hafði ratað til baka eftir aldalangan þrældóm og síðar lent í útlegð í Babýlon. Ísraelsþjóðin hefði upplifað að vera búin gröf meðal guðlausra í herleiðingu og útlegð, hafði verið kramin, þjáð og hersetin.

Við sem erum kristinn sjáum hins vegar skýrar vísanir í líf Krists, við lesum í Jesaja lýsingu á því þegar hermennirnir köstuðu hlut um klæði Krists, við skiljum orðin…

…vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann
og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra
og bað fyrir illræðismönnum.

Í samhengi ræningjanna sem voru krossfestir hvor til sinnar handar frelsarans. Hvort sem við lesum textann í ljósi Krists eða teljum þjáða þjóninn táknmynd Ísraelsþjóðarinnar, þá er þjáningin raunveruleg en ekki blekking. Hið illa hefur áhrif á líf okkar, syndin er til.

Viðbót: Fyrir nokkrum árum skoðaði ég þennan texta í ljósi kynjafræðitúlkanna og skrifaði Isaiah 53 (study guide response) í tengslum við námið mitt í Trinity Lutheran Seminary.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.