Illmennska og ógeðisheit

Eitt af einkennum kerfisbundins misréttis er ósýnileikinn. Þegar reynt er að benda á tilvist kerfisbundins misréttis eða ef út í það er farið kerfislægrar kynþáttahyggju, er viðhorf forréttindafólks oft á þá leið að það persónulega séu góðar manneskjur. Við sjáum þetta í umræðum um feminisma, rasisma, fátækt og í trúarlegri umræðu. Og hér er mikilvægt að taka fram að ég er í ríkjandi stöðu þegar kemur að umræðunni um öll þessi mál. Ég er giftur karl, hvítur, vel stæður og kristinn og ég er ekki vondur. Continue reading Illmennska og ógeðisheit

Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Rannsókn Paul Piff við UC Berkeley, bendir til þess að ríkt fólk komi verr fram og sýni ábyrgðarlausari hegðun gagnvart náunga sínum en þeir sem hafa minna á milli handanna. Hvort að sjálfhverfan fylgi ríkidæminu eða ríkidæmið byggi á sjálfhverfu er kannski ekki alveg ljóst. Continue reading Ójöfnuður skapar verri samfélög (smápóstur um pólítík)

Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)

Umræðan um að minnka stuðning við þá sem verr standa á Íslandi rýmar að sumu leiti við viðleitni stjórnmálamanna í BNA á síðustu árum. Rannsóknir hér í BNA sýna hins vegar að betra bótakerfi hjálpar fólki að öðlast sjálfstæði, byggir það upp og eykur möguleika þess að bæta stöðu sína. Continue reading Velferðarkerfi er grundvallandi í uppbyggingu samfélags (smápóstur um pólítík)