Það einkennir “hetjur” Gamla testamentisins, a.m.k. hetjur fyrstu Mósebókar að þær eru ekki beinlínis skemmtilegir karakterar. Þannig er sjálfhverfa Jósefs eins og henni er lýst í fyrri hluta þessa kafla fremur óþolandi. Enda finnst jafnvel föður hans nóg um. Það er jafnvel nefnt að hann hafi baktalað þá bræður sína sem hann hékk þó mest með. Continue reading 1. Mósebók 37. kafli
Author: Halldór Guðmundsson
1. Mósebók 36. kafli
Svæðið er ekki nógu stórt fyrir þá báða, Jakob (aka Ísrael) og Esaú, svo Esaú flytur á brott. Kaflinn gerir grein fyrir ætt Esaú, virðist hálft í hvoru gera ráð fyrir að eitthvað af nöfnunum séu þekkt og ekki er ósennilegt að einhverjar sögur hafi fylgt þessu fólki, eins og t.d. sagan um hverina í óbyggðinni. Continue reading 1. Mósebók 36. kafli
1. Mósebók 35. kafli
Jakob sér sig tilneyddan til að flytja fjölskylduna eftir harmleikinn í fyrri kafla. Hann reisir altari í Betel. Sagan um að Guð hafi gefið honum nýtt nafn er endurtekinn. Við lesum að Rakel eiginkona hans ferst af barnsförum þegar hún eignast Benjamín. Kaflinn endar á andláti Ísaks og okkur er sagt að Esaú og Jakob jörðuðu hann í sameiningu, sem kallar fram hugrenningatengsl við jarðarför Abrahams, þar sem Ísmael og Ísak virtust ná saman á ný.
Þankar um Facebook ummæli á bloggsíðum
Ég ákvað að setja upp Facebook ummælakerfi hérna á iSpeculate í tilraunaskini nú í kvöld og hef lokað aðgangnum fyrir hefðbundna WordPresskerfið, þó eldri ummæli séu að sjálfsögðu sjáanleg áfram. Ég ítreka að þetta er gert í tilraunaskini, enda hafa þessi kerfi hafa hvort um sig kosti og galla. Þannig býður Facebook kerfið upp á meiri sýnileika umræðunnar.
Gallinn er hins vegar að þar sem ummælin eru ekki vistuð með upphaflegu færslunni, heldur einvörðungu hjá Facebook er hætt við að líftími þeirra verði takmarkaðri. Þá gefst ummælaskrifurum aukin tækifæri í Facebook ummælakerfinu til að láta ummæli hverfa (hvort sem það er gott eða slæmt). Þá er hætt við að ummæli tapist ef “plugin” sem notað er verður missir virkni.
1. Mósebók 34. kafli
Það er framinn glæpur. Dinu, dóttur Jakobs er nauðgað og við lesum í kaflanum um viðbrögð fjölskyldu hennar og ekki síður tilraunir fjölskyldu ofbeldismannsins til að fela glæpinn. Umgjörðin er vel þekkt, við sjáum svona fréttir á hverjum degi. Afsakanir ofbeldismannanna eru enn í dag þær sömu og áður, hvort sem er í fjarlægum löndum eða á útihátið um verslunarmannahelgina. Continue reading 1. Mósebók 34. kafli
Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar
Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar
1. Mósebók 33. kafli
Nýtt líf Ísraels (aka Jakobs) byrjar vel. Hann sættist við Esaú bróður sinn og kemur sér fyrir á ný í fyrirheitna landinu. Enn heyrum við staðarnöfn sem eru/eiga/ættu að vera á valdi Ísraelsþjóðarinnar.
Við lesum líka að trúariðkun Ísraels fær á sig formlegri blæ og hentugleikahugmyndir hans um Guð virðast víkja fyrir altarinu sem hann reisir við Síkemborg í Kanaanslandi og nefnir El-elóhe-Ísrael (Guð er Guð Ísraels).
1. Mósebók 32. kafli
Enn á ný sjáum við hvernig ákveðin svæði/staðir/brunnar fá nafn og eru með beinum hætti tengdir við sögu Hebrea. Þannig hefur 1. Mósebók í einhverjum skilningi gildi sem kröfugerð á þá brunna og það land sem afkomendur Abrahams grafa eða ná á sitt vald þegar þeir koma sér fyrir í fyrirheitna landinu. Continue reading 1. Mósebók 32. kafli
Kirkja Guðs
I have seen God’s church doing great work in the worst of situations and I have seen the church at its worst in the best of situations, working for self-serving purposes. I have dealt with my childish image of God, both in the academic setting and when confronted by people with experiences I could never imagine having my self.
Meðan ég var í námi við Trinity Lutheran Seminary var ég ásamt öðrum erlendum stúdentum við skólann beðin um að ávarpa Board of Directors við skólann með þönkum mínum um dvöl mína þar. Hægt er að sjá innleggið mitt á vefsíðu skólans: Trinity Lutheran Seminary – Halldór Elías Guðmundsson.
1. Mósebók 31. kafli
Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi. Continue reading 1. Mósebók 31. kafli
1. Mósebók 30. kafli
Heimur karlveldisins er kynntur áfram. Eiginkonur eru metnar eftir fjölda barna. Okkur er sagt frá hvernig ambáttir systranna eru notaðar til að ala Jakobi börn, sem systurnar síðan eigna sér. Við sjáum tilraunir systranna til að hafa vægi í heimi þar sem karlar ráða. Óréttlætið og misréttið umlykja þessa sögu. Continue reading 1. Mósebók 30. kafli
Áliktun eða ályktun
Það er merkilegt hvernig stafsetningarvillur festast í manni. Þannig hef ég í mörg ár skrifað orðið “ályktun” og tengd orð með “i” í stað “y”. Þegar mér var bent á þetta fyrr í dag ákvað ég að fara í gegnum bloggið mitt undanfarin 7 ár og leiðrétta villuna þar sem hún kemur fyrir í færslum. Það tók nokkurn tíma. Ég ætla hins vegar að láta villuna eiga sig í ummælum.
1. Mósebók 29. kafli
Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.
Að vera Kristur
Þar sem ég sit og les Yaconelli’s “Contemplative Youth Ministry: Practicing the Presence of Jesus (Youth Specialties)” sem er líklega besta bókin sem ég hef lesið um kristilegt starf með börnum og unglingum, þá snertir þetta samtal við mér. Continue reading Að vera Kristur
1. Mósebók 28. kafli
Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli
Góð umfjöllun um kvótakerfið
Ragnar Þór Pétursson skrifar hreint ágæta grein um kvótakerfið í samhengi hrunsins, Maurildi: Ranglæti x ranglæti = réttlæti?.
Í stað þess að ala á hatri og andúð til þess eins að við þurfum ekki að horfast í augu við eigin bresti á að gagna djarft til verks og finna hin raunverulegu fórnarlömb rangláts kvótakerfis. Það eru sjávarbyggðir og íbúar þeirra. Það er fólkið sem tapað hefur tilverugrundvelli vegna þess að útgerðarmenn voru gráðugir og stjórnmálamenn voru misvitrir. Það eru hinir ungu sem ekki komast inn í greinina vegna þess að kvótinn er svo dýr. Og hugsanlega einhverjir fleiri.
En það eru ekki kunningjar mínir sem gráta nú jepplinginn og fellihýsið – og vilja fá arð af kvótakerfinu til að halda áfram að fjármagna eigin neyslu.
1. Mósebók 27. kafli
Persónur Gamla testamentisins minna um sumt á norræn goð eða gríska guði. Það er stundum sagt að fólk hafi ánægju af sápuóperum um ríka fólkið, nú eða slúðurfréttum um þeim frægu, fyrst og fremst vegna þarfarinnar fyrir að við séum öll í sama bát. Þegar Victoria Beckham segir strákunum sínum að “steinhalda kjafti og fylgjast með á fótboltavellinum,” þá vitum við að hún er mannleg eins og við. Continue reading 1. Mósebók 27. kafli
1. Mósebók 26. kafli
Nú kemur “trikster” sagan í þriðja sinn. Að þessu sinni er það Ísak sem fer til Gerar og segir konunginum þar að Rebekka sé systir sín. Líkt og í fyrri sögunni frá Gerar, þá er tekið fram að enginn hafi sofið hjá Rebekku þrátt fyrir “trikkið” og við lesum að Ísak og Rebekka hafi hagnast mjög á veru sinni í landinu. Continue reading 1. Mósebók 26. kafli
1. Mósebók 25. kafli
Gamli karlinn er ekki dauður úr öllum æðum og tekur sér nýja konu eftir að Ísak gengur að eiga Rebekku. Hann eignast nokkurn slatta af drengjum með nýju konunni en svo virðist sem að þeir hafi verið að mestu réttlausir. Það er áhugavert að nýja konan er nefnd á nafn en síðan tekið fram að Abraham hafi einnig átt börn með hjákonum sínum. Öllum þessum börnum var haldið frá ættarauðnum sem rann óskiptur til Ísaks. Continue reading 1. Mósebók 25. kafli
1. Mósebók 24. kafli
Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli