Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli
Tag: storytelling
Jónas 1. kafli
Tilraun Jónasar til að flýja köllun sína er ein af gamansmásögum Biblíunnar. Strax í þriðja versi má okkur var ljóst að Jónasi mun ekki takast ætlunarverk sitt,
Jónas… ætlaði að flýja frá Drottni til Tarsis. Continue reading Jónas 1. kafli
Hebreabréfið 7. kafli
Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli
Barúksbók 1. kafli
I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.
Jeremía 52. kafli
Lokakafli Jeremía er sagður vera viðauki, en þar er farið stuttlega yfir sögu herleiðingarinnar, fyrst innrásarinnar 597 f.Kr. og síðan 587 f.Kr. Continue reading Jeremía 52. kafli
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 50. kafli
Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst. Continue reading Jeremía 50. kafli
Jeremía 48. kafli
Móab á ekki mikla framtíð. Móab hafði sloppið fram til þessa, búið í friði. Velmegunin og friðsældin leiddi hins vegar til værukærðar og hroka. Hrokinn, drambið og ofmetnaðurinn verður Móab að falli. Þegar erfiðleikarnir banka á brýst á flótti, Móab leysist einfaldlega upp.
Jeremía 46. kafli
Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar. Continue reading Jeremía 46. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jeremía 41. kafli
Gedalja hefði betur trúað því að einhver vildi ráða honum bana, því Ísmael Netanjason, drap Gedalja þar sem þeir snæddu saman kvöldverð. Ísmael lét sér ekki nægja að drepa Gedalja einan en myrti einnig hermenn frá Kaldeu sem þar voru og íbúa Mispa þar sem Gedalja var myrtur. Continue reading Jeremía 41. kafli
Jeremía 39. kafli
Nebúkadresar Babýloníukonungur mætir aftur til Jerúsalem árið er 587 og borgarmúrinn er rofinn. Sedekía Júdakonungur og lið hans flýr borgina, en eru handsamaðir. Lykilfólk er tekið af lífi en Sedekía er fluttur til Babýlon. Continue reading Jeremía 39. kafli
Jeremía 38. kafli
Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:
Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli
Jeremía 37. kafli
Jeremía gengur enn laus, Nebúkadresar Babýlonkonungur hefur kallað nýjan konung yfir Júda og Egyptar stefna á Jerúsalem. Kaldear sem hafa setið um borgina hörfa og bíða átekta. Continue reading Jeremía 37. kafli
Jeremía 36. kafli
Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli
Viðhorf forréttindastétta
Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.
Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða. Continue reading Viðhorf forréttindastétta
Almennu kristilegu mótin
Fyrir nærri 20 árum tók ég saman texta um Almennu kristilegu mótin sem haldin voru í Hraungerði, á Akranesi, á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðar í Vatnaskógi.
Árið 1938 var haldið fyrsta almenna kristilega mótið, í Hraungerði í Flóa. Almennu mótin eins og þau voru kölluð urðu að árlegum viðburði í íslensku kristnilífi fram undir lok síðustu aldar og voru lengst af haldin í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Continue reading Almennu kristilegu mótin
Nú ætla ég að segja þér sögu
Eitt sinn efndi konungur einn til veislu og bauð öllum fegurstu prinsessum ríkisins. Konungsdóttirin var þó fegurst þeirra allra. Varðmaður nokkur kom auga á hana og varð óðar yfir sig ástfanginn. En hvernig gat aumur varðmaður leyft sér að nálgast prinsessu? Continue reading Nú ætla ég að segja þér sögu
Jeremía 34. kafli
Jeremía gefur Sedekía fyrirheiti um að þrátt fyrir herleiðinguna muni hann halda lífi og deyja í friði. En… en… þá koma svikin. Continue reading Jeremía 34. kafli
Jeremía 33. kafli
Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.
Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli