Jeremía 38. kafli

Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:

Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði.

Eins og við vitum snýst nefnilega árangur ekki um raunverulegt ástand, heldur væntingar til framtíðinnar. Neikvætt viðhorf Jeremía, dregur úr líkindunum um að allt verði gott.

Þrátt fyrir að konungur gæfi höfðingjunum grænt ljós á að fjarlægja Jeremía, virðist sem konungi snúist hugur. Konungurinn gefur heimild til að Jeremía sé bjargað eftir að honum hafði verið kastað í pitt. Konungur ákveður síðan að leita á ný til Jeremía um ráðgjöf og Jeremía svarar því til að:

Ef ég svara þér læturðu áreiðanlega taka mig af lífi og ef ég gef þér ráð hlustarðu ekki á mig.

Konungur vann því eið og lofaði Jeremía að vernda hann, gegn því að hann gæfi sér ráð, sem Jeremía og gerir.

Ráð Jeremía felst enn á ný í uppgjöf gagnvart Kaldeum, enda verði borgin brennd og lögð í eyði að öðrum kosti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.