Jeremía 50. kafli

Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst.

Enn á ný er hrokinn nefndur sem orsök endalokanna.

Nú fer ég gegn þér, hrokagikkur,
segir Drottinn, Guð hersveitanna,
því að þinn tími er kominn,
dagur uppgjörs.
Hinn drambláti hrasar og dettur,
enginn hjálpar honum á fætur.
Ég kveiki í borgum hans,
eldurinn gleypir allt sem umhverfis hann er.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.