3. Mósebók 23. kafli

Upptalning á hátíðum í þessum kafla er áhugaverð fyrir þær sakir að áherslan er á hvíldina, en ekki innihald hátíðanna. Þannig er ekki útskýrt hvers vegna haldnir eru páskar og hátíð hinna ósýrðu brauða, heldur eingöngu að á þeim dögum skuli ekki vinna og halda samkomur.  Continue reading 3. Mósebók 23. kafli

3. Mósebók 22. kafli

Guðsmynd þessa texta er ekki aðlaðandi fyrir alla. Guð hafnar öllu sem ekki er óaðfinnanlegt, eða e.t.v. öllu heldur prestarnir. Einungis hinir fullkomnu og frábæru hafa séns. Enn á ný kallast textinn í 3. Mósebók á við frásöguna af Faríseanum og tollheimtumanninum í Lúkas 18.

Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.

3. Mósebók 20. kafli

Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli

3. Mósebók 18. kafli

Upptalningin hér í 3. Mósebók er ítarleg. Textinn gerir ráð fyrir fjölkvæni sem veruleika, en megininntakið er skilgreiningar á sifjaspelli. Kynmök tveggja karlmanna eru bönnuð og þá er lagt bann við mökum við dýr í textanum. Forsendur bannsins eru þær að þessi hegðun hafi tíðkast hjá öðrum þjóðum, m.a. í Egyptalandi og Kanaanslandi. Þær þjóðir sem hafi iðkað þessa siði hafi mátt finna fyrir refsingu Guðs, þær hafi misst landið sitt. Brot við þessum lögum kallar því á útlegð. Continue reading 3. Mósebók 18. kafli

3. Mósebók 16. kafli

Þessi texti er fyrst og fremst helgihaldstexti. Árlega,

[á] tíunda deginum í sjöunda mánuðinum skuluð þið fasta og ekki vinna neitt verk, hvorki innfæddir né aðkomumenn sem búa á meðal ykkar, því að á þessum degi er friðþægt fyrir ykkur svo að þið hreinsist. Frammi fyrir Guði verðið þið hreinir af öllum syndum ykkar.  Continue reading 3. Mósebók 16. kafli

3. Mósebók 15. kafli

Þriðja Mósebók er líklega það rit sem oftast er vísað til þegar talað er um að Biblían sé úrelt, vitlaus og/eða skaðleg. Í fyrstu fjórtán köflunum er reyndar fátt sem bendir til þess nema ef vera skyldu reglur um svínakjöt og skelfisk, sem þó eru ósköp skiljanlegar í því samhengi sem ritið er skrifað. Þá má auðvitað gagnrýna prestaáherslu ritsins, en sú gagnrýni er nú sjaldnast áberandi. Continue reading 3. Mósebók 15. kafli

3. Mósebók 11. kafli

Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin).  Continue reading 3. Mósebók 11. kafli

3. Mósebók 4. kafli

Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli

3. Mósebók 3. kafli

Áfram er fjallað um fórnargjafir, að þessu sinni heillafórnir. Það virðist vera að þegar um heillafórnir sé að ræða séu það aðeins mörin og innyflin sem séu brennd, blóðið sé látið leka úr dýrinu en ekki er útskýrt hvað verður um afganginn af kjötinu. Það er enda aðeins eitt sem fær okkur til að gefa meira en sektarkennd og skömm. Það er vonin um að öðlast eitthvað gott. Continue reading 3. Mósebók 3. kafli