Hafnið þá aðgerðinni

Ef hluthafahópurinn er óánægður með að ríkið leysi bankann til sín, þá er um að gera fyrir þá að hafna aðgerðinni og redda þessu sjálfir. Að gera kröfu um að Seðlabankinn loki augunum og láni þeim peninga til að halda rekstrinum áfram og voni hið besta, er hrokafull afstaða manna sem eru ekki vanir að taka afleiðingum gjörða sinna. Continue reading Hafnið þá aðgerðinni

Bjögun

Það eru því miður ekki allar kannanir jafnar þegar kemur að fræðum um faglegt úrtak. Þannig er hér í BNA yfirleitt notast við landlínusíma við gerð símakannanna, sem veldur því að ólíklegra er að fólk undir þrítugu sé spurt. Það á svo sem einnig við um fólk sem er fátækt. Til að bregðast við svona bjögun eru notaðar ýmsar bakgrunnsspurningar m.a. hvað kosið var í síðustu kosningum og þannig er hugsanlega hægt að leiðrétta skekkjuna í úrtakinu eitthvað, eða með því að spyrja einstaklinga um flokksþátttöku. Continue reading Bjögun

Hlutverk okkar

Á miðvikudaginn þarf ég að skila ritgerð um leiðtoga á nýrri öld. Í stað þess að lesa mér til sat ég með konunni í kvöld og naut þess að horfa á bíó. Að loknu áhorfi er ég margs vísari um leiðtoga nýrrar aldar. Hlutverk leiðtogans er að nota reynslu sína til að hjálpa fólki að njóta. Hvort vínið er frá 1860 eða 1845 er ekki það mikilvægasta, heldur “getan” til að opna farveg fyrir okkur píetistana til að njóta og þiggja náðina sem okkur stendur til boða. Einhverjir þarfnast lítils stuðnings, geta greint það sem skiptir máli, geta sagt “den er gode” án þess að þurfa að fá leyfi til að þakka. En við erum flest píetistar inn við beinið, hræðumst ekkert meira en breytingar og því þörfnumst við leiðtoga.
Hlutverk okkar ef við viljum leiða, er að hjálpa fólki að lifa lífsins til fulls, með skjaldbökusúpu og kampavíni, í fullvissu til náðarinnar. Leiðtogar á nýrri öld eru þannig farvegur fyrir fegurðina, en ekki dogmatískir dómarar í stjórnunarstöðu eða sérfræðingar í sálgæsluþjónustu og messutækni.

(Nú er bara að skrifa þetta á ensku, lengja þetta upp í 5 síður með vísunum í fræðiritin sem ég hef verið að lesa og vona það besta.)

Kynþáttahyggja

Eitt af því sem ég hef glímt við hér í náminu mínu er kynþáttahyggja og ýmsar birtingarmyndir þess, m.a. í kirkjuþátttöku. Hugtakið “white privilege” er mér mjög ofarlega í huga í flestu því sem ég tek mér fyrir hendur þessa dagana. Dr. Cheryl Peterson benti mér og fleirum nýlega á áhugaverða grein eftir Juan Cole þar sem hann notar dæmi frá Detroit.

Rétt er að taka fram að ég þekki ekki annað til Juan Cole og hans verka en þessi skrif sem eru mikilvæg. Með því að vísa til þessara skrifa með velþóknun er ég ekki að taka undir önnur skrif hans.

Detroit

Í janúar síðastliðinn var ég staðsettur á skrifstofu Kwame Kilpatrick í Detroit nákvæmlega viku áður en Free Press birtu afritin af SMS-skilaboðunum.  Heimsóknin var hluti af námskeiði í skólanum mínum um kirkjulegt starf í stórborgum. Við hittum reyndar Kwame aðeins í nokkrar mínútur, en meginhlutverk komunnar á skrifstofuna var að fá fyrirlestur hjá aðstoðarmönnum hans um uppbygginguna í borginni. Þessi tveggja tíma heimsókn var einn óþægilegasti hluti rúmlega 10 daga heimsóknar til Detroit, þar sem við hittum skólastjóra í niðurnýddum grunnskólum, töluðum við hjúkrunarfræðinga sem glöddust yfir að ungbarnadauði hefði lækkað úr 15 í 13 börn af hverjum 1000 (tölur á Íslandi 2 af 1000), tókum vakt með lögreglumönnum sem höfðu það markmið helst að komast slysalaust úr vinnunni, hlustuðum á skýrslu frá innra eftirliti lögreglunnar þar sem fram kom að enn voru 1500 kvartanir á hendur lögreglunni frá 2007 órannsakaðar í janúar 2008 (rúmlega ein kvörtun á hverja tvo lögreglumenn) og heimsóttum húsnæði heimilislausra svo fátt eitt sé nefnt.

En heimsóknin til Kwame var það sem kallaði fram hvað hörðustu viðbrögðin. Aðstoðarmennirnir lýstu markmiðum sínum og Kwame og héldu því fram blákalt að allt væri að fara á betri veg í borginni og sögðu sögur af fjölskyldudagskrá einu sinni á ári á einu af grænu svæðum borgarinnar og hrósuðu sér af spilavítunum sem eru að rísa um alla borg. Raunveruleikinn var hins vegar sá að þeir félagar og Kwame virtust ónæmir fyrir því að almenningssamgöngur eru í rúst, atvinnuleysi er 15-20% í sumum hverfum, félagsráðgjafar borgarinnar eru sumstaðar með 530 mál á ári, það er framið eitt morð á dag í borginni og lögreglan borgar 20 milljónir dollara á ári vegna rökstuddra kvartana um misbeytingu valds. Þessar upplýsingar virtust ekki hafa náð eyrum aðstoðarmannanna í leðurstólunum, þar sem við sátum umkringd myndum af Kwame með hinum og þessum stórstjörnunum.

Í borginni sjálfri heyrðum við sögusagnir af myrtum vændiskonum eftir að hafa verið í partíi í borgarstjórabústaðnum, sem reyndar líktust meira reifara en sannleikanum. Nú er að koma í ljós að sumar þessara sögusagna höfðu einhverja stoð í raunveruleikanum og ljóst að Detroitborg á enn eftir að hnigna á meðan málaferli gegn Kwame halda áfram.

Fjárhagslega illa stætt hvítt fólk

Það er áhugavert að sjá tölurnar hrynja inn fyrir Ohio, fátæka fólkið í Appalachiahéröðum og fyrrum stálsmiðjustarfsmennirnir við Ohio ánna kjósa lausnir en ekki hvatningu. Staðan í Toledo er jafnari, en tölur fyrir Franklin County (Columbus) og hinar stóru borgirnar tvær eru ókomnar. Enda gerðist það eins og jafnan áður að kjörgögn vantaði á kjörstaði í miðborgum Columbus og Cleveland, enda ekki löng hefð fyrir því í þessu landi að fólki af afrískum uppruna sé gert leyft að kjósa.

Framboð

Í dag uppfyllti ég lokaskilyrðið fyrir því að vera kjörgengur til embættis forseta Íslands. Vegna hvatningar í kringum mig og þar sem styttist í kosningar hefur nú verið útbúin meðmælatexti til að auðvelda stuðningsfólki mínu að safna undirskriftum. Textinn er á þessa leið:

Ella í embættið
Ég tel Halldór Elías Guðmundsson fullfæran til þess að búa á Bessastöðum og starfa á Sóleyjargötu. Hæfileikar Halldórs eru vel nýtanlegir í embætti forseta. Ekki skemmir fyrir að hann er orðinn 35 ára og hefur mikla löngun til þess að verða ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum.

Rétt er að minna stuðningsfólk á að skrá með eigin hendi nafn sitt með prentstöfum, heimilisfang og kennitölu á meðmælabréf.

Obama til óþurftar

Það er margt sem segja má um forkosningarnar í BNA, en líklegast munu áhrif þeirra á mitt líf ná hámarki í dag. Í gær bárust fréttir um að Obama hyggðist trylla lýðinn í St Johns íþróttahöllinni milli kl. 8:30-10:00 árdegis í dag. Konunni leist ekki á blikuna, enda sá hún fram á mikinn bílastæðavanda þegar hún héldi í skólann. Þess til viðbótar eru börnin veik, svo hún gat ekki lagt af stað snemma þar sem ég þurfti í tíma í morgun. Hún hélt af stað fljótlega eftir að ég kom heim, en þurfti að leggja í næstum hálftíma göngufjarlægð frá skólanum og mætti u.þ.b. hálftíma of seint í tíma. Planið seinnipartinn var að hún keyrði í snatri heim eftir kennslu svo ég yrði einungis 10 mínútum of seinn í tíma síðdegis. Það gengur ekki upp, enda hefur bæst við tímaplanið 30 mínútna ganga konunnar að bílnum. Ef allt fer á besta veg úr því sem komið er, mun ég aðeins mæta 40 mínútum of seint í skólann seinnipartinn að því gefnu að Obama taki ekki upp á því að halda ræður á fleiri stöðum í Columbus í dag.

Modern eða post-modern

Prófkjör demókrata er ekki einvörðungu spurning um karl eða konu, reynslu eða ferskleika, hvítt eða svart, miðvestrið eða ströndina, lagadeildina í Harvard eða lagadeildina í Yale. Prófkjörið er líklega fyrst og fremst spurning um heimsmynd. Ekki svo að hugmyndir frambjóðendanna tveggja séu svo ólíkar, alls ekki. Ef við lítum til hefðbundina málaflokka þá eru þau sammála um allflest og þó sumir myndu segja Barack lengra til hægri en Hillary, þá er Michelle lengra til vinstri en Bill. Continue reading Modern eða post-modern

Einfaldur

Eitt af því sem er hvað erfiðast við að stíga út fyrir mörk öryggisins, er að horfast í augu við eigin barnaskap og einfaldleika. Í janúar dvaldi ég í Detroit og var neyddur til að horfast í augu við forréttindi mín og rasisma á algjörlega nýjan hátt. Ég gæti skrifað lærða kafla um ungbarnadauða í fátækrahverfum í BNA, misbeytingu valds af hendi lögreglunnar, spillta stjórnmálamenn, kynþáttamisrétti, sálarmorð á samkynhneigðum og margt fleira sem ég sá með eigin augum þar sem ég heimsótti heilsugæslu, barnaspítala, geðdeildir, skrifstofu borgarstjóra og tók í hendina á einhverjum spilltasta stjórnmálamanni BNA, heimsótti félagsmálaþjónustu, gistiheimili fyrir heimilislausa og ræddi við kirkjugesti og presta í jafnt svörtum og hvítum kirkjum í þessu ríkasta landi heims. Ég var enda reiður fyrstu fjóra dagana, ég kallaði samnemendur mína fífl, fyrir að taka þátt í svona samfélagi og bregðast ekki við. Ég benti þeim á að ungbarnadauði í Detroit væri sjö sinnum meiri en í mínu heimalandi, ég hneykslaðist á misskiptingunni í skólakerfinu sem við heyrðum um frá skólastjórum almenningsskóla í borginni og svo mætti lengi telja.

Það var ekki fyrr en á fjórða degi að ég þorði að horfast í augu við sjálfan mig og mínar aðstæður í besta landi í heimi. Ég hugsaði til þess að auður sumra Íslendinga er byggður á atvinnulausum símamönnum í Austur-Evrópu, mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi eins og Gunnlaugur M. Sigmundsson hafa selt sjálfum sér ríkiseignir. Mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi sem aðhyllast jöfnuð hafa uppi stórar hugmyndir um að innleysa milljarðahagnað í orkuveitum í fátækustu löndum heims. Vissulega er Detroit Íslendinga ekki staðsett í Norður-Atlantshafi, okkar Detroit er í Búlgaríu. Continue reading Einfaldur

Vangaveltur um kirkjuna, stjórnmál og Framsóknarflokkinn

[google 4594676550791662051]

Ég skrifaði og flutti hugleiðingu fyrir lokakvöld starfsfólks í Vatnaskógi. Það er smátruflun á myndinni í upphafi. Hugleiðingin var reyndar ekki notuð, þar sem hún var of löng, en hún hefur erindi til okkar í dag. Hugleiðingin sem var notast við á lokakvöldinu er hér.

Fyrir samviskusama lesendur Annáls Ella, er rétt að benda á að nokkur stef úr Nýársprédikun í Grensáskirkju sem var birt hér á annálnum voru fengin úr þessari hugleiðingu.

Skírn

Í tíma í Pastor as Leader var ekki bara rætt um kosti og galla Facebook sem hjálpartækis í safnaðarstarfi, heldur var nokkuð rætt um skírnina og guðfræðileg álitamál sem upp kunna að koma. Á Íslandi hefði þessi umræða verið óþörf enda öllum spurningum svarað með lögum frá 27. júlí 1771.

… höfum Vér allramildilegast ákveðið … að foreldrarnir skuli vera sjálfráðir um það, eftir því sem heilsa barnsins og ástæður útheimta, bæði hvort þau láta skíra það heima, en prestur má eigi synja um það, ef hann er þess beðinn, og hvort þau síðan bera það í kirkju, ef það verður gert án þess að lífi barnsins eða heilbrigði sé stofnað í hættu; foreldrunum skal þó eigi vera skylt að gera það innan nokkurs tiltekins tíma …

Ég veit að einhverjum þykir prýði að konungstilskipunum um skírn og fermingu í lagasafninu, e.t.v. voru hæstaréttardómararnir að vísa til þeirra í dómi sínum gegn Ásatrúarfélaginu, en lög sem eru markleysa, enginn fer eftir og eiga ekki við í dag eru engum til gagns.

Vandamálið?

Skil ég ekki örugglega rétt að REI-vandinn felist í þessari ákvörðun hér, sem gekk til baka 6. október eftir að hafa verið í gildi í 6 daga.

1. október 2007 – Samþykkt á fundi stjórnar REI að selja félagi í eigu starfsmanna OR og 17 tilgreindum starfsmönnum OR og REI nýtt hlutafé í félaginu. (Í stjórn REI voru/eru Bjarni Ármannsson, Haukur Leóson, Björn Ingi Hrafnsson)

3. október 2007 – Samþykkt á fundi stjórnar REI að breyta fyrri ákvörðun varðandi hlutafjárkaup tilgreindra starfsmanna eftir samráð og samþykki hlutaðeigandi. Tekin ný ákvörðun um sölu nýs hlutafjár til 11 starfsmanna OR og REI.

6. október 2007 – Á fundi í stjórn REI er gerir BÁ grein fyrir ósk borgarstjóra um að fallið verði frá sölu nýs hlutafjár til tilgreindra starfsmanna OR og REI. Tillaga flutt þar að lútandi og samþykkt.

Að selja sál sína

Eins og Mr. Moore bendir réttilega á virðist Hillary Rodham Clinton hafa selt sál sína, enda er forsetastóllinn í BNA í boði. Hugmyndir HRC ganga út á það að skylda alla íbúa BNA til að kaupa sjúkratryggingu á frjálsum markaði og niðurgreiða tryggingar þeirra sem skortir til þess fé. Þannig fitna tryggingafyrirtækin enda öllum íbúum ríkisins skylt að borga þeim stórfé og þess utan mun ríkistjórnin í BNA leggja fé til þessara fyrirtækja. Í landi þar sem eftirlitsstofnanir eru litnar hornauga, mun þetta hugsanlega leiða til stórhagnaðar tryggingafyrirtækja á kostnað þjónustu og kostnaður ríkisvaldsins mun rjúka upp úr öllu valdi.

Það er einfaldlega svo að einkavædd skyldusjúkratrygging gengur ekki upp, ef hugmyndin er að sjúklingar njóti vafans/öryggis. Það þarf ekki nema eitt námskeið í hagfræði til að sjá að markaðsbrestir þegar kemur að sjúkratryggingum eru svo verulegir að einvörðungu ríkisvaldið ræður við að tryggja þegna sína.