Hafnið þá aðgerðinni

Ef hluthafahópurinn er óánægður með að ríkið leysi bankann til sín, þá er um að gera fyrir þá að hafna aðgerðinni og redda þessu sjálfir. Að gera kröfu um að Seðlabankinn loki augunum og láni þeim peninga til að halda rekstrinum áfram og voni hið besta, er hrokafull afstaða manna sem eru ekki vanir að taka afleiðingum gjörða sinna.

Sú ákvörðun stjórnvalda að bjóðast til að leysa til sín bankann og dæla peningum inn, er mun eðlilegri fyrir skattgreiðendur en að lána einhverjar upphæðir til að halda bankanum á floti án nokkurra trygginga um endurgreiðslu. Auðvitað eru einhverjir sem segja að hlutverk ríkisins sé ekki bankarekstur heldur eigi ríkið einungis að kasta út björgunarhringjum og leysa til sín tap, líkt og er að gerast hér í BNA. En sem betur fer er hræðslan við ríkisafskipti minni á Íslandi en hér í landi óttans.

Ef Saxbygg, Stoðir og hin gervipappírsfyrirtækin hafa ekki getu eða vilja til að leggja til fjármagn í Glitni, án þess að fá eignarhlut. Þá á ríkið ekki að gera það heldur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.