Vangaveltur um kirkjuna, stjórnmál og Framsóknarflokkinn

[google 4594676550791662051]

Ég skrifaði og flutti hugleiðingu fyrir lokakvöld starfsfólks í Vatnaskógi. Það er smátruflun á myndinni í upphafi. Hugleiðingin var reyndar ekki notuð, þar sem hún var of löng, en hún hefur erindi til okkar í dag. Hugleiðingin sem var notast við á lokakvöldinu er hér.

Fyrir samviskusama lesendur Annáls Ella, er rétt að benda á að nokkur stef úr Nýársprédikun í Grensáskirkju sem var birt hér á annálnum voru fengin úr þessari hugleiðingu.

4 thoughts on “Vangaveltur um kirkjuna, stjórnmál og Framsóknarflokkinn”

  1. Góð hugleiðing hjá þér Halldór – og mjög góð tenging milli dæmisögunnar um týnda sauðinn og barnið (múslimann eða barn atheista) sem situr eftir eitt í bekkjarstofunni meðan allir hinir fara í kirkjuheimsókn (litlu jólin?): Er rétt að “gleðja” 91 (99) barn vitandi það að eitt geti ekki farið með á “gleðskapinn”?
    Hvet vantrúarmennina til að hlusta á hugleiðinguna – og sjá að málstaður þeirra á meira að segja hljómgrunn hjá Kvummurum!

  2. Ég vil biðja lesendur annáls um að misnota ekki ummælamöguleikann á vefnum. Vegna áhugaverðrar færslu Torfa hef ég ákveðið að útbúa um hana færslu, sem er hér.

  3. Mér finnst það ekki skipta máli að hún sé að mistúlka versin sem hún vísar í og sé ekki sammála Lúther hvað þetta varðar. Þó svo að Jesús væri látinn segja í einhverju guðspjallinu: “Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika.”, þá væri það engin afsökun.

    Sr. María ætti því að vera fullkunnugt um þessa kenningu – sem ég leyfi mér að fullyrða að sé hin opinbera kenninga hinnar evangelísk-lúthersku þjóðkirkju hér á landi.

    Gætirðu vísað á eitthvað sem styður þessa fullyrðingu þína?

    Annars er út í hött hjá Halldóri í myndbandinu að tala um að það hafi verið lagt bann við að leyfa börnum að koma til Vatnaskógar.

  4. Hjalti, í prédikuninni er ég að lýsa tilfinningu sem ég fékk við lestur bréfs og var sameiginleg mörgum sem lásu viðkomandi bréf. Þess vegna segi ég: “Þannig leit bréfið alla vega út fyrir mér.”

    Eftir á má segja að það sé kjánalegt að hafa litið þannig á innihald bréfsins, en þangað til bréfið var útskýrt var auðvelt að skilja það sem bann við fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi, eins og þau hafa verið útfærð um 15 ára skeið.

Comments are closed.