5 thoughts on “Við getum”

  1. Ég sá life upptöku með honum á uStream.tv. í gær … maðurinn er ekki eina góður ræðumaður, heldur talar hann til hjartans. Ég vona bara að það sé innistæða fyrir þessu. Ein íslensk kona sem ég þekki og hefur búið lengi í Florida segir að margir miðaldra karlar eigi erfitt með að sjá konu eða blökkumann í forsetastóli. Vona að það verði ekki til þess að GOP fái ennþá einn kosningasigur.

  2. Hann er fyrrum “community organizer” og barðist sem slíkur fyrir réttindum þeirra lægra settu í samfélaginu. Hann er ekki einasta góður ræðumaður sem gefur von og byggir upp. Hann þekkir til þar sem skóinn kreppir helst.

    Varðandi vanda miðaldra hvítra karla, þá hefur Hillary og Barrack tekist að virkja bæði ungt fólk, konur og svarta á kjörstað. Miðaldra hvítir karlar eru ekki meirihluti kjósenda lengur. Þannig vakti gífurleg þátttaka eldri kvenna í New Hampshire mesta athygli mína, hópur sem tryggði Hillary sigurinn þar.

  3. Takk fyrir þetta hvort tveggja Árni. Frábært innlegg í kosningarbaráttuna. Mér sýnst menn vera búnir að fá nóg af nýkapitalismanum, ekki bara hér á landi heldur einnig í upphafslandinu, USA.

Comments are closed.