Líkt og 46. kafli og næstu fimm kaflar er þessi að mestu leiti í bundnu máli. Einkenni þessara kafla er að þeir lýsa spádómum Jeremía um einstaka hópa eða ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðasti kafli lýsti þannig afdrifum Egypta, en þessi fjallar um endalok filistea þegar Babýloníukonungur mun leggja landið í eyði.
Tag: crap
Jeremía 45. kafli
Barúk er að niðurlotum kominn. Það var ekki gott „karíermúv“ að verða ritari Jeremía. Eins og segir skemmtilega í textanum:
Drottinn bætir kvíða við kvöl mína. Continue reading Jeremía 45. kafli
Jeremía 44. kafli
Jeremía varar Júdafólk við að þau hafi yfirgefið Drottinn, með því að halda til Egyptalands og með því að taka þátt í helgihaldi fyrir framandi guði. Júdafólkinu virðist slétt sama, þau tilbiðja nú drottningu himins (væntanlega sólguð) og þeim finnst sér farnast vel. Continue reading Jeremía 44. kafli
Jeremía 43. kafli
Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg við boðum Jeremía. Það er ekki hlustað fremur en áður. Barúk ritari Jeremía er sakaður um að æsa Jeremía upp, þeir félagar séu að blekkja íbúa Júda svo Babýloníukonungur geti ráðist á þá aftur. Continue reading Jeremía 43. kafli
Jeremía 41. kafli
Gedalja hefði betur trúað því að einhver vildi ráða honum bana, því Ísmael Netanjason, drap Gedalja þar sem þeir snæddu saman kvöldverð. Ísmael lét sér ekki nægja að drepa Gedalja einan en myrti einnig hermenn frá Kaldeu sem þar voru og íbúa Mispa þar sem Gedalja var myrtur. Continue reading Jeremía 41. kafli
Jeremía 40. kafli
Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli
Jeremía 38. kafli
Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:
Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli
Jeremía 36. kafli
Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli
Jeremía 34. kafli
Jeremía gefur Sedekía fyrirheiti um að þrátt fyrir herleiðinguna muni hann halda lífi og deyja í friði. En… en… þá koma svikin. Continue reading Jeremía 34. kafli
Jeremía 29. kafli
Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.
Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:
Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.
Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.
Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.
Jeremía 28. kafli
Jeremía leggur áherslu á í samskiptum sínum við Hananja spámann að vonandi sé svartsýni sín byggð á mistúlkun sinni á orðum Drottins, en …
Hvort spámaður, sem boðar heill, er í raun sendur af Drottni sannast af því að orð hans rætast.
Hananja kallar eftir óraunhæfri framtíðarsýn, hann boðar að allt verði gott, allt verði eins og áður. Innan árs er Hananja hins vegar látinn, og loforðin láta lítið á sér kræla.
Jeremía 22. kafli
Vei þeim sem byggir hús sitt með ranglæti,
sali sína með rangindum
og lætur landa sinn þræla án launa
og greiðir honum ekkert.
Hann segir: „Ég byggi mér stórt hús
og rúmgóðar vistarverur.“
…
En þú sérð hvorki né hugsar um annað
en eigin gróða,
að úthella saklausu blóði,
kúga og skattpína.
…
Ég talaði til þín þegar þú varst enn áhyggjulaus
en þú sagðir: „Ég vil ekki hlusta.“
Dómur Drottins yfir Jójakím konungi er harður. Honum bíður að deyja í útlegð, engin niðja hans mun ríkja á ný í Júda.
Jeremía 21. kafli
Ég dreg yður til ábyrgðar fyrir verk yðar,
segir Drottinn,
og legg eld að skóginum.
Hann skal gleypa allt umhverfis sig.
Jeremía sér Drottinn sem geranda alls, allra hluta. Líkt og segir í Jobsbók: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ Í því ljósi er hefndin, afleiðing óréttlætisins, verk Guðs sjálfs.
Það er Drottinn sjálfur sem sendir hersveitir Nebúkadresar til Jerúsalem til að hneppa þjóð Júda í ánauð. Ekkert er Drottni um megn.
Jeremía er skýr, þeir sem ekki eru teknir og færðir til Babýlon eiga litla framtíð í Jerúsalem, munu verða hungri, sjúkdómum og sverði að bráð. Tími Jerúsalemborgar er ekki núna.
Jeremía 20. kafli
Boðberar vondra tíðinda hafa það víst ekki alltaf gott. Jeremía er húðstrýktur og settur í gapastokk fyrir bölsýni sína. Harmljóð Jeremía lýsir vandanum vel:
Í hvert skipti sem ég tala verð ég að hrópa og verð að kalla: „Ofbeldi og kúgun.“
Réttlætiskennd Jeremía leyfir honum ekki að þegja. Hann upplifir óréttlætið og þrátt fyrir að honum myndi farnast betur í þögninni, þá getur hann ekki lokað munninum. Hann verður að benda á það sem er að.
Jeremía 19. kafli
Jeremía er reiður enda hlustar fólkið ekki. Hann boðar að þjóðin muni splundrast eins og leirker. Hjáguðadýrkun og höfnun YHWH átrúnaðar leiði eymd yfir þjóðina, enda þekki hún ekki sjálfa sig, sögu sína, Guð sinn og stöðu sína.
Jeremía 18. kafli
Þjóð mín hefur gleymt mér,
hún fórnar reykelsi fánýtum goðum
sem hafa leitt hana í hrösun
á gömlu götunum
inn á óruddar slóðir.
Þeir gera land sitt að skelfilegum stað
sem sífellt er hæðst að,
hver sem fer þar um
fyllist hryllingi og hristir höfuðið.
Jeremía varar við því sem framundan er. Kaflinn hefst á líkingunni um leirkerasmiðinn, sem byrjar upp á nýtt þegar leirkerið sem unnið er með skemmist. Orðum Jeremía er ekki mætt af skilningi, Jeremía upplifir hatrið í sinn garð, reiðina vegna spádómsorðanna. Þegar Jeremía hrópar til Guðs:
Má gjalda gott með illu?
Þá er augljóst að Jeremía telur sig vera að gera rétt, gera það sem gott er, þegar hann flytur orð Guðs. Jeremía vonast eftir iðrun og yfirbót þeirra sem heyra orðin, en þess í stað ákveða áheyrendur spádómanna að drepa sendiboðann. Jeremía reiðist og kallar eftir hefnd Guðs.
Að mynda traust
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég færslu þar sem ég sagði:
Verkefni næsta biskups verður EKKI að endurvekja traust á kirkjunni. Einfaldlega vegna þess að það að búa til, endurvekja eða smíða traust er ekki verkefni í sjálfu sér. Traust myndast. Traust er ekki heldur markmið í sjálfu sér. Traust er verkfæri til að gera og vera. Það er gífurlega mikilvægt að næsti biskup skilji muninn á verkfærum og verkefnum. Það er ekki alltaf auðvelt að greina þar á milli. Continue reading Að mynda traust
Dagbókarbrot frá janúar 2010
H.E.L.P. HAITI (14:00, Jan 11 2010)
Í dag var kannski skrítnast að hlusta á nemendurna hjá HELP, td hann Jean-Wilner. Þeir vilja breyta heiminum og byrja á Haiti. PPT sýningin sýndi það. HELP nemar nýta menntun sína í Haiti en flytja ekki erlendis eftir nám eins og stór hluti háskólanema gerir. Þeir virðast skilja þakklæti. Continue reading Dagbókarbrot frá janúar 2010
Von og hamingja
Tengsl vonar og hamingju eru áhugaverð. Þannig er mér minnisstætt þegar prófessorinn minn í Kristniboðsfræðum talaði um að rannsóknir í Afríkuríkjum bentu til þess að þeir sem tækju kristna trú færðust upp á við í þjóðfélagskerfinu. Mest áberandi væri breytingin frá hópnum sem lifði við eymd og færðist upp í hópinn sem býr við gífurlega fátækt.
Meira en trúfélag…
Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.