Guð hefur skapað kjöraðstæður, skapað umhverfi fyrir frábært samfélag en útkoman er önnur.
Hann vonaði að garðurinn bæri vínber
en hann bar muðlinga. Continue reading Jesaja 5. kafli
Guð hefur skapað kjöraðstæður, skapað umhverfi fyrir frábært samfélag en útkoman er önnur.
Hann vonaði að garðurinn bæri vínber
en hann bar muðlinga. Continue reading Jesaja 5. kafli
Uppgjörið er framundan, Dagur Drottins, þar sem allt ferst, allt líður undir lok. En á þessum degi, þegar neyðin er algjör, þá
…skuluð þér snúa yður til mín af öllu hjarta yðar,
með föstu, með gráti, með harmakveini. Continue reading Jóel 2. kafli
Jóel Petúelsson skrifar í bundnu máli um hörmungar Ísraelsþjóðarinnar. Hvenær, hvar og hvers vegna þetta er skrifað, liggur e.t.v. ekki ljóst fyrir. Ein kenningin er að þetta sé skrifað sem sögulegt yfirlit e.t.v. frá 3. öld fyrir Krist, upprifjun á þeim hörmungum sem sífellt dynja á þjóðinni sem telur sig útvalda af Guði. Continue reading Jóel 1. kafli
Guð gerir kröfu um að lögunum sé framfylgt, aðeins þá
…mun [ég] reisa bústað minn mitt á meðal ykkar og ekki hafa neina óbeit á ykkur. Ég mun ganga um mitt á meðal ykkar, vera Guð ykkar og þið verðið þjóð mín. Continue reading 3. Mósebók 26. kafli
Það er hægt að sjá þróun í 3. Mósebók, reglurnar verða strangari, áherslan á aðgreiningu eykst. Krafan um „fullkomnun“ magnast. Nú eru líkamlýti illa séð, það er ekki lengur rými fyrir blinda, halta, þá sem hafa klofna vör, kramin eistu eða krypplinga. Continue reading 3. Mósebók 21. kafli
Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli
Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). Continue reading 3. Mósebók 11. kafli
Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli
Ítarlegar lýsingar halda áfram á meðferð fórna og fórnarkjöts. Hér kemur fram að fórnarkjöt þarf að borða innan tveggja daga frá slátrun. Ef kjötið kemst í snertingu við eitthvað sem skilgreint er óhreint, þarf að brenna það. Continue reading 3. Mósebók 7. kafli
Lýðræði er versta stjórnarformið, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform sem reynd hafa verið. (Winston Churchill, í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947)
Vissulega var ekkert raunverulegt lýðræði til staðar í tíð Jesú Krists, en samt ákveður Pílatus að leyfa lýðnum að velja. Pílatus í Markúsarguðspjalli er ekki hræddur líkt og sá í Jóhannesarguðspjalli. Hann er undrandi og virðist ekki telja að Jesús sé hættulegur rómverska heimsveldinu. Continue reading Markúsarguðspjall 15. kafli
Konan sem þvær Jesús með dýrum smyrslum kallar á sterk viðbrögð. Viðbrögð sem ég geri mig oft sekan um og eru næstum jafn klassísk í umræðum um alla hluti og setningin „já, en hvað með blessuð börnin.“ Continue reading Markúsarguðspjall 14. kafli
Þessi kafli markar þáttaskil í Markúsarguðspjalli. Fram að þessu hafa lærisveinarnir horft í aðdáun, hræðslu og undrun á kraftaverkamanninn Jesú, en í miðjum 8. kaflanum segir:
Þá tók Jesús að kenna þeim… Continue reading Markúsarguðspjall 8. kafli
Jesús er meðvitaður um að orð hans falla ekki alls staðar í góðan farveg. Hann leitast við að nota dæmisögur og líkingamál en meira að segja lærisveinarnir eiga í erfiðleikum með að skilja hvert hann er að fara með orðum sínum. Continue reading Markúsarguðspjall 4. kafli
Þörf fólksins til að gefa er meiri en þörf helgidómsins fyrir gjafir. Við höfum mörg þörf fyrir að sýna góðmennsku okkar svo lengi sem það reynir ekki of mikið á. Bangsafjöll í kjölfar náttúruhamfara og hörmunga í BNA, gámar með ónýtum fötum í höfninni í Port-au-Prince, ónýtur matur í geymsluhúsnæði á flugvöllum um alla Afríku. Continue reading 2. Mósebók 36. kafli
Er ekki verið að grínast. Nú þegar búið er að gera kröfu um tjaldbúðina, þegar búið er að setja upp kerfi þar sem prestarnir hafa aðgang að miklu magni af mat og kjöti, þá er aðeins eitt eftir, eða hvað: Continue reading 2. Mósebók 30. kafli
Fjárhagslegt öryggi prestastéttarinnar er útskýrt í kjölfar þess að vígsluathöfninni er lýst. Því þó að um brennifórnir sé að ræða, kemur skýrt fram að: Continue reading 2. Mósebók 29. kafli
Stundum verð ég pirraður yfir lestrinum. Nú er lykilfólkið talið upp.
Aron, Nadab og Abíhú, Eleasar og Ítamar, synir Arons. Continue reading 2. Mósebók 28. kafli
Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli
Itarlegar útskýringar á hönnun tjaldbúðarinnar halda áfram. Áherslan á glæsilegheitin er algjör. Allt þarf að vera ekki bara einhvern veginn heldur nákvæmlega þannig. Ég man svo sem eftir að hafa þurft að fá fram breytingar á hugmyndum arkitekta á útfærslum í kirkjubyggingum, svo þessi texti rifjar fyrst og fremst upp ljúfsárar minningar.
Og hafi einhver haft efasemdir um að þessi síðari frásögn af boðorðagjöfinni væri ættuð úr ranni prestlegu hefðarinnar, þá er það óþarfi. Ávarp YHWH til Móse hefst nefnilega á þessum orðum: Continue reading 2. Mósebók 25. kafli