Í Dispatch í dag kemur fram sú merkilega staðreynd að innan við 70 milljónir Bandaríkjamanna hafa vegabréf, en þjóðin telur rétt um 300 milljónir íbúa. Reyndar er á það bent að fram til þessa hefur ekki þurft vegabréf til Kanada og karabíska hafsins. Það er hins vegar að breytast um næstu áramót og allt eins búist við mikilli aukningu á útgáfu slíkra bréfa í kjölfarið.
Mikilvægi umræðunnar
Umræðan um aðkomu kirkjunnar að opinberum grunnskólum hefur nú um skeið verið leidd af vantrúarmönnum hér á vefnum sem hafa gagnrýnt þá aðkomu harkalega eins og vænta má. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt að taka umræðuna alvarlega upp innan kirkjunnar. Það þarf að svara hvað felst í hugmyndum um nánara samstarf og leitast við að fylgja eftir þeim samþykktum sem gerðar hafa verið.
Snuð og þyngd smábarna
Mér duttu í hug rannsóknartilgátur sem eru verðar rannsóknar fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema. Ef einhver slíkur rekst inn á annála þá er tilgátan tvíþætt.
Continue reading Snuð og þyngd smábarna
Annall.is
Þetta leyfi ég mér að skrifa því ég lít á annálinn sem opinberan umræðuvettvang, ekki persónulegt einkablogg þess sem hér á bloggsíðu.
Þessi fullyrðing Torfa Hjaltalín um annall.is vakti nokkra athygli mína þegar ég las yfir valin ummæli í dag. Torfa til upplýsingar og annarra sem hafa persónulegar hugmyndir um stöðu og eðli annáls þá er annállinn minn, elli.annall.is, ekki opinber umræðuvettvangur heldur þvert á móti persónulegt einkablogg mitt. Continue reading Annall.is
Að kaupa sér námsgráðu
Fyrir nokkru varð umræða um að stjórnmálamaður á Íslandi hefði sagt ósatt um námsgráðu við Háskóla Íslands. Hneykslunin varð nokkur og kostaði manninn hugsanlega borgarstjórastólinn, þrátt fyrir ágætar útskýringar á mistökunum sem áttu sér stað.
Kirkja kapítalismans
En kannski er Kringlan við hæfi. Er ekki verslunarmiðstöðin einhvers konar kirkja markaðssamfélagsins? Hof markaðshyggjunnar? Þangað förum við snemma á sunnudagsmorgnum. Messan er útsala. Fyrir framan afgreiðslukassann bíðum við í röð eins og í kapítalískri altarisgöngu. Líkami Krists eru Diesel-buxur og Nike-skór; pulsa og kók. Fyrirgefning syndanna, hugarró sóknarbarnsins. Ég er neytandi og kirkjan mín er Kringlan. (Af Múrnum, 8. júlí 2006)
Prestur sjálfs sín
Ég lendi í því alltaf öðru hvoru að vera bendlaður við prestsverk. Þetta gerist oft á þann veg að einhver nákominn kvarti undan því að ég hafi ekki gengið alla leið og orðið prestur. Fyrir utan þann misskilning sem þetta lýsir á eðli djáknaembættisins í lúterskri hefð og ekki síður óviljandi vanvirðingu í garð þeirrar köllunar sem ég hef til starfa í kirkjunni, þá varpar þetta í mínum huga fram vangaveltum um það að vera prestur sjálfs sín.
Continue reading Prestur sjálfs sín
Gengið á glötunarvegi
Það má segja að það sé meira en lítið hallærislegt að skrifa bloggfærslu um Framsóknarflokkinn, en þar sem málið er mér skylt finnst mér ég þurfa að leggja orð í belg. Allt frá barnæsku hefur mér þótt Framsóknarflokkurinn standa fyrir skemmtilegan raunveruleika í íslenskri pólítík, tengsl hans við landsbyggðina þar sem einn hjálpar öðrum við að koma kindum í hús, kallast skemmtilega á við lög- og hagfræðimenntuðu frjálshyggjumennina í Sjálfstæðisflokknum og sjálfhverfa akademíska liðið sem hefur rænt baráttunni fyrir jöfnum rétti allra og hringsnýst um gáfur sjálfs sín og ást sína á umhverfinu og landinu sem það hefur aldrei séð.
Allir eldri
Einhverjum kynni að finnast það áhugavert innlegg um niðurstöður kosninga til kirkjuþings að allir nema hugsanlega einn sem kosnir voru til setu á þinginu eru eldri en Jesús var þegar hann var krossfestur.
Kvikmyndir á annál Ella
Ég var að leita á vefnum í gær og google birti þá færslu eftir mig sem ég hafði gleymt að væri til. Af þeim sökum hyggst ég birta á næstunni nokkra gagnlega lista yfir færslur hér á annálnum mínum. Fyrsti listinn eru kvikmyndaumfjallanir sem eru reyndar færi en ég hefði talið.
Continue reading Kvikmyndir á annál Ella
Um skilgreiningar á Guði
Kim fjallar á áhugaverðan hátt um það að tilraunir til að skilgreina Guð eru til þess eins gerðar að smætta hann og gera hann að einhverju öðru en Guði. Ég veit ekki hvort ég tek undir orðin, en áhugavert engu að síður.
Meira um hlutverk æskulýðsfulltrúa
andygoodliff heldur áfram að velta fyrir sér starfi og hlutverki æskulýðsfulltrúa í kirkjustarfi.
What about if the predominant role of the church youthworker was not to work with young people, but to encourage, equip and empower parents and other adults to be those who engage young people?
Á kirkjuþingi
Nú er kominn niðurstaða í kosningum til Kirkjuþings. Leikmannahlutinn í kosningum til Kirkjuþings fór eins vel og hægt var að búast við miðað við kjörlista.
Tooth Fairy
Hér á vefnum hefur að venju verið rætt nokkuð um trú og trúarbrögð. En slík umræða á sér ekki bara stað í vefheimum. Þegar ég hugðist svæfa dóttur mína í gær, sýndi hún mér undir koddann sinn, þar var ekkert.
Valkvætt hugmyndakerfi
Í færslu hér á undan notast ég við orðtakið valkvætt hugmyndakerfi. Ástæðan er sú að ég lýt ekki svo á að trúarbrögð séu markaðsvara á svipaðan hátt og t.d. þátttaka í Lions eða Kiwanis. Trú mín kallar mig til að eiga samfélag við Guð, sú köllun snýst ekki um hvort að mér líkar tónlistin í kirkjunni, hvort ég telji prestinn minn einstakan prédikara eður ei, hún er meira að segja óháð því hvort söfnuðurinn minn komi vel fram. Burtséð frá þessum þáttum á ég að leitast við að fylgja Kristi, eiga við hann samfélag og leitast við að gera sköpunarverkið að þeirri góðu sköpun sem Guð ætlaði því að vera.
Æskulýðsfulltrúar
andygoodliff sem starfar sem æskulýðsfulltrúi staldrar við spurningu sem skiptir miklu máli fyrir framtíð kirkjunnar: Should churches employ youthworkers?
Svarið liggur e.t.v. ekki beint við og mikilvægt að vera meðvitaður um gallana sem geta fylgt.
Sjálfsmyndin og syndin
Finninn Patrik Hagman veltir upp sjálfsmyndinni, mikilvægi hennar og tengslum við syndaskilning kristinna manna á vefsvæðinu God in a Shrinking Universe.
Óheppinn
Dagur B. sá ágæti skólabróðir minn sagði í stuðningsmannaræðunni sinni í gær að hátt í 90% kjósenda hefðu valið stefnumál Samfylkingarinnar í kosningunum í Reykjavík. Vísaði hann til þess að hann flokkarnir hefðu tekið upp stefnumál Samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga. Þetta þótti flokksfélögum hans fyndið og skemmtilegt.
Ójöfnuður
Hægt er að sjá vandaða umfjöllun um stéttarskiptingu í skólakerfi á múrnum í dag. Umfjöllun Berglindar Rósar Magnúsdóttur, Eru einkagrunnskólar nauðsynlegir? er sérlega áhugaverð í því umhverfi sem ég upplifi hér í BNA.
Innflytjendalög
Samkvæmt innflytjendalögum í Ísrael frá 2003 fá íbúar Gaza og Vesturbakkans ekki ríkisborgararétt í Ísrael þó þeir giftist ísraelskum ríkisborgara. Þessi lög eru reyndar talinn brjóta gegn stjórnarskrá Ísraels og verða tekinn upp fljótlega á ísrealska þinginu. Í grein um málið í Economist í síðustu viku er velt upp spurningunni hvort reynt verði að fara fram hjá stjórnarskránni með því að notast við dönsku aðferðina. Continue reading Innflytjendalög