Snuð og þyngd smábarna

Mér duttu í hug rannsóknartilgátur sem eru verðar rannsóknar fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema. Ef einhver slíkur rekst inn á annála þá er tilgátan tvíþætt.

  1. Börn sem nota ekki snuð fyrstu tvö ár ævi sinnar eru þyngri en jafnaldrar þeirra sem nota snuð.
  2. Eftir tveggja ára aldur dregur saman með þyngd snuddubarna og þeirra sem ekki notast við friðþægingartækið.

Ef einhver hjúkrunarfræðinemi í lokaverkefnisleit hefur áhuga á að rannsaka ofangreindar tilgátur, þá þarf ekki að geta mín í þakkarlistanum fyrir að hafa komið fram með hugmyndina.

2 thoughts on “Snuð og þyngd smábarna”

  1. En er svarið ekki nokkuð augljóst? Þau sem ekki eru með snuð fá frekar brjóst/pela. Erlendis (t.d. á Spáni) hef ég séð allt að fimm sex ára börn með snuð. Spurning hvort slík snuddubörn séu líka léttari. En þar væri líklega rannsóknarverkefni að athuga foreldra þeirra.

Comments are closed.