Á kirkjuþingi

Nú er kominn niðurstaða í kosningum til Kirkjuþings. Leikmannahlutinn í kosningum til Kirkjuþings fór eins vel og hægt var að búast við miðað við kjörlista.

Þannig náðu 8 konur og 9 karlar kjöri, aldursdreifingin var því sem næst jafnmikil og hægt var úr því sem komið var, sú yngsta og sá þriðji elsti náðu kjöri. Annars er dreifingin svona (innan sviga er aldur í lok kjörtímabils).

16-30 ára 0 (0)
30-40 ára 1 (1)
40-50 ára 4 (2)
50-60 ára 8 (7)
60 ára og eldri 4 (7)

Skipting vígðra þjóna er hins vegar á þá leið að af 12 fulltrúum eru 2 konur. Aldursdreifingin er þannig að:

16-30 ára 0 (0)
30-40 ára 2 (1)
40-50 ára 5 (3)
50-60 ára 4 (6)
60 ára og eldri 1 (2).

Vissulega er skiljanlegt að eitthvað halli á konur og yngra fólk, en fyrr má nú vera. Þannig fáum við aldursdreifingu aðalmanna eins og hér segir:

16-30 ára 0 (0)
30-40 ára 3 (2)
40-50 ára 9 (5)
50-60 ára 12 (13)
60 ára og eldri 5 (9)

Eins er áhugavert að skoða aldursdreifingu kynjanna. Konurnar 10 dreifast eins og hér segir:

16-30 ára 0 (0)
30-40 ára 2 (2)
40-50 ára 4 (3)
50-60 ára 3 (4)
60 ára og eldri 1 (1)
Meðalaldur í dag rúmlega 47 ár.

Dreifing karlanna er hér:

16-30 ára 0 (0)
30-40 ára 1 (0)
40-50 ára 5 (2)
50-60 ára 9 (9)
60 ára og eldri 4 (8)
Meðalaldur í dag rétt tæplega 55 ár.

Það er ljóst af þessu að enn um sinn er Kirkjuþingi stjórnað að mestu leiti af miðaldra karlmönnum í jakkafötum og enn er langt í land að þingið endurspegli kirkjuna sem því er ætlað að taka ákvarðanir um.

Til að halda því til haga vil ég skrá hér að næstmestu vonbrigði kosningana hlýtur að vera niðurstaðan í því prófastsdæmi þar sem mest er af ungu fólki. Þar er ein kona í hópi fimm aðalfulltrúa og meðalaldur 57 ár. Aðalvonbrigðin er hversu ótrúlega einsleitur hópur vígðra manna er. Nei, og það er ekki vegna þess að ég telji að djáknar hafi átt erindi í hópinn.

VIÐBÓT: Til að það liggi ljóst fyrir þá er þessum orðum ekki beint gegn einstaklingunum sem hafa verið kjörin til setu á kirkjuþingi, þar er í mörgum tilvikum um frábært fólk að ræða og það óháð aldri. Þar má nefna yngstu konuna á þinginu, Dagný Höllu, elstu konuna í hópnum Kristínu Bjarnadóttur sem hefur staðið sig frábærlega í erfiðum aðstæðum innan kirkjunnar. Jóhann E Björnsson, elsta kirkjuþingsmanninn og Kristínu Þórunni yngsta vígða þjóninn.

2 thoughts on “Á kirkjuþingi”

  1. Kirkjuþing endurspeglar það hvernig sóknarnefndir eru samsettar, enda er það sóknarnefndarfólk ásamt prestum, sem kýs til Kirkjuþings. Til að breyta þessu þarf að byrja í grasrótinni og virkja fleira yngra fólk til ábyrgðarstarfa innan safnaðanna. Skipulag Kirkjuþings veldur því einnig að margt ungt fólk á erfitt með að sitja þessi þing. Þú þarft nefnilega að taka þér vikufrí úr vinnunni til að sitja þingið. Það breytist ekki fyrr en framlagning mála og fyrri umræða verða höfð með rafrænum hætti á netinu.

Comments are closed.