Allir eldri

Einhverjum kynni að finnast það áhugavert innlegg um niðurstöður kosninga til kirkjuþings að allir nema hugsanlega einn sem kosnir voru til setu á þinginu eru eldri en Jesús var þegar hann var krossfestur.

3 thoughts on “Allir eldri”

  1. Mér fannst það áhugaverðast að sjá með hvaða atkvæðafjölda menn og konur komust á kirkjuþing. 5 og 7 atkvæði af 22 dugðu vígðum í 3. kjördæmi á æðstu lögjafarsamkundu kirkjunnar. Svei okkur.

  2. Það voru upplýsingar um fjölda á kjörskrá og fleira í tölfræðiupplýsingunum í gær, þeim hefur eitthvað verið breytt. Það eru ekki mörg atkvæði á bak við hvern fulltrúa á þessari löggjafarsamkundu og greinilegt af tölfræðinni að í framhaldinu þarf að finna einhverja vitræna lausn á kosningakerfinu. Það að 6 atkvæði og hlutkesti komi leikmanni inn í prófastsdæmi sem telur nærri 50.000 manns er ekkert annað en fáránlegt.

Comments are closed.