Kórinn virðist efast um einlægni brúðgumans. Þau ná samt saman á ný karlinn og konan, leggjast undir kjarrið og sofa saman.
Ljóðaljóðin 6. kafli
Þau ná saman aftur í 6. kaflanum. En það virðist sem karlmaðurinn eigi fleiri ástkonur en bara þá sem við höfum kynnst. Hann heldur því samt fram að hún sé aðal, en við getum ekki verið viss.
Þróun Vantrúarhópsins
… frekar vil ég búa í samfélagi með umburðarlyndum trúmönnum (já þeir eru til) heldur en fordómafullum trúleysingjum. #
Ég hef fylgst með trúmálaumræðu á vefnum í ríflega 11 ár. Á þeim tíma hef ég meðal annars fylgst með þróun vantrúarumræðunnar sem leiddi meðal annars til vantrúarvefsins og stofnunar félagsskapar að mestu í kringum hann. Nýlega skrifaði ég minnismiða þar sem ég velti fyrir mér þróun hópsins m.a. í ljósi umræðna sem urðu á vefnum í tengslum við hið árlega páskabingó. Continue reading Þróun Vantrúarhópsins
Söfnuður sem heimahöfn
Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag. Continue reading Söfnuður sem heimahöfn
Ljóðaljóðin 5. kafli
Eftir að þau sofa saman, virðist karlinn fara á braut. Kórinn spyr hvers konan sakni og hún lýsir fegurð elskhuga síns.
Hjalti bendir á mögulega tengingu Ljóðaljóðanna við frjósemisdýrkun miðausturlanda árþúsundið fyrir Krist í ummælum við fyrri kafla. Sé sú raunin, liggur beinast við að lesa inn í textann hugmyndir um árstíðir og hringrás lífsins. Ástmaðurinn sem kemur og fer gæti verið tákn vorsins. En ég veit það samt ekki.
Ljóðaljóðin 4. kafli
Hafi kynferðisleg skýrskotun textans farið fram hjá einhverjum fram til þessa þá þarf ekki að velkjast í vafa lengur. Líkingamálið verður vart augljósara, þegar karlinn hefur lýst fegurð konunnar þá býður hún honum í rúmið með sér.
Ljóðaljóðin 3. kafli
Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvernig þessi texti hefur hugsanlega verið leikinn af brúðhjónum sem hluta ritualsins, textinn er lifandi. Brúðurin hleypur um í mannfjöldanum og leitar hins eina rétta. Þegar hún finnur hann þá dregur hún hann heim. Continue reading Ljóðaljóðin 3. kafli
Ljóðaljóðin 2. kafli
Ástarjátningarnar halda áfram. Það er sjálfsagt margt táknrænt þar að finna, ég rek augun í að rúsínukökur eru á meðal þess sem brúðurin borðar. Þessi tilvitnun gefur til kynna að textinn sé e.t.v. ekki upphaflega úr Jahve hefð, enda er rúsínukökuátt tengt skurðgoðadýrkun í einu spádómsriti Gamla testamentisins (sjá betur síðar).
Á sama hátt má sjá í 2. kaflanum vísanir til frjósemisdýrkunar, m.a. í vísunum til vorsins, þegar lífið vaknar, þegar elskhuginn kemur af fjöllum.
Ljóðaljóðin 1. kafli
Ljóðaljóðin eru af sumum talin einhvers konar allegoría um samband Guðs og Ísraelsþjóðarinnar og það sé ástæða þess að textinn sé hafður með í ritningunni. Þannig sé spennan, hræðslan við að glata elskhuganum einhvers konar líking um sáttmála og sáttmálarof Ísraelsþjóðarinnar við Guð. Continue reading Ljóðaljóðin 1. kafli
Galatabréfið 6. kafli
Við eigum að leitast við að leiðrétta hvort annað. Við eigum að stunda sjálfskoðun, koma fram af hógværð og gera gott. Það stingur reyndar í augun þegar Páll segir “einkum trúsystkinum okkar.” Þó má benda á að hann notar “einkum,” ekki “einungis” eða “bara”. Það er samt spurning hversu mikil huggun það er.
Continue reading Galatabréfið 6. kafli
Galatabréfið 5. kafli
Það að leitast við að fylgja lögmálinu til að tryggja sér á einhvern hátt náð Guðs, er yfirlýsing um að náð Guðs sé skilyrt og með slíkri yfirlýsingu gerum við lítið úr náðarverki Guðs, þá gerum við lítið úr Kristi.
Continue reading Galatabréfið 5. kafli
thehardestquestion.com
An interesting resource for preachers: thehardestquestion.com.
Að hverju er leitað?
Nýlega setti ég upp mjög aðgengilegt og einfalt mælitæki til að fylgjast með umferðinni hér á iSpeculate. Umferðin er svo sem ekki gífurleg, kannski svipuð og á litlum sveitavegi í Kansas, en hér koma þó einhverjir við og við. Continue reading Að hverju er leitað?
Galatabréfið 4. kafli
Það að við erum niðjar Guðs, erum óendanlega dýrmæt sköpun Guðs eins og góður kirkjuleiðtogi sem ég lít mjög upp til segir svo oft, verður ekki frá okkur tekið.
Continue reading Galatabréfið 4. kafli
Galatabréfið 3. kafli
Við eigum ekki trúna á Krist vegna þess að við höfum staðið okkur svo vel, vegna þess að við höfum gert góða hluti. Trúin á Krist byggir ekki á því að við séum góð, hvað þá að við séum betri en aðrir.
Continue reading Galatabréfið 3. kafli
Fljót í fimmta sinn
Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn
Galatabréfið 2. kafli
Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.
Continue reading Galatabréfið 2. kafli
Galatabréfið 1. kafli
Galatabréfið er málsvörn Páls, uppgjör við hugmyndir sumra gyðingkristna að einvörðungu þeir sem fylgja lögmálinu, láta umskerast og fylgja hreinleikalögum Leviticusar geti verið kristnir.
Continue reading Galatabréfið 1. kafli
Bréf Páls
Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls
1. Mósebók 50. kafli
Það er áhugavert að þrátt fyrir að Jakob hafi fengið ósk sína uppfyllta og verið jarðaður í eða við Hebron, þá virðist textinn segja að undirbúningur líksins og útförin hafi farið fram eftir egypskum hefðum. Ef til vill áminning um að réttar útfararhefðir voru minna mál þá enn nú. Þá er mikilvægt að Guð Ísraels (El) eða Jahve eru í engu tengdir þessu jarðarfararstússi. Continue reading 1. Mósebók 50. kafli