Þegar ég kom til starfa hjá KFUM og KFUK á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum tók Ragnar Gunnarsson viðtal við mig fyrir Bjarma – tímarit um kristna trú. Ég rakst á viðtalið við tiltekt í skjölunum mínum í tölvunni og datt í hug að birta það hér. Þrátt fyrir að ég hafi staldrað styttra við hjá KFUM og KFUK en planið var í upphafi, þá er innihald viðtalsins jafn mikilvægt og fyrr. Continue reading „Get séð um að taka á móti boltanum og senda hann áfram“
Jesaja 13. kafli
Jesaja spáir fyrir um hrun Babylon af hendi Meda sem voru á þessum tíma hluti af assýríska heimsveldinu. Lýsingar Jesaja á ofbeldinu eru ljóslifandi og enn á ný vísar hann til þess að allt sem gerist sé vegna reiði Drottins alsherjar. Allt sem gerist, gerist vegna vilja Guðs. Continue reading Jesaja 13. kafli
Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar
Það er áhugavert þegar kirkjuskipanin er skoðuð hvernig hagsmunir ríkjandi valdakerfis á Íslandi, komu í veg fyrir að Danakonungur gæti byggt upp menntakerfi í landinu á 16. öld. Þannig má ætla að ríkjandi valdastéttir á Íslandi á 16. öld hafi seinkað uppbyggingu samfélagsins á Íslandi e.t.v. um nokkrar aldir í tilraun sinni til að viðhalda ríkjandi ástandi. Continue reading Fræðslumál í Kirkjuskipan Kristjáns III – þankar
Jesaja 12. kafli
Ríki Guðs mun koma. Jesaja er þess fullviss.
Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.
Það er skemmtilega sjálfhverft að í lýsingunni á Guðsríkinu í þessum kafla, sé ég Vatnaskóg. Lind hjálpræðisins er í mínum huga bókstaflega í Lindarrjóðri. Þegar ég geng yfir brúna að kapellunni þá er ég í ríki Guðs. Continue reading Jesaja 12. kafli
Looking at Lectures on Revivals of Religion (by Charles G. Finney)
Charles G. Finney was a key figure in the Second Great Awakening, a revival movement that is in some sense the backbone of the evangelical movement in the US until this day. His Lectures on Revivals of Religion (pdf) are a theological attempt to address some of the concepts of the revival movement. Continue reading Looking at Lectures on Revivals of Religion (by Charles G. Finney)
Jesaja 11. kafli
Enn og aftur vísar Jesaja til lausnarans. Til réttláta leiðtogans sem mun koma, Jesarótarinnar, eins og sungið er í jólasálmunum. Continue reading Jesaja 11. kafli
Jesaja 10. kafli
Guð Jesaja er Guð alsherjar, ekki einvörðungu guð hebrea, útvöldu þjóðarinnar, heldur Guð allra þjóða. Sá Guð sem stjórnar öllu. Það eru ekki bara þau sem tilheyra hinum útvöldu sem hafa brugðist Guði. Continue reading Jesaja 10. kafli
Jesaja 9. kafli
Framtíðin felst í barninu sem hefur fæðst/mun fæðast.
Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Continue reading Jesaja 9. kafli
Jesaja 8. kafli
Þessir Jesaja textar eru líklega þeir torskyldustu af því sem ég hef farið í gegnum til þessa í lestraryfirferðinni minni. Inntakið virðist vera að innrás af hendi Assýríukonungs er yfirvofandi. Continue reading Jesaja 8. kafli
Jesaja 7. kafli
Akasar konungur í Júda óttast innrás, en vill ekki ögra Guði og leita náðar hans. Jesaja lofar tákni um framtíð…
Þess vegna mun Drottinn sjálfur gefa yður tákn. Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Continue reading Jesaja 7. kafli
Jesaja 6. kafli
Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins. Continue reading Jesaja 6. kafli
Jesaja 5. kafli
Guð hefur skapað kjöraðstæður, skapað umhverfi fyrir frábært samfélag en útkoman er önnur.
Hann vonaði að garðurinn bæri vínber
en hann bar muðlinga. Continue reading Jesaja 5. kafli
Jesaja 4. kafli
Afleiðing hrunsins er skortur á karlmönnum. Konur þurfa að bera ábyrgð á eigin framfærslu. Réttlætið mun aftur ríkja, Jerúsalem verður á ný hæli og skjól.
Jesaja 3. kafli
Framtíð Jerúsalem er ekki björt, matur og drykkur af skornum skammti. Unglingar taka völdin, leiðtogarnir óhæfir. Að mati Jesaja er ástæðan augljós, við berum sjálf ábyrgð á örlögum okkar. Continue reading Jesaja 3. kafli
Jesaja 2. kafli
Jesaja gefur í skin að Guð Ísraels sé Guð allra þjóða. Continue reading Jesaja 2. kafli
Jesaja 1. kafli
Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli
Jóel 4. kafli
Þjóðirnar sem um aldir hafa kúgað Ísraelsmenn munu á endanum fá makleg málagjöld. Réttlætið sigrar að lokum skv. Jóel Petúelssyni. Þjóðin hans, sem hefur mátt þola svívirðingar mun ná fram rétti sínum með Guðs hjálp. Continue reading Jóel 4. kafli
Jóel 3. kafli
Anda Guðs verður úthellt yfir alla. Allir fá hlutdeild í náðargjöfum Guðs. Þær verða ekki bundnar við helgihaldið og prestanna. Jafnvel þrælar munu fá að finna kraft Guðs. Ef við aðeins treystum á Guð og áköllum nafn Drottins munum við frelsast.
Jóel 2. kafli
Uppgjörið er framundan, Dagur Drottins, þar sem allt ferst, allt líður undir lok. En á þessum degi, þegar neyðin er algjör, þá
…skuluð þér snúa yður til mín af öllu hjarta yðar,
með föstu, með gráti, með harmakveini. Continue reading Jóel 2. kafli
Jóel 1. kafli
Jóel Petúelsson skrifar í bundnu máli um hörmungar Ísraelsþjóðarinnar. Hvenær, hvar og hvers vegna þetta er skrifað, liggur e.t.v. ekki ljóst fyrir. Ein kenningin er að þetta sé skrifað sem sögulegt yfirlit e.t.v. frá 3. öld fyrir Krist, upprifjun á þeim hörmungum sem sífellt dynja á þjóðinni sem telur sig útvalda af Guði. Continue reading Jóel 1. kafli