Jesaja 38. kafli

Líkt og í 37. kaflanum erum við hér með helgihaldsljóð, eða öllu heldur harmljóð. Umgjörðin eru veikindi Hiskía konungs. Lokaorð ljóðsins eftir harmakveinin eru:

Sá einn sem lifir þakkar þér
eins og ég nú í dag.
Feður munu segja börnum sínum
frá trúfesti þinni.
Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér,
því skulum vér leika á strengi
við hús Drottins
alla ævidaga vora.