Haggaí 1. kafli

Spádómsbók Haggaí er fyrst og fremst ákall um að flýta endurreisn musterisins eftir herleiðinguna til Babýlóníu.

Þið hafið vænst mikils en ykkur áskotnast lítið og ég hef blásið burt því sem þið fluttuð heim. Og hvers vegna? – Segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns sem liggur í rústum meðan sérhver ykkar er á þönum við eigið hús. Continue reading Haggaí 1. kafli

Nahúm 1. kafli

Bók Nahúms er líklega það rit í Gamla testamentinu sem ég hef sjaldnast litið til. Svo sjaldan að ég þurfti að nota efnisyfirlitið í bókinni til að finna kaflana þrjá eftir Nahúm. Innihald ritsins er mótað í kringum fall Níneve 612 f. Krist. En eins og glöggir Biblíulesendur muna þá var Jónas sendur til að spá fyrir um fall Níneve í samnefndu riti. Þó því falli hafi reyndar verið aflýst. Continue reading Nahúm 1. kafli

Kólussubréfið 4. kafli

Segið Arkipussi: „Gætið þjónustunnar, sem Drottinn fól þér, og ræktu hana vel.“

Kólussubréfið endar á beiðni um fyrirbæn og upptalningu á leiðtogum í kristna samfélaginu. Onesímus er m.a. talinn up, en talað er um hann sem þræl Fílemons í samnefndu bréfi. Þá er nefndur Markús, frændi Barnabasar og ýmsir fleiri góðir. Lagt er til að bréfið verði einnig lesið í söfnuðinum í Laódíkeu og nefnt að e.t.v. sé ástæða fyrir söfnuðinn í Kólussu, að hlusta á bréfið til Laódíkeu. Continue reading Kólussubréfið 4. kafli

Kólussubréfið 3. kafli

Að segja skilið við hið jarðbundna er ekki forsenda lífs okkar í Kristi, heldur afleiðing þess að eiga trúna á Krist.

Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. … Continue reading Kólussubréfið 3. kafli

Kólussubréfið 1. kafli

Kólussubréfið er oftast nær talið skrifað af Páli meðan hann sat í fangelsi. Þó hafa komið fram hugmyndir um að áhersla bréfsins á Jesú Krist sem frumburð sköpunarinnar og forsendu alls sem er, rými ekki endilega að fullu við guðfræðiáherslur Páls í þeim bréfum sem talin eru án vafa skrifuð af honum. Þannig telja sumir að bréfinu sé ætlað að gagnrýna gnósisma sem náði ekki fótfestu fyrr en á annarri öld og því sé ómögulegt að Páll sé höfundurinn. Hitt er þó vert að nefna að Kólussuborg, varð jarðskjálfta að bráð 61 e.Kr. og alls ekki víst að borgin hafi verið í byggð á annarri öld.

Continue reading Kólussubréfið 1. kafli