Þegar 4. kaflinn er lesinn, í samhengi við 3. kaflann, vakna upp spurningar hvort að Levítar hafi haft stöðu þræla á þeim tíma sem reglurnar eru settar. Þar spilar inn í að þeir höfðu ekki heimild til að eiga eignir á sama hátt og aðrir. Continue reading 4. Mósebók 4. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
4. Mósebók 3. kafli
Hlutverk Levíta er skilgreint enn frekar hér í 3. kafla. Eftir andlát tveggja sona Arons, taka levítar að sér helgihaldshlutverkið, stíga inn í stað allra frumburða Ísraelsmanna.
[Guð hefur] sjálfur greint Levíta frá öðrum Ísraelsmönnum.
4. Mósebók 2. kafli
Upptalningin úr 1. kafla er endurtekin í öðrum kafla með upplýsingum um hvaða leiðtogi leiddi hvaða hóp. Aftur er tekið fram að levítar voru undanþegnir manntalinu.
4. Mósebók 1. kafli
Það er áhugavert í upphafi 4. Mósebókar að Guð segir hverjir eigi að vera leiðtogar hópsins, en um leið kemur fram að þeir hafi verið valdir af söfnuðinum. Aðgreiningin milli vilja Guðs og vilja safnaðarins er ekki alltaf skýr í textum Torah. Continue reading 4. Mósebók 1. kafli
Haggaí 2. kafli
Musterið sem er byggt undir stjórn Serúbabel er augljóslega ekki jafn veglegt og Haggaí (eða Drottinn) hafði vonast eftir. Í þessum kafla er kallað eftir auknum metnaði. Continue reading Haggaí 2. kafli
Haggaí 1. kafli
Spádómsbók Haggaí er fyrst og fremst ákall um að flýta endurreisn musterisins eftir herleiðinguna til Babýlóníu.
Þið hafið vænst mikils en ykkur áskotnast lítið og ég hef blásið burt því sem þið fluttuð heim. Og hvers vegna? – Segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns sem liggur í rústum meðan sérhver ykkar er á þönum við eigið hús. Continue reading Haggaí 1. kafli
Nahúm 3. kafli
Lýsingar Nahúms á auðmýkt og hruni Níneve eru óhugnanlegar.
og [Drottinn] mun bregða klæðafaldi þínum upp að framan
og sýna þjóðunum nekt þína
og konungsríkjunum blygðun þína.
Nahúm 2. kafli
Guð sem gerir upp á milli, er Guðsmynd Nahúm. Annar kaflinn hefst á fallegum orðum.
Sjá á fjöllunum fætur fagnaðarboðans,
þess er friðinn kunngjörir.
Nahúm 1. kafli
Bók Nahúms er líklega það rit í Gamla testamentinu sem ég hef sjaldnast litið til. Svo sjaldan að ég þurfti að nota efnisyfirlitið í bókinni til að finna kaflana þrjá eftir Nahúm. Innihald ritsins er mótað í kringum fall Níneve 612 f. Krist. En eins og glöggir Biblíulesendur muna þá var Jónas sendur til að spá fyrir um fall Níneve í samnefndu riti. Þó því falli hafi reyndar verið aflýst. Continue reading Nahúm 1. kafli
Kólussubréfið 4. kafli
Segið Arkipussi: „Gætið þjónustunnar, sem Drottinn fól þér, og ræktu hana vel.“
Kólussubréfið endar á beiðni um fyrirbæn og upptalningu á leiðtogum í kristna samfélaginu. Onesímus er m.a. talinn up, en talað er um hann sem þræl Fílemons í samnefndu bréfi. Þá er nefndur Markús, frændi Barnabasar og ýmsir fleiri góðir. Lagt er til að bréfið verði einnig lesið í söfnuðinum í Laódíkeu og nefnt að e.t.v. sé ástæða fyrir söfnuðinn í Kólussu, að hlusta á bréfið til Laódíkeu. Continue reading Kólussubréfið 4. kafli
Kólussubréfið 3. kafli
Að segja skilið við hið jarðbundna er ekki forsenda lífs okkar í Kristi, heldur afleiðing þess að eiga trúna á Krist.
Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. … Continue reading Kólussubréfið 3. kafli
Kólussubréfið 2. kafli
Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds. Continue reading Kólussubréfið 2. kafli
Kólussubréfið 1. kafli
Kólussubréfið er oftast nær talið skrifað af Páli meðan hann sat í fangelsi. Þó hafa komið fram hugmyndir um að áhersla bréfsins á Jesú Krist sem frumburð sköpunarinnar og forsendu alls sem er, rými ekki endilega að fullu við guðfræðiáherslur Páls í þeim bréfum sem talin eru án vafa skrifuð af honum. Þannig telja sumir að bréfinu sé ætlað að gagnrýna gnósisma sem náði ekki fótfestu fyrr en á annarri öld og því sé ómögulegt að Páll sé höfundurinn. Hitt er þó vert að nefna að Kólussuborg, varð jarðskjálfta að bráð 61 e.Kr. og alls ekki víst að borgin hafi verið í byggð á annarri öld.
Jesaja 66. kafli
Sögu Ísraelsþjóðarinnar er hér í lokakaflanum líkt við fæðingarhríðir. Ísraelsþjóðin mun fæða af sér réttlæti fyrir allar þjóðir.
Eins og móðir huggar barn sitt,
eins mun ég hugga yður,
í Jerúsalem verðið þér huggaðir. Continue reading Jesaja 66. kafli
Jesaja 65. kafli
Það var óljóst hver ég var í 63. kaflanum, en hér er það alveg skýrt. Það er Guð sem talar hér, Guð sem birtist mönnum ítrekað.
Ég sagði: „Hér er ég, hér er ég,“
við þjóð sem ákallaði ekki nafn mitt. Continue reading Jesaja 65. kafli
Jesaja 64. kafli
Ef allir gætu bara séð verk Guðs, ekki bara þeir sem trúa á hann, þá væri allt betra. Continue reading Jesaja 64. kafli
Jesaja 63. kafli
Lesturinn hefst á því sem oftast er talið samtal spámannsins og Guðs, þar sem spámaðurinn varpar fram spurningum og Guð svarar. Hins vegar má eins vera að ég samtalsins sé Ísraelsþjóðin sem hefur hjálpræðið og hefur mátt þola mótlæti og þurft að standa hjálparlaus. Continue reading Jesaja 63. kafli
Jesaja 62. kafli
Áhersla þriðja Jesaja á útvíkkað hlutverk Ísraelsþjóðarinnar er áhugaverð. Í stað þess að Ísraelsþjóðin sé viðfang elsku Guðs, þá hefur hún fengið hlutverk sem fyrirmynd meðal þjóða. Boðberi endurlausnarinnar fyrir allar þjóðir. Continue reading Jesaja 62. kafli
Jesaja 61. kafli
Andi Drottins er yfir mér
því að Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu,
boða föngum lausn
og fjötruðum frelsi,… Continue reading Jesaja 61. kafli
Jesaja 60. kafli
Vonin birtist á ný í Spádómsbók Jesaja. Þrátt fyrir allt, þá mun Ísraelsþjóðin verða miðpunktur alheimsins. Gullið og reykelsin sem berast frá fjarlægum löndum munu verða tákn um nýja tíma. Vegsemd Ísraelsþjóðarinnar mun felst í virðingu og velsæld. Continue reading Jesaja 60. kafli