Rithöfundurinn Bruce McMillan heimsótti Cassingham Elementary School í dag. Skólastjórinn hringdi í mig í morgun og skyldi eftir skilaboð hvort mig langaði ekki að vera viðstaddur og spjalla við manninn. Svo ég mætti.
Continue reading Hænur eru hermikrákur
Author: Halldór Guðmundsson
Eigintíðni
Ég er reyndar bara fávís guðfræðinemi, en er ekki yfirleitt talað um eigintíðni? Eitthvað segir mér að “meðsveiflun” sé fremur undarlegt hugtak.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.
Sigur í LutherBowl
Nú um helgina fór fram hið árlega flag-football mót guðfræðiskóla á austurströnd Bandaríkjanna, Luther Bowl, en mótið er haldið árlega í Gettysburg, Pennsylvania. Að þessu sinni mættu átta skólar til leiks, fjórir lútherskir, tveir með tengsl við ensku biskupakirkjuna, einn kalvínskur auk Wesley Theological Seminary (WTS). Er óhætt að segja að mótið hafi þannig endurspeglað framtíð “mainline” kirkjudeilda í BNA, eða alla vega leiðtoga þeirra. Hvert lið spilaði þrjá leiki eftir ákveðnu kerfi, sem leiddi til þess að eina liðið sem sigraði alla sína leiki stóð uppi sem sigurvegari.
What would Jesus Drive?
Stjórnarskrárbreytingar
Þrátt fyrir að demókratar hafi sótt mjög á í dag, er ekki víst að dregið hafi úr krafti “hinna sannkristnu” hér í “fyrirheitna” landinu. Líklega er hægt að halda því fram repúblikarnir hafi brugðist hinum “kristnu” fremur en að líberalisminn hafi haldið innreið sína. Þetta má sjá m.a. í því að íbúar sjö ríkja samþykktu að breyta stjórnarskrá sinni í dag og skilgreina nú hjónaband sem samband karls og konu (og ekkert annað). Reyndar virðast Arizonabúar hafa felt breytinguna í áttunda ríkinu þar sem breytingin var lögð fyrir.
Continue reading Stjórnarskrárbreytingar
Kosningahvatinn
Kosningaþátttaka í BNA er mjög merkilegt fyrirbæri. Í landi lýðræðisins fer þátttakan vart upp fyrir 50%. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Ein er sú að flæði fólks um landið er mikið. Þrátt fyrir þá mýtu að Bandaríkjamenn ferðist ekki út fyrir fylkið sitt, þá flytur það fram og tilbaka. Þannig var Kevin kunningi minn ekki viss um hvort hann nennti á kjörstað í dag, nýfluttur yfir landið þvert og síðustu mánuðir hafa farið í annað en að velta fyrir sér muninum á SmokeLessOhio og SmokeFreeOhio.
Vingltrúarflokkurinn Frjálslyndir
Í málefnahandbók Frjálslynda flokksins sem er nýkominn út segir (feitletranir eru mínar):
Stutt í kosningar
Það þarf ekki að rýna lengi í síðustu kannanir fyrir kosningarnar á þriðjudaginn hér í OHIO til að sjá að Bandaríkjamönnum er nóg boðið. Ríkið sem færði Bush forsetaembættið 2004, virðist hafa breytt um stefnu svo um munar. Þannig leiðir fulltrúi demókrata til Ríkisstjóra, kapphlaupið með 36% mun skv. nýjustu könnun Dispatch.
Áhugavert innlegg og nokkur ekki
Svanur Sigurbjörnsson skrifar ágæta umfjöllun um Vinaleiðina á Vantrú.is þar sem hann einangrar umræðuna við spurninguna hvort trúarlegt starf eigi heima í grunnskólum. Þar sem ég persónulega tel mjög mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað (bý í BNA), þá hrósaði ég honum fyrir að losa umræðuna undan trúboðsdeilum og fullyrðingum um almennt vanhæfi presta og djákna. Það verður hins vegar að segjast að viðbrögð sumra ummælamanna Vantrúar hafi komið óþægilega á óvart.
Trúarhugmyndir sem “static” eða “dynamic”
Ég er yfir mig hrifinn af stimplunum. Ég lít svo á að með því að búa til flokka og skipta fólki niður sé ég að gera mér lífið auðveldara. Eina vandamálið er að stimplanir eru fremur flóknar í framkvæmd. Sér í lagi þar sem einstaklingar eru iðulega ósáttir við stimplanna sem þeim eru gefnir og síðan hitt að hugtökin sem notuð eru við stimplunina eru oft á tíðum gildishlaðin. Þannig er stimplunarárátta mín algjörlega ónothæf í öllum samskiptum, því fæstir samþykkja flokkun mína og auk þess veldur hún því að ég nálgast fólk út frá stimplunum sem ég gef þeim og rekst þannig stundum á veggi.
Continue reading Trúarhugmyndir sem “static” eða “dynamic”
Skemmtileg hugmynd
Síðan Joe Apology er snilldar nálgun á veruleikann. Ég þakka Kim ábendinguna!
Meira af gleðiefni
14. mál Kirkjuþings var samþykkt. Það merkir að “nú” skipar ráðherra ekki lengur sóknarpresta heldur er það innanhúsmál kirkjunnar. Þessu er ástæða til að fagna.
Trúartæknar
Ein af hættulegustu villum kirkjunnar er að einoka trúarlífið. Þegar kirkjan færist frá því að vera samfélag trúaðra og verður þess í stað stofnun með fjölda trúartækna í vinnu, þá er þessi hætta e.t.v. hvað mest. Hættan felst m.a. í því að trúartæknarnir taka yfir svið trúarinnar í þjóðfélaginu og almenningur verður neytendur. Þar sem trúin hefur marga snertifleti í daglega lífinu, þarf sífellt fleiri trúartækna til að dekka mannlega tilveru, svo ekki reyni á trú neytendanna.
Continue reading Trúartæknar
Orðanotkun
Um þessar mundir er mikið rætt á vefnum um Vinaleiðina. Mér finnst mikilvægt að koma að smá innleggi um orðanotkun. Hér er notast við hugtök eins og viðtöl, spjall, samtöl, sálgæslu, meðferð, meðferðarviðtöl og sálgæsluviðtöl. Ég geri ekki kröfu um að áhugafólk um samskipti hafi muninn á öllu þessu á hreinu. Ekki hef ég það. Hitt er ljóst að það er mjög óæskilegt að sérfræðingar smætti hugtök eins og sálgæsla til þess að styrkja röksemdafærslu sína.
Gleðiefni
Aðilar að samkomulaginu lýsa yfir því í lok þess að sú eignaafhending og árleg greiðsla sem á sér stað með samkomulagi þessu sé fullnaðaruppgjör milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna allra prestssetra og hvorugur aðili eigi kröfu á hendur hinum vegna þeirra. (kirkjan.is, 20. október 2006)
Það er sérstök ástæða til að fagna að óljósum tengslum ríkisins og kirkjunnar hvað varðar eignir og jarðir skuli nú vera frá. Þetta hlítur að vera gleðiefni öllum þeim sem telja að skil á milli ríkisvalds og kirkju skuli vera sem skýrust.
Hlutverk djáknans
Ég lenti í áhugaverðum samræðum eftir Kirkjusögutíma í morgun. Umræðuefni tímans var bók rómversk-katólsks kardinála um mismundi “kirkjumódel”. Ég tjáði mig mjög ákveðið í tímanum um þjónsmódelið í bókinni og mótmælti fullyrðingu bókarinnar um að þetta ákveðna módel skorti Biblíulega undirstöðu og benti á nokkra grundvallandi texta módelinu til stuðnings. En hvað um það. Að lokinni kennslustund tók ég, kennarinn og ágætur samnemandi minn á tal saman og ég sagði þeim að ég væri vígður djákni í lúthersku kirkjunni og hefði því skoðað grunn þessa módels nokkuð.
Trúarjátningarprófið
Trúarjátningarprófið á Vantrú er tær snilld og algjörlega ómissandi innlegg í umræður um trúmál. Með fullri virðingu fyrir þeim Vantrúarköppum þá er þetta líklega það flottasta sem ég hef séð til þeirra.
Til hamingju!
Vandi kirkjunnar
Arnold bendir á í ummælum við Trúarjátningarprófið á Vantrú að e.t.v. sé bilið milli guðfræðinnar og almennings (jafnvel kirkjunnar) of breytt. Þannig hafi hugtök í trúarjátningunni aðra merkingu í dag, en þegar hún var rituð s.s. heilagur. Þannig sé játningin heilög almenn kirkja í engu samræmi við hugmyndir höfunda játningarinnar og þann kirkjuskilning sem lútherska kirkjan aðhyllist. Heilagur sem einhvers konar fullkomlega góður, sem virðist vera skilningur margra á orðinu (sbr. prédikun Hildar Eir um Kárahnjúka) gerir kirkjuna í játningunni að einhverju allt öðru en hún er.
Continue reading Vandi kirkjunnar
Egyptar samtímans
Í tíma í Gamla testamentisfræðum fyrir helgi varð nokkur umræða um grein eftir Norður amerískan frumbyggja, Robert Warrior, sem hafnar því að Exodus sé lesinn sem frelsunarsaga, enda sé enginn frelsun fólginn í meðferð Kananíta. Í tengslum við þessa umræðu var komið inn á orðanotkun í tengslum við BNA sem land frelsisins og hvernig þjóðin liti á sjálfa sig sem Guðs útvöldu þjóð. Mér varð á að segja að Evrópa væri greinilega Egyptaland, enda hefðu pílagrímarnir á leið til BNA komið þaðan og við hefðum sent gyðingana aftur til Ísrael. Mér þótti ég augljóslega nokkuð klár, enda líkingin viðeigandi.
Fermingar
Líklega er merkilegasta innleggið um stöðu fermingarinnar á þessum síðustu tímum heimasíðan www.ferming.is. Ég held að við þurfum að íhuga stöðu okkar í kirkjunni. Eða er okkur e.t.v. alveg sama?