Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Nikódemus skyldi að það var eitthvað að. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera í musterinu, staðnum sem margir trúðu að væri heimili Guðs. Hann hafði líklega heyrt af aðgerðum Jesús, þar sem hann réðst að sölumennskunni og sjálfhverfu trúarlegra yfirvalda. Kannski hafði hann séð Gallup-könnun sem sýndi 33% traust í garð trúarlegra stjórnvalda, kannski hafði hann séð til kynferðisglæpamanna sem notuðu trúfélög til að fela illverkin sín. Kannski hafði hann setið ótal námskeið og ráðstefnur um SVÓT-greiningar og hvernig hægt er að nota bókhaldstæknilegar aðferðir til að marka framtíðarsýn. Kannski hafði hann meira að segja velt fyrir sér samfélagsmiðlun. Continue reading Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Hefur þú tíma?

Þessir þankar voru skrifaðir fyrir KSS fund í desember 1998 og hafa verið lagfærðir með tilliti til málfars og aukins þroska og endurskrifaðir að hluta.

“Það sem mest er um vert í lífinu,” sagði maðurinn, “er að komast áfram, að verða eitthvað, að eiga eitthvað. Sá sem kemst vel áfram, sá sem verður eitthvað meira og eignast meira en aðrir fær allt annað eins og af sjálfu sér, vináttu, ást, heiður og svo framvegis. Þú álítur að þér þyki vænt um vini þína? Við skulum athuga það svolítið nánar.” Grámennið blés nokkrum núllum út í loftið. Mómó dró bera fótleggina inn undir pilsið sitt og reyndi af fremsta megni að skríða inn í stóra jakkann sinn.
Continue reading Hefur þú tíma?

Jóhannesarguðspjall 1. kafli

Jóhannesarguðspjall er fyrsta guðspjallið sem ég glími við í þessum blogglestri. Áður en við hellum okkur í textann er rétt að taka fram að Jóhannesarguðspjall er yngst af guðspjöllunum fjórum. Það er kannski auðveldast að sjá með því að líta á upphaf hvers Guðspjalls fyrir sig. Við sjáum nefnilega glöggt hvernig staða Jesús þróast í hugum kristinna þegar líður á. Elsta guðspjallið, Markús, horfir til skírnar Jesús þegar hann er um þrítugt og markar hana í einhverjum skilningi sem komu Messíasar (meira um það í umfjöllun minni um Markús), Matteus og Lúkas eru uppteknir af því að Jesús hafi verið Messías strax frá fæðingu (nú eða getnaði öllu heldur). Jóhannes stígur hins vegar skrefinu lengra og heldur því fram að:

Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Continue reading Jóhannesarguðspjall 1. kafli

Frelsi fyrir aðra

Hugleiðing á æskulýðsdaginn 1999, flutt í Háteigskirkju. Lítillega lagfærð með tilliti til málfars og þroska.

Narcissus var eitt af goðum grísku goðafræðinnar og fallegasta vera sem nokkurn tímann hafði lifað. Goðið Echo varð ástfangið af Narcissusi og og gerði allt til að vinna ástir hans. Echo var hins vegar svo ólánsöm að á hana höfðu verið lögð álög. Það eina sem hún gat sagt var bergmál þess sem hún heyrði. Þegar Echo ætlaði að tjá Narcissusi ást sína, var það eina sem hún gat gert að endurtaka orð Narcissusar. Narcissus datt ekki í hug að eitthvað væri að hjá Echo, hélt að hún væri að gera att í sér með því að endurtaka allt sem hann sagði og gekk í burtu. Continue reading Frelsi fyrir aðra

Júdasarbréf

Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf

Að lesa Biblíuna

Það er ekki auðvelt að lesa Biblíuna. Þegar við setjumst niður með bókina þá eru nefnilega ótal gleraugu sem við getum notað. Þannig hljótum við alltaf að leitast við að skilja hvað höfundurinn er að reyna að segja með því sem hún/hann skrifar. Slíkt kallar okkur til að finna út allt sem hægt er um höfundinn, aðstæður hans/hennar, hjúskaparstöðu, menningarumhverfi, aldur og fyrri störf. Þegar kemur að Biblíunni þá eru þessar upplýsingar í besta falli brotakenndar og oftast ekki til staðar. Continue reading Að lesa Biblíuna

Afskipti ráðherra

Það er átakanlegt að lesa um skýrslu ríkisendurskoðunar um uppgjör við áfanga- og meðferðarheimili. Þessi klausa úr frétt Morgunblaðsins (Dökk skýrsla um Árbótarmálið – mbl.is) er sér í lagi sár.

Ríkisendurskoðun segir að inn í samningsferli ráðuneytisins og Árbótar, þar sem var rekið meðferðarheimili, hafi blandast „augljós afskipti einstakra þingmanna Norðausturkjördæmis, m.a. fjármálaráðherra. Telja verður að þau afskipti hafi að einhverju leyti veitt málinu úr faglegum farvegi og inn í hreinar samningaviðræður um bætur til heimilisins,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bent er á tölvupósta ráðherra í þessu sambandi.

Í einhverjum löndum væri misnotkun ráðherravalds og inngrip í ákvarðanatöku á þennan hátt kallað klíkuskapur og upp kæmu kröfur um afsögn. En á Íslandi á það auðvitað ekki við, því við gerum þetta öll þegar tækifæri gefst.

Rutarbók 4. kafli

Ekki aðeins gátu tengdamæðgurnar leitað hjálpar fjölskyldunnar í 3. kafla. Í 4. kaflanum heyrum við að þær áttu jarðskika sem þær höfðu ekki aðgang að, líklega vegna stöðu sinnar sem ekkjur. Til að gefa þeim kost á lífi og réttindum fer því Bóas þá leið að taka sér Rut sem eiginkonu og gefa þeim, Naomi og Rut, tækifæri til að njóta réttar síns og nýta skikann sem með réttu var þeirra. Continue reading Rutarbók 4. kafli

Rutarbók 3. kafli

Í þriðja kaflanum sjáum við nýja Naomi. Sjálfsásökunin og stoltið eða kannski öllu fremur sú tilfinning að vera einskis verð, vera ‘failure’ virðist horfin. Hún upplifir það ekki lengur sem minnkun að leita réttar síns, fara fram á þá aðstoð sem henni ber. Naomi sendir Rut á fund Bóasar og til að óska eftir að líf þeirra tengdamæðgna verði reist við. Continue reading Rutarbók 3. kafli

Icesave í samhengi

Guðmundur Andri Thorsson (Vísir – Hengiflugið eða vegurinn) útskýrir um hvað Icesave snýst á mjög einfaldan og skiljanlegan hátt. Ég tek reyndar ekki undir hræðslu hans um dómstólaleiðina, enda helvítishótanir alltaf leiðinlegar. Þá sleppir hann því að stjórnvöld sem við kusum höfðu yfir að skipa eftirlitsstofnun sem hafði það hlutverk að fylgjast með hegðun bankanna og gaf þeim grænt ljós á innrásina í Bretland og Holland. Ekki nefnir hann heldur ferðalög ráðherrana okkar um Evrópu vorið 2008, til að sannfæra stjórnvöld á meginlandinu um að allt væri í lagi. En hann bendir á þetta: Continue reading Icesave í samhengi

Strákakristindómur

Ég tilheyri kvennastétt, ég er djákni. Vígðir djáknar í þjóðkirkjunni eru 40, þar af eru 5 karlmenn, ég, einn þeirra.

Fyrir nokkrum misserum fór ég eins og stundum áður á félagsfund Djáknafélags Íslands og hitti vinkonur mínar í félaginu. Ein þeirra vatt sér upp að mér og hóf að segja mér frá starfinu í Vatnaskógi. Continue reading Strákakristindómur

Rutarbók 1. kafli

Ég hyggst byrja lesturinn á bókinni um Rut, sem var bæði sönn og góð. Alla vega ef eitthvað er að marka sunnudagaskólasöngva. Bókin byrjar af krafti, enda stutt. Við höfum þjóð sem er stýrt af dómurum og er að ganga í gegnum efnahagshrun. Það er hungursneyð og fjögurra manna fjölskylda, faðir, móðirin Naomi og tveir synir pakka saman og flytja úr landi. Þetta er allt í fyrsta versinu. Continue reading Rutarbók 1. kafli

Lestur

Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn. Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar. Nick bendir á að þegar lestri alls ritsins lýkur sé líkast til komin tími til að byrja upp á nýtt og sjá hvernig hugsanir hans hafa mótast yfir tíma.

Ég hef því sett upp á iSpeculate.net flokkinn “Lestur” sem fyrsta skrefið í því að feta í fótspor Nick. Ég hyggst skrifa viðbrögð mín við lestrinum á íslensku og stefni að því að skrifa reglulega (að því gefnu að ég gefi mér tíma til að lesa reglulega). Líkt og Nick hyggst ég ekki leggja ofuráherslu á fræðilega nálgun. Þá mun ég ekki lesa rit Biblíunnar í þeirri röð sem þau birtast, heldur taka fyrir eitt rit í senn, næstum af handahófi.

Interesting Article: America’s Biggest Brain Magnets

Newgeography.com has an interesting article addressing where college graduates are locating themselves in the US. New Orleans makes the first place, most likely more due to a shift in population after Katarina, then anything else. The real winner in the 1 million+ category is the area around “The Research Triangle” in North Carolina. It is fun to see Columbus, Ohio in 9th place and also which metro-areas are not on the list. The following paragraph caught my attention:

Conventional theory suggests that the new generation of college graduates will go to the largest, densest places, eschewing, as The Wall Street Journal put it snidely, their parent’s McMansions for small abodes in the inner city. Yet the ACS numbers indicate that, overall, college migrants tend to choose less dense places. In the two years we covered, the growth rate in urban areas with lower urban area densities (2,500 per square mile) boasted a 5% increase in college-educated residents, compared with roughly 3.5% for areas twice as dense.

See further on: America’s Biggest Brain Magnets | Newgeography.com.

It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek

Donald E. Meek takes it personally. Celtophiles (59) and plastic surgeons (190) are stealing his cultural heritage and religion. The elements that make him what he is. Meek’s account of the events are scholarly based, witty, ironic, and at times his anger is quite visible. His humor is wonderful, and from time to time, I laughed out loud, as I read through his description of contemporary Celtic Christianity. At one time I put the library book aside, grabbed my computer and ordered my own copy from amazon.com, thinking that this was one of the text books I had to own.

Yes, I liked Meek’s book, his meekness in the introductory chapter, his way of confronting the contemporary Celtic Christianity and the way he stands up against what he considers to be a theft of his own personal identity. Continue reading It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek

How Facebook Killed the Church

Sure, Millennials will report that the “reason” they are leaving the church is due to its perceived hypocrisy or shallowness. My argument is that while this might be the proximate cause the more distal cause is social computing. Already connected Millennials have the luxury to kick the church to the curb. This is the position of strength that other generations did not have. We fussed about the church but, at the end of the day, you went to stay connected. For us, church was Facebook!

via Experimental Theology: How Facebook Killed the Church.

Risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum

Flutt á Sæludögum í Vatnaskógi og í námskeiði um prédikunarfræði við Háskóla Íslands einhvern tímann á síðustu öld. Lítillega lagfært með tilliti til málfars og þroska.

Fyrir nokkrum árum var ég að tala við fáeina unglinga og það kom til tals hvernig Guð væri.

„Ég held að Guð sé gamall karl með skegg,“ sagði einn.  „Guð er allt,“ sagði annar. „Guð er svona einhvers konar þoka,“ „Guð er þetta,“ „Guð er hitt“ og „Guð er fyrir mér,“ sagði ein stelpan, „Guð er fyrir mér risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum.“ Continue reading Risastór ljósblár bangsi með bleikt hjarta á maganum