„Nútímavæðing“ islam

This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam

2. Mósebók 20. kafli

Guð ávarpar lýðinn með lögum fyrir samfélagið allt, líkt og Jetró hafði bent á að væri mikilvægt að koma á sem fyrst. Lögin eru skýr og hafa á einn eða annan hátt verið notuð til rökstuðnings lagasetningum um allan heim síðan þetta var. Sér í lagi á síðustu 1700 árum. Það eru til fjölmargar leiðir til að skipta upp lögunum, en mig langar að skipta þeim upp í þrjá hluta. Continue reading 2. Mósebók 20. kafli

2. Mósebók 19. kafli

Nú er komið að því að regluverkið verði sett. Undirbúningnum er lýst skilmerkilega. Móse mun ganga ásamt Aroni upp á fjallið og sækja grunnlögin, en fyrst þarf söfnuðurinn að undirbúa sig undir nýja tíma. Undirbúningurinn felst í hreinsun, hreinum klæðnaði og því að halda sig frá kynlífi í nokkra daga. Enginn má ganga á fjallið, né snerta það. Aðeins Móse og Aron geta gengið til móts við Guð á fjallinu. Aðrir sem slíkt reyna verða teknir af lífi. Continue reading 2. Mósebók 19. kafli

2. Mósebók 18. kafli

Tengdafaðir Móse heimsækir tjaldbúð Ísraelsþjóðarinnar í þessum kafla sem fjallar um mikilvægi þess að góður stjórnandi deili verkefnum og sé ekki með puttana í smámálum, enda hægi það á ákvarðanatöku og gangi fram af öllum. Ekki bara leiðtoganum sem þarf að skipta sér af öllu, heldur líka þeim sem þurfa endalaust að bíða eftir úrlausn sinna mála.

Continue reading 2. Mósebók 18. kafli

2. Mósebók 17. kafli

Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli

2. Mósebók 16. kafli

YHWH reddar vatni í eyðimörkinni, en það stoppar ekki hringingarnar í 113. Það er óþolandi að búa við óöryggi.

Þá möglaði allur söfnuður Ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni og sagði við þá: „Betra væri okkur að við hefðum fallið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi þegar við sátum við kjötkatlana, þegar við átum okkur södd af brauði. En þið hafið leitt okkur út í þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan söfnuð farast úr hungri.“

Söfnuðurinn er með öllu ósjálfbjarga í nýjum aðstæðum og möglið er óstöðvandi. Guð sendir lynghænsn, gefur þeim vatn og brauð eins og hver þarf. Móse segir þeim að taka bara það sem þau þurfa og ekkert meir, en auðvitað eru einhverjir sem taka meira en þeim ber. Það gerist ekki bara í eyðimörkinni.

Á sama hátt gaf YHWH þeim tvöfalt einn dag vikunnar, svo þau héldu hvíldardaginn heilagan, en það voru að sjálfsögðu einhverjir sem reyndu að afla sér extra sjöunda daginn.

Það er á margan hátt magnað og merkilegt að lesa 3-4000 ára frásagnir um væl og græðgi, hræðsluna við breytingar og hegðun tækifærissinna. En hvað um það, ástandið í eyðimörkinni stóð í 40 ár. Þannig að sjálfsagt hafa margir í lokin sagt, en þetta hefur alltaf verið svona!

2. Mósebók 12. kafli

Það er nýtt upphaf framundan. Þetta nýja upphaf markast af páskahátíðinni. Hátíð þar sem lambi er slátrað og etið í flýti. En fyrst og fremst er páskahátíðinni ætlað að vera minningardagur eða hátíð þar sem þess er minnst þegar YHWH, hlífði söfnuði Ísraels en gaf Egypta dauðanum á vald. Continue reading 2. Mósebók 12. kafli

2. Mósebók 11. kafli

Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.

Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.

2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli