3. Mósebók 4. kafli

Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli

3. Mósebók 3. kafli

Áfram er fjallað um fórnargjafir, að þessu sinni heillafórnir. Það virðist vera að þegar um heillafórnir sé að ræða séu það aðeins mörin og innyflin sem séu brennd, blóðið sé látið leka úr dýrinu en ekki er útskýrt hvað verður um afganginn af kjötinu. Það er enda aðeins eitt sem fær okkur til að gefa meira en sektarkennd og skömm. Það er vonin um að öðlast eitthvað gott. Continue reading 3. Mósebók 3. kafli

3. Mósebók 1. kafli

Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli

Viðaukar við Daníelsbók

Viðaukar við Daníelsbók er eitt af apókrýfuritum Gamla testamentisins. Ég fjalla e.t.v. seinna um hvaða aprókýfurit eru í íslensku kristnihátíðarþýðingunni af Biblíunni og af hverju, en að þessu sinni mun ég beina sjónum mínum að Viðaukunum við Daníelsbók. Continue reading Viðaukar við Daníelsbók

Daníelsbók 11. kafli

Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu.  Continue reading Daníelsbók 11. kafli

Daníelsbók 9. kafli

Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli

Daníelsbók 7. kafli

Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli

Daníelsbók 6. kafli

Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins.  Continue reading Daníelsbók 6. kafli

Daníelsbók 5. kafli

Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli

Daníelsbók 4. kafli

Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar.  Continue reading Daníelsbók 4. kafli