Frederick Schmidt writes about theological education in the article:Is It Time to Write the Eulogy?: The Future of Seminary Education. It contains various interesting and important topics, but this part caught my attention. Continue reading The Future of Pastoral Education
Tag: theology
Að lesa flókna texta
Næsta rit Biblíunnar sem ég ætla að blogga er Genesis eða 1. Mósebók. Það er líklega flóknasta rit Biblíunnar fyrir margar sakir. Ritið er ofið saman úr margvíslegum textum frá mismunandi tímum, sem margir höfðu varðveist í munnlegri geymd jafnvel um aldir. Það eru margar leiðir til að greiða ritið í sundur, sú þekktasta er að greina ritið í J, E og P þræði. J stendur fyrir Jahve eða öllu heldur YHWH, Guð Ísraelsmanna sem gengur úti í kvöldsvalanum í Eden. E stendur fyrir Elohim, Guð alsherjar sem skapar allt og hefur tilhneigingu til að horfa á heiminn úr fjarlægð, Guð sem Bette Midler syngur um í laginu “From a Distance.” Loks stendur P fyrir texta sem eiga líkast til uppruna sinn hjá prestastétt gyðinga í herleiðingunni í Babylóníu. Continue reading Að lesa flókna texta
Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Jæja, það er ekki nóg með að Pétur sé yfirleitt úti á þekju. Hann hleypur líka hægar en lærisveinninn sem Jesús elskaði. Hversu mikið “diss” er það að koma því að í mestseldu bók heims að félagi þinn hlaupi hægar en þú. Ef ég hef haft minnstu efasemdir um að lærisveinninn sem Jesús elskaði hafi komið að ritun Jóhannesarguðspjalls, þá eru þær efasemdir ekki lengur til staðar. Vá, þú ert að fara að tala um upprisu Jesú Krists, stærsta viðburð sögunnar og byrjar á því að tala um að þú hlaupir hraðar en félagi þinn Pétur. Djíí, ég verð að segja að þetta toppar eiginlega allt, nema kannski þá upprisuna sjálfa. Continue reading Jóhannesarguðspjall 20. kafli
Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt. Continue reading Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist taka ákveðna stöðu með Kalvín og útvalningarkenningu hans í 13. kaflanum (nú eða þá að Kalvín leiti í 13. kaflann til stuðnings sínum hugmyndum). Öllu og öllum er ákvörðuð stund og hlutverk. Frjáls vilji virðist ekki til í hlutverkum Júdasar, Jesús eða jafnvel Péturs. Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist sjá atburðarásina sem fyrirfram skrifað handrit af himnum. Þar sem hann situr og rifjar upp atburðina 50 árum áður, þá virðist allt passa saman. Jesús vissi, Júdas vissi og Pétur hefði átt að vita en var alltaf svolítið seinn. Continue reading Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Jóhannesarguðspjall 1. kafli
Jóhannesarguðspjall er fyrsta guðspjallið sem ég glími við í þessum blogglestri. Áður en við hellum okkur í textann er rétt að taka fram að Jóhannesarguðspjall er yngst af guðspjöllunum fjórum. Það er kannski auðveldast að sjá með því að líta á upphaf hvers Guðspjalls fyrir sig. Við sjáum nefnilega glöggt hvernig staða Jesús þróast í hugum kristinna þegar líður á. Elsta guðspjallið, Markús, horfir til skírnar Jesús þegar hann er um þrítugt og markar hana í einhverjum skilningi sem komu Messíasar (meira um það í umfjöllun minni um Markús), Matteus og Lúkas eru uppteknir af því að Jesús hafi verið Messías strax frá fæðingu (nú eða getnaði öllu heldur). Jóhannes stígur hins vegar skrefinu lengra og heldur því fram að:
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Continue reading Jóhannesarguðspjall 1. kafli
Að lesa Biblíuna
Það er ekki auðvelt að lesa Biblíuna. Þegar við setjumst niður með bókina þá eru nefnilega ótal gleraugu sem við getum notað. Þannig hljótum við alltaf að leitast við að skilja hvað höfundurinn er að reyna að segja með því sem hún/hann skrifar. Slíkt kallar okkur til að finna út allt sem hægt er um höfundinn, aðstæður hans/hennar, hjúskaparstöðu, menningarumhverfi, aldur og fyrri störf. Þegar kemur að Biblíunni þá eru þessar upplýsingar í besta falli brotakenndar og oftast ekki til staðar. Continue reading Að lesa Biblíuna
Strákakristindómur
Ég tilheyri kvennastétt, ég er djákni. Vígðir djáknar í þjóðkirkjunni eru 40, þar af eru 5 karlmenn, ég, einn þeirra.
Fyrir nokkrum misserum fór ég eins og stundum áður á félagsfund Djáknafélags Íslands og hitti vinkonur mínar í félaginu. Ein þeirra vatt sér upp að mér og hóf að segja mér frá starfinu í Vatnaskógi. Continue reading Strákakristindómur
It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek
Donald E. Meek takes it personally. Celtophiles (59) and plastic surgeons (190) are stealing his cultural heritage and religion. The elements that make him what he is. Meek’s account of the events are scholarly based, witty, ironic, and at times his anger is quite visible. His humor is wonderful, and from time to time, I laughed out loud, as I read through his description of contemporary Celtic Christianity. At one time I put the library book aside, grabbed my computer and ordered my own copy from amazon.com, thinking that this was one of the text books I had to own.
Yes, I liked Meek’s book, his meekness in the introductory chapter, his way of confronting the contemporary Celtic Christianity and the way he stands up against what he considers to be a theft of his own personal identity. Continue reading It is personal: About The Quest for Celtic Christianity by D.E. Meek
A new status and vangaveltur.net
I am now back in the US, after 15 days in Iceland were I met all kinds of fun and interesting people. More importantly I got a F2 visa in the US embassy in Reykjavik. It is kind of awkward that the interview I had to go to, took approx. 2 minutes, and contained two questions. “How is your wife doing in her studies?” and “Did you study in the US?” I answered both questions very thoroughly and explained how I tried to find a job while on OPT but did not succeed. I had the feeling that both the question were just an attempt to be polite, because the employee actually said that they had already decided to accept my application. Continue reading A new status and vangaveltur.net
Landvistarleyfið og vangaveltur.net
Þegar þetta er skrifað er ég kominn aftur til BNA eftir rúmlega tveggja vikna dvöl á Íslandi, þar sem ég hitti fjölmargt skemmtilegt fólk og það sem ekki er síður um vert, fékk F2 vegabréfsáritun hjá bandaríska sendiráðinu. Það hljómar reyndar næstum fáránlegt en viðtalið sem ég þurfti að fara í tók varla 2 mínútur, en starfsmaður sendiráðsins spurði hvernig konunni miðaði í náminu, og hvort ég hefði ekki verið í námi í BNA sjálfur. Ég svaraði báðum spurningum fremur ítarlega og útskýrði að ég hefði ætlað mér að starfa á OPT eftir námið en ekki fundið vinnu, en ég hafði samt á tilfinningunni að starfsmanninum væri næstum sama um það, enda sagði konan eitthvað á þá leið að það væri nú þegar búið að samþykkja umsóknina. Continue reading Landvistarleyfið og vangaveltur.net
Trúarjátning af gefnu tilefni
Ég trúi á Guð sem krýpur við hlið þess þreytta og þjáða og reisir við, lyftir upp. Ég trúi á Guð sem tekur sér stöðu við hlið þess sem viðurkennir vanmátt sinn og gefur kraft hinum sjúka.
Ég trúi ekki á guð sem hefur sérstaka velþóknun á hinum sterku, veitir þeim einum blessun sem standa upprétt vegna eigin afreka.
Guð sem blessar aðeins þau sem standa upprétt og horfa hátt, er guð þeirra sem völdin hafa, guð kúgunar og ógnar, guð haturs og misréttis, ég afneita slíkum guði.
Smáhik við lestur góðrar greinar
Í annars frábærri grein Dr. Gunnars Kristjánssonar um stöðu kirkjunnar á Íslandi, þá bindur hann væntingar sínar um framtíðina sterkum böndum við þjóðkirkjuhugmyndir Schleiermachers. Continue reading Smáhik við lestur góðrar greinar
Umhyggja, vonbrigði og reiði
Þankar vegna skrifa formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 4. september 2010.
Margir hafa tjáð sig um málefni þjóðkirkjunnar síðustu vikur, margt gott hefur verið sagt, og annað miður fallegt látið fjúka. Þegar formaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs í dag, ásakaði fréttamenn um annarlegar kenndir og minnti okkur sum með óbeinum hætti á ógeðfellt samtal Davíðs Oddssonar og Ólafs Skúlasonar um að athygli fjölmiðla væri eðli málsins samkvæmt alltaf tímabundin, þá fannst mér tímabært að leggja orð í belg.
Continue reading Umhyggja, vonbrigði og reiði
A mixed up (and messed up) understanding
It is useful here to make a distinction between confidentiality and secrecy. A commitment to secrecy is a commitment never, under any circumstance, to share the information in question. This commitment on the part of the priest is inherent in a sacramental confession. Confidentiality, on the other hand, means holding information in trust and sharing it only in the interest of the person involved — with their permission, or in order to seek consultation with another professional, or in order to protect others from being harmed. The ethic of confidentiality is intended to assist people in getting help for their problems; it is not intended to prevent people from being held accountable for their harmful actions or to keep them from getting the help they need. Continue reading A mixed up (and messed up) understanding
The Archives of Redeemer Lutheran
A site containing Pastor Al Debelak’s sermons, good Bible Study material, and a wonderful lectures by Mark Powell on Lutherans and the Bible.
Confidentiality in the Church
From the article Confidentiality in the Church: What the Pastor Knows and Tells, by D. Elizabeth Audette.
A recent survey I conducted of 300 Congregational clergy and laity uncovered some assumptions about confidentiality. No members of the group articulated ecclesial or theological grounds for their assumptions. Continue reading Confidentiality in the Church
I lift up my eyes to the hills
It is sometimes annoying being a student of theology. One of the devastating moments in my studies was addressing Psalm 121, and learning that the original meaning is NOT that God’s comes from the hill to save us. The reason we lift our eyes to the hills, is that the heathens live there, and we are afraid they are coming to get us.
This completely ruins the reading of this text in the context of Vatnaskogur Summercamp. How often have I thought about hill “Kambur” and its beauty when I have read this text.
Gospel as a threat
As I looked through my stuff, there are lot of interesting things that might as well go here on ispeculate.net. When taking a class about Urban Ministry in Detroit, I attended few lectures by Dr. James W. (Jim) Perkinson. Dr. Perkinson was in his lectures focused on the reading of the Bible as a response to the Empire. Continue reading Gospel as a threat