Trúarjátning af gefnu tilefni

Ég trúi á Guð sem krýpur við hlið þess þreytta og þjáða og reisir við, lyftir upp. Ég trúi á Guð sem tekur sér stöðu við hlið þess sem viðurkennir vanmátt sinn og gefur kraft hinum sjúka.

Ég trúi ekki á guð sem hefur sérstaka velþóknun á hinum sterku, veitir þeim einum blessun sem standa upprétt vegna eigin afreka.

Guð sem blessar aðeins þau sem standa upprétt og horfa hátt, er guð þeirra sem völdin hafa, guð kúgunar og ógnar, guð haturs og misréttis, ég afneita slíkum guði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.