Hér fáum við aðra ættartölu 1. Mósebókar. Þeir eru til sem nota þessar tölur til að reikna nákvæmlega út ártalið sem Guð skapaði heiminn. Þeir eru til sem halda að hér sé verið að lýsa með mikilli nákvæmni uppruna allra þjóða. Þeir hinir sömu eru á villigötum. Meðan ég man, það verður ekki heimsendir 21. maí 2011 og ástæðan er ekki að verkfræðingurinn hafi reiknað vitlaust, heldur einfaldlega sú að dæmið sem hann er að glíma við er ekki til. Continue reading 1. Mósebók 10. kafli
Tag: politics
1. Mósebók 9. kafli
Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli
Ríkisábyrgðir og rangar þýðingar
Það er góð regla að hafa sig hægan þegar æsingurinn stendur sem hæst. Mig langaði samt að halda því til haga hér að fullyrðing um að ríkinu sé ekki heimilt að gangast í ábyrgðir fyrir innistæðutryggingasjóði er byggð á rangri þýðingu úr ensku. Ríkinu er óheimilt að gangast í ábyrgðir fyrir einstakar lánastofnanir eða banka skv. setningunni sem oft er vísað til af “nei”-fólki.
Hins vegar á þessi setning ekki við um tryggingasjóðinn sem Icesave málið snýst víst um. Enda er það þekkt í Evrópu að ríkið eða Seðlabankar séu í ábyrgðum fyrir tryggingasjóðina. Til að útskýra í hverju munurinn á þessu tvennu felst, þá er ríkinu óheimilt að veita einni ákveðinni lánastofnun fyrirgreiðslu í formi ríkisábyrgða, enda getur slíkt leitt til mismununar, sbr. gagnrýni íslensku bankanna fyrir hrun á Íbúðalánasjóð. Hins vegar er ekkert sem segir að ríkið geti ekki staðið á bak við tryggingasjóð sem tryggir jafnræði á markaði.
1. Mósebók 5. kafli
Nú er komið að fyrstu ættartölu Biblíunnar og það vekur athygli að allir urðu þeir fremur gamlir sem nefndir eru. Ég hef alltaf verið skotinn í hugmyndinni að talan sem nefnd sé, eigi við mánuði (tungl) en ekki ár (sól). Það hins vegar gengur vart upp þegar haft er í huga að þá var Kenan um 6,5 árs þegar hann átti sitt fyrsta barn. Continue reading 1. Mósebók 5. kafli
Bishop reflects on “the Draft”
In 1962, when Willie Rotter was about to graduate from seminary, President Fendt handed him an envelope. “What’s this?” he asked? “Your first call,” replied Fendt. That’s how it was done. You went where they told you. End of conversation.
It has been interesting to see the candidacy process in ELCA during the time I have stayed in the US. Bishop Mike Rinehart in the Gulf Coast Synods writes an interesting blog about “the Draft” in Chicago. The blog is here: From the Seminary to the Parish | Connections.
via Stephen Zeller’s Facebook Wall.
Jóhannesarguðspjall 5. kafli
Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hæstaréttardómararnir sem skrifuðu ályktunina um Stjórnlagaþingskosningarnar á Íslandi hafi verið staddir við laugina Betesda hjá Sauðahliðinu í Jerúsalem fyrir 1980 árum síðan. Viðbrögðin eru alla vega kunnugleg. Continue reading Jóhannesarguðspjall 5. kafli
Jóhannesarguðspjall 2. kafli
Hvenær er minn tími kominn?
Þegar ég les um brúðkaupið í Kana er tvennt sem togast á í huga mér. Mikilvægi þess að þekkja tíma sinn og stöðu, vita hvenær á að bregðast við og hvenær ekki. Continue reading Jóhannesarguðspjall 2. kafli
Ræðismenn Íslands
Ég ákvað að taka mig til og setja upp á kort, hvar ræðismenn Íslands í BNA hafa skrifstofur. Enda aldrei að vita hvenær þarf að heimsækja einn slíkan.
Annars er pdf skjal Utanríkisráðuneytisins frá maí 2010 hér.
Afskipti ráðherra
Það er átakanlegt að lesa um skýrslu ríkisendurskoðunar um uppgjör við áfanga- og meðferðarheimili. Þessi klausa úr frétt Morgunblaðsins (Dökk skýrsla um Árbótarmálið – mbl.is) er sér í lagi sár.
Ríkisendurskoðun segir að inn í samningsferli ráðuneytisins og Árbótar, þar sem var rekið meðferðarheimili, hafi blandast „augljós afskipti einstakra þingmanna Norðausturkjördæmis, m.a. fjármálaráðherra. Telja verður að þau afskipti hafi að einhverju leyti veitt málinu úr faglegum farvegi og inn í hreinar samningaviðræður um bætur til heimilisins,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bent er á tölvupósta ráðherra í þessu sambandi.
Í einhverjum löndum væri misnotkun ráðherravalds og inngrip í ákvarðanatöku á þennan hátt kallað klíkuskapur og upp kæmu kröfur um afsögn. En á Íslandi á það auðvitað ekki við, því við gerum þetta öll þegar tækifæri gefst.
Icesave í samhengi
Guðmundur Andri Thorsson (Vísir – Hengiflugið eða vegurinn) útskýrir um hvað Icesave snýst á mjög einfaldan og skiljanlegan hátt. Ég tek reyndar ekki undir hræðslu hans um dómstólaleiðina, enda helvítishótanir alltaf leiðinlegar. Þá sleppir hann því að stjórnvöld sem við kusum höfðu yfir að skipa eftirlitsstofnun sem hafði það hlutverk að fylgjast með hegðun bankanna og gaf þeim grænt ljós á innrásina í Bretland og Holland. Ekki nefnir hann heldur ferðalög ráðherrana okkar um Evrópu vorið 2008, til að sannfæra stjórnvöld á meginlandinu um að allt væri í lagi. En hann bendir á þetta: Continue reading Icesave í samhengi
Embættisgengi enn á ný
Á nokkurra ára fresti velti ég fyrir mér hvað mig vantar upp á til að hljóta embættisgengi til prests í íslensku þjóðkirkjunni. Lagagreinin um skilyrði til embættisgengis hljóðar svona:
Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands. Continue reading Embættisgengi enn á ný
Veldið og mergðin
Í voru sóttu þekktir stjórnmálaheimspekingar Antonio Negri og Michael Hardt Ísland heim, en Hardt og Negri eru þekktir fyrir bækur sínar Empire 2000 og Multitude 2004. Nöfn þessara bóka mætti þýða með „Veldi“ og „Mergð“ og hafa þessi tvö hugtök einkennt mjög málflutning þessara tveggja áhugaverðu fræðimanna.
Sigríður Guðmarsdóttir bendir á tvær áhugaverðar bækur í pistlinum Guðfræði mergðarinnar á trú.is. Ég setti inn hlekki á bækurnar í tilvísuninni.
Stjórnalagaþingsklúðrið og “Nýja Ísland”
Hvernig er það eiginlega? Það eru framkvæmdar kosningar á Íslandi. Framkvæmdinni er verulega ábótavant. Nokkrir einstaklingar kæra framkvæmdina þar sem hún var ekki í samræmi við lög (og þeim mislíkaði niðurstaðan). Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að lögum hafi ekki verið fylgt og ógildir kosninguna. Núna keppast stjórnmálamenn og bloggarar við að skammast í kærendum og Hæstarétti, eins og þeir beri sök. Continue reading Stjórnalagaþingsklúðrið og “Nýja Ísland”
Church’s Evolution
Christianity started out in Palestine as a fellowship. Then it moved to Greece and became a philosophy, then it went to Rome and became an institution, and then it went to Europe and became a government. Finally it came to America where we made it an enterprise.
This quote is said to be by Richard Halverson and I borrowed it from Kim Conway’s Facebook wall. Intriguing indeed, but lacking for sure.
Skuldir íslensku bankanna í samhengi
Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot.
Sagði í frétt Morgunblaðsins 15. september síðastliðin. Svona tölur eru að sjálfsögðu vitagagnslausar og segja fátt, ef ekki er hægt að finna þeim samhengi. En það er þó ljóst að tölurnar eru gífurlega háar. Continue reading Skuldir íslensku bankanna í samhengi
Stutt athugasemd um aðalnámskrá
Strax í upphafi er rétt að taka fram að ég hef ekki lesið nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í heild og vel má vera að um gott plagg sé að ræða. Athygli mín var hins vegar vakin á öðrum kaflanum þar sem gerð er grein fyrir hugtakinu almenn menntun. Þar er haldið á lofti fullyrðingum um eldri skilgreiningar á almennri menntun og án þess að ég sé sagnfræðingur eða sérfræðingur í menntunarfræðum get ég fullyrt að svona framsettar fullyrðingar yrðu seint samþykktar sem vitneskja á Wikipedia.
Þannig kemur fram einstaklega barnaleg söguskoðun og grunnur skilningur á miðaldasamfélaginu og stöðu kirkjunnar á miðöldum í Evrópu. Það að setja svona inn í nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er fráleitt, nema ef ætlunin sé að námskráin endurspegli hugmyndaheim grunnskólaritgerða.
Svo ég útskýri mál mitt frekar. Í aðalnámskránni er sagt:
Miðaldakirkjan skilgreindi almenna menntun í Evrópu á miðöldum út frá sínum þörfum, …
Og er þessi fullyrðing notuð til að sýna hversu mjög hugmyndir um almenna menntun hefur breyst því að á:
21. öld er almenn menntun skilgreind út frá samfélagslegum þörfum og út frá þörfum einstaklinganna.
Gallinn við þessa framsetningu er auðvitað tvenns konar. Fyrir það fyrsta var einstaklingshyggja upplýsingarinnar óþekkt á miðöldum þannig að réttilega hefur sú áhersla bæst við (í orði að minnsta kosti). En það sem meira er um vert, kirkjan var sá samfélagslegi veruleiki sem allir bjuggu við og mótaði samfélagið. Almenn menntun á miðöldum tók því mið af samfélagslegum þörfum á sama hátt og nú er, en í stað fyrirtækjastyrktra kennslustofa og ríkismiðaðra námsferla, voru samfélagslegu þarfirnar skilgreindar af kirkjunni, enda stærsta og öflugasta samfélagslega stofnunin á þeim tíma.
Nú er ekki svo að ég telji að kirkjan eigi að hafa þetta hlutverk í dag, fjarri fer því, en það er einfaldlega barnalegt að halda því fram að grunnmarkmið almennrar menntunar hafi breyst svo mjög, þ.e. hvað varðar það hlutverk að uppfylla samfélagslegar þarfir.
Vissulega getur verið að höfundur sé einvörðungu að benda á að samfélagslegar þarfir á miðöldum hafi verið skilgreindar af kirkjunni en í dag séu samfélagslegar þarfir “raunverulegar” samfélagslegar þarfir. En það lýsir ekki bara barnaskap heldur hroka, og kallar á upplýsingar í námskránni um hvaða stofnanir og samfélagshópar móta hvaða samfélagslegar þarfir almenn menntun í dag á að mæta.
Þegar opinberir aðilar skrifa stefnumótandi gögn er gífurlega mikilvægt að slík gögn séu gagnrýnd ítarlega til að takast á við og greina rómantískar ranghugmyndir, hvort sem um er að ræða “illu miðaldakirkjuna” eða “kristilegan menningararf íslendinga.” Ef þrátt fyrir allt er ákveðið er að notast við slíkar hugmyndir þarf að gera það á faglegan hátt, þannig að hægt sé að leita í heimildir fyrir hugmyndunum.
Ég er ekki viss um að sagnfræðikennarinn minn í MR hefði orðið sáttur við vinnubrögðin ef ég hefði sett fram fullyrðingar um almenna menntun yfirstétta til forna og kirkjumiðlæga menntun á miðöldum á þann hátt sem gert er í drögum að námskránni sem honum ber að fylgja.
Meira af tillögum Mannréttindaráðs
Það er jákvætt að sjá lagfærðar tillögur Mannréttindaráðs sem voru kynntar í byrjun nóvember, en þar hefur verið tekið tillit til mjög margra ef ekki allra málefnalegra ábendinga sem fram komu vegna upphaflegu tillagnanna, sér í lagi varðandi framsetningu og orðalag. Continue reading Meira af tillögum Mannréttindaráðs
Réttlaus
Þegar þessi færsla birtist, 26. október, er ég án réttarstöðu í Bandaríkjunum og rétt í þann mund að lenda á Toronto Pearson International Airport á leið til Íslands. Ég ákvað að taka saman á einn stað helstu upplýsingar um reynslu mína af landvistarreglum í BNA. Annars vegar fyrir sjálfan mig og hins vegar ef fjölskylda/vinir hefur áhuga á að setja sig inn í málið. Continue reading Réttlaus
Out of Status
When this is published on October 26, I am just about to land at Toronto Pearson International Airport on my way to Iceland. being officially without a status in the USA. I decided to write this blog to gather in one place informations about my recent experiences, and in case some friends and/or family are interested in what has actually been going on in my visa-status adventure. Continue reading Out of Status
Þetta er alvöru
Fyrir nokkrum mánuðum, næstum ári var ég að lesa mér til um kirkjulegt starf með ungu fólki og rakst á sögu frá Bandaríkjunum sem hafði veruleg áhrif á mig. Þannig var að móðir kom mjög æst til fundar við æskulýðsfulltrúann og prestinn í kirkjunni sinni. Hún hafði verulegar áhyggjur af syni sínum á háskólaaldri og taldi það sök kirkjunnar. Presturinn og æskulýðsfulltrúinn ákváðu að kalla soninn til fundarins til að fá botn í málið. Continue reading Þetta er alvöru