Markúsarguðspjall 11. kafli

Að koma fram sem sá sem valdið hefur, kýrios er gríska orðið í 3. versinu, er það sem einkennir þessa frásögn. Fyrir nokkrum árum var ég mjög upptekinn af því að valdið er í höndum þess sem tekur sér það. Í umræðum við samnemendur mína í Trinity Lutheran Seminary, sagði ég oft „Claim Your Authority“. Í þessum kafla mætum við Jesú sem hefur valdið, eða öllu fremur tekur sér valdið.  Continue reading Markúsarguðspjall 11. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

Markúsarguðspjall 7. kafli

Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli

Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli

2. Mósebók 27. kafli

Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli

2. Mósebók 19. kafli

Nú er komið að því að regluverkið verði sett. Undirbúningnum er lýst skilmerkilega. Móse mun ganga ásamt Aroni upp á fjallið og sækja grunnlögin, en fyrst þarf söfnuðurinn að undirbúa sig undir nýja tíma. Undirbúningurinn felst í hreinsun, hreinum klæðnaði og því að halda sig frá kynlífi í nokkra daga. Enginn má ganga á fjallið, né snerta það. Aðeins Móse og Aron geta gengið til móts við Guð á fjallinu. Aðrir sem slíkt reyna verða teknir af lífi. Continue reading 2. Mósebók 19. kafli

2. Mósebók 18. kafli

Tengdafaðir Móse heimsækir tjaldbúð Ísraelsþjóðarinnar í þessum kafla sem fjallar um mikilvægi þess að góður stjórnandi deili verkefnum og sé ekki með puttana í smámálum, enda hægi það á ákvarðanatöku og gangi fram af öllum. Ekki bara leiðtoganum sem þarf að skipta sér af öllu, heldur líka þeim sem þurfa endalaust að bíða eftir úrlausn sinna mála.

Continue reading 2. Mósebók 18. kafli

2. Mósebók 11. kafli

Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.

Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.

2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli