Er hægt að kaupa vellíðan?

Grein Steindórs J. Erlingssonar í tímariti Félagsráðgjafafélagsins er til umfjöllunar í Smugunni í dag. Steindór gagnrýnir í grein sinni ofuráherslu geðlæknasamfélagsins á kenningar um að flestir geðrænir kvillar stafi af efnaójafnvægi í heila. Í greininni á Smugunni er komið stuttlega inn á pólítískar afleiðingar þessara hugmynda.

„ef við setjum mannlega þjáningu, eymd og sorg inn í lífvísindareiknilíkan,þá er engin ástæða til að breyta samfélagsgerðinni, því að okkur nægir að koma reglu á taugaboðefnin“

Hér er hægt er að nálgast grein Steindórs í heild.

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Community Writing

When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

1. Mósebók 37. kafli

Það einkennir “hetjur” Gamla testamentisins, a.m.k. hetjur fyrstu Mósebókar að þær eru ekki beinlínis skemmtilegir karakterar. Þannig er sjálfhverfa Jósefs eins og henni er lýst í fyrri hluta þessa kafla fremur óþolandi. Enda finnst jafnvel föður hans nóg um. Það er jafnvel nefnt að hann hafi baktalað þá bræður sína sem hann hékk þó mest með. Continue reading 1. Mósebók 37. kafli

1. Mósebók 34. kafli

Það er framinn glæpur. Dinu, dóttur Jakobs er nauðgað og við lesum í kaflanum um viðbrögð fjölskyldu hennar og ekki síður tilraunir fjölskyldu ofbeldismannsins til að fela glæpinn. Umgjörðin er vel þekkt, við sjáum svona fréttir á hverjum degi. Afsakanir ofbeldismannanna eru enn í dag þær sömu og áður, hvort sem er í fjarlægum löndum eða á útihátið um verslunarmannahelgina. Continue reading 1. Mósebók 34. kafli

1. Mósebók 32. kafli

Enn á ný sjáum við hvernig ákveðin svæði/staðir/brunnar fá nafn og eru með beinum hætti tengdir við sögu Hebrea. Þannig hefur 1. Mósebók í einhverjum skilningi gildi sem kröfugerð á þá brunna og það land sem afkomendur Abrahams grafa eða ná á sitt vald þegar þeir koma sér fyrir í fyrirheitna landinu. Continue reading 1. Mósebók 32. kafli

1. Mósebók 31. kafli

Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi. Continue reading 1. Mósebók 31. kafli

1. Mósebók 29. kafli

Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.

1. Mósebók 28. kafli

Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli

Góð umfjöllun um kvótakerfið

Ragnar Þór Pétursson skrifar hreint ágæta grein um kvótakerfið í samhengi hrunsins, Maurildi: Ranglæti x ranglæti = réttlæti?.

Í stað þess að ala á hatri og andúð til þess eins að við þurfum ekki að horfast í augu við eigin bresti á að gagna djarft til verks og finna hin raunverulegu fórnarlömb rangláts kvótakerfis. Það eru sjávarbyggðir og íbúar þeirra. Það er fólkið sem tapað hefur tilverugrundvelli vegna þess að útgerðarmenn voru gráðugir og stjórnmálamenn voru misvitrir. Það eru hinir ungu sem ekki komast inn í greinina vegna þess að kvótinn er svo dýr. Og hugsanlega einhverjir fleiri.

En það eru ekki kunningjar mínir sem gráta nú jepplinginn og fellihýsið – og vilja fá arð af kvótakerfinu til að halda áfram að fjármagna eigin neyslu.

 

1. Mósebók 27. kafli

Persónur Gamla testamentisins minna um sumt á norræn goð eða gríska guði. Það er stundum sagt að fólk hafi ánægju af sápuóperum um ríka fólkið, nú eða slúðurfréttum um þeim frægu, fyrst og fremst vegna þarfarinnar fyrir að við séum öll í sama bát. Þegar Victoria Beckham segir strákunum sínum að “steinhalda kjafti og fylgjast með á fótboltavellinum,” þá vitum við að hún er mannleg eins og við. Continue reading 1. Mósebók 27. kafli

1. Mósebók 25. kafli

Gamli karlinn er ekki dauður úr öllum æðum og tekur sér nýja konu eftir að Ísak gengur að eiga Rebekku. Hann eignast nokkurn slatta af drengjum með nýju konunni en svo virðist sem að þeir hafi verið að mestu réttlausir. Það er áhugavert að nýja konan er nefnd á nafn en síðan tekið fram að Abraham hafi einnig átt börn með hjákonum sínum. Öllum þessum börnum var haldið frá ættarauðnum sem rann óskiptur til Ísaks. Continue reading 1. Mósebók 25. kafli

1. Mósebók 24. kafli

Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli

1. Mósebók 23. kafli

Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.