Þjóðirnar sem lifa í kringum Ísrael munu hverfa samkvæmt spádómum Jesaja, en þrátt fyrir að Jerúsalem verði rústir einar mun Ísrael verða reist við á ný. Continue reading Jesaja 27. kafli
Tag: hrunið
Jesaja 25. kafli
Að lokinni heimsendaspá 24. kaflans hefst lofsöngurinn. Í kjölfar hörmunga þá upplifum við Guð á nýjan hátt. Guð sem brýtur niður „hallir hrokafullra“ en lofsöngurinn um Guð er sunginn… Continue reading Jesaja 25. kafli
Jesaja 24. kafli
Heimsendalýsing Jesaja er hrein og bein. Sömu örlög bíða allra. Continue reading Jesaja 24. kafli
Jesaja 23. kafli
Sýn Jesaja nær lengra en margra annarra spámanna Gamla testamentisins. Hann sér allan hin þekkta heim sem viðfangsefni Guðs Ísraelsþjóðarinnar. Stefið er áfram um stórveldin sem rísa og hnigna, hann vísar til Tarsis og Sídon, Kanverja og Kaldea. Allar þjóðir eiga sinn blómatíma áður en hrunið kemur og það kemur.
Jesaja 22. kafli
Fall Jerúsalem var fyrirséð, þegar Guð kallaði til iðrunar var ekki hlustað. Continue reading Jesaja 22. kafli
Jesaja 20. kafli
Assýríukonungur mun ekki láta duga að taka norðurríkið í herferð sinni í lok 8. aldar. Jesaja bendir löndum sínum á að flótti til Egyptalands sé til einskis. Assýríukonungur muni ráðast þangað.
Viðrar vel til loftárása
http://vimeo.com/12256355
It was during Nato’s bombing of Yugoslavia in 1999. A weather reporter at the National Broadcast Television in Iceland said in a sarcastic protest, while talking about the weather around Beograd:
Það viðrar vel til loftárása. (e. it’s a preferable weather for airstrikes)
This statement was used later as the name for a song by Sigur Rós. The music video is filmed in Hvalfjörður, approx 50 minutes north of Reykjavik. A painful but mesmerizing story about love and hateful homophobia.
Jesaja 17. kafli
Áherslan hjá Jesaja er ekki fyrst og fremst kallið til iðrunar líkt og hjá Jeremía, heldur sú staðreynd að stórveldi (og smáríki) munu rísa upp, hnigna niður og hverfa. Vissulega spilar inn í þessa hringrás (ef það er rétta orðið) að fólk gleymir Guði, en það er hluti ferilsins. Í uppsveiflunni og á góðæristímanum gleymist Guð, en þegar herðir að þá… Continue reading Jesaja 17. kafli
Jesaja 16. kafli
Upplausn og endalok Móab er Jesaja hugleikin og áhugavert að endalok Móab kemur einnig fyrir í skrifum Jeremía næstum 150 árum síðar. Hér eru rúsínukökur notaðar sem táknmynd hjáguðadýrkunar, en rúsínukökur Móabíta koma við sögu m.a. í Ljóðaljóðunum (á jákvæðan hátt) og í 3. kafla Hósea. Continue reading Jesaja 16. kafli
Jesaja 14. kafli
Upphafið hér virðist ekki í samhengi, framtíðarsýn þar sem Ísraelsmenn munu að nýju setjast að í landi sínu og ríkja yfir þeim sem kúguðu þá áður. Continue reading Jesaja 14. kafli
Jesaja 13. kafli
Jesaja spáir fyrir um hrun Babylon af hendi Meda sem voru á þessum tíma hluti af assýríska heimsveldinu. Lýsingar Jesaja á ofbeldinu eru ljóslifandi og enn á ný vísar hann til þess að allt sem gerist sé vegna reiði Drottins alsherjar. Allt sem gerist, gerist vegna vilja Guðs. Continue reading Jesaja 13. kafli
Jesaja 8. kafli
Þessir Jesaja textar eru líklega þeir torskyldustu af því sem ég hef farið í gegnum til þessa í lestraryfirferðinni minni. Inntakið virðist vera að innrás af hendi Assýríukonungs er yfirvofandi. Continue reading Jesaja 8. kafli
Jesaja 7. kafli
Akasar konungur í Júda óttast innrás, en vill ekki ögra Guði og leita náðar hans. Jesaja lofar tákni um framtíð…
Þess vegna mun Drottinn sjálfur gefa yður tákn. Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Continue reading Jesaja 7. kafli
Jesaja 6. kafli
Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins. Continue reading Jesaja 6. kafli
Jesaja 5. kafli
Guð hefur skapað kjöraðstæður, skapað umhverfi fyrir frábært samfélag en útkoman er önnur.
Hann vonaði að garðurinn bæri vínber
en hann bar muðlinga. Continue reading Jesaja 5. kafli
Jesaja 1. kafli
Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli
Jóel 1. kafli
Jóel Petúelsson skrifar í bundnu máli um hörmungar Ísraelsþjóðarinnar. Hvenær, hvar og hvers vegna þetta er skrifað, liggur e.t.v. ekki ljóst fyrir. Ein kenningin er að þetta sé skrifað sem sögulegt yfirlit e.t.v. frá 3. öld fyrir Krist, upprifjun á þeim hörmungum sem sífellt dynja á þjóðinni sem telur sig útvalda af Guði. Continue reading Jóel 1. kafli
Daníelsbók 9. kafli
Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli
Daníelsbók 5. kafli
Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli
Daníelsbók 1. kafli
Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.