Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli
Tag: crap
1. Mósebók 8. kafli
Böðvar bendir réttilega á í athugasemd við 7. kaflann að nálgun mín á textanum er e.t.v. einhliða. Vissulega er hægt að sjá Nóa sögurnar sem áminningu um að illska mannsins geti orðið óbærileg fyrir Guð. Þannig má lesa sögurnar sem ákall um iðrun og yfirbót, kannski í svipuðum stíl og ræða Jónasar yfir Nínevubúum. Slíkur lestur var mér samt ekki ofarlega í huga, þegar ég las kaflann í gær.
—
En þá að 8. kaflanum. Þegar ég sé fréttamyndir frá flóðasvæðum, þegar ég sé myndir sem félagar mínir tóku á ströndinni í Jacmel, þar sem það leit út fyrir að vatnið væri að ganga á land fáeinum mínútum eftir skjálftann á Haiti, þá velti ég fyrir mér, hvaðan kemur allt þetta vatn og hvert fer það þegar flóðinu sjatnar. Continue reading 1. Mósebók 8. kafli
1. Mósebók 4. kafli
Sagan af Kain og Abel er margþætt. Á persónulegum nótum lýsir hún, öfund og ólund, glímir við reiði, sorg og eftirsjá. En hún er líka saga um spennu á milli akuryrkjusamfélaga með fasta búsetu og hirðingjasamfélaga. Ef til vill á sagan uppruna sinn í akuryrkjusamfélagi með léleg landgæði, sem hrekst frá einum stað á annan. Hugsanlega er hér um að ræða réttlætingu á því að til séu landlaus samfélög. Síðari hluti kaflans gerir síðan grein fyrir tilvist margvíslegra menningarhópa í frjósama hálfmánanum, þar sem í senn er gerð grein fyrir sérkennum þeirra og minnt á að þau eiga sér sameiginlegan uppruna.
Skapaði Guð illgresið?
Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.
Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.
Jóhannesarguðspjall 19. kafli
Pontíus Pílatus er sagður verða hræddur í 19. kaflanum. Heiftin í mannfjöldanum er sögð vera slík að Pontíus gengur inn til Jesús og spyr: “Hvaðan ertu?”
Continue reading Jóhannesarguðspjall 19. kafli
Hvað er sannleikur?
Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.
Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Hvað svo…
Þegar ég les fréttir og lýsingar sjónarvotta í Japan, þá er það spurningin “hvað næst?” sem ég heyri. Hvernig kemst ég heim? Mun ég geta sofið? Hvernig verður á morgun? Hvenær verður næst nýr vinnudagur? Hvernig verður nýja normið? Continue reading Hvað svo…
Neysluviðmiðið
Ég ákvað í dag að gefa mér tíma og skoða reiknivél Velferðarráðuneytisins. Þar fékk ég út með hjálp rsk.is að sameiginlegar tekjur hjóna með tvö börn á grunnskólaaldri þurfi að vera 900 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta til að endar nái saman. Hér tek ég reyndar ekki tillit til barna- og vaxta-/húsaleigubóta, og veit ekki hvort það sé gert í reiknivélinni. Ég efa það reyndar. Continue reading Neysluviðmiðið
Skuldir íslensku bankanna í samhengi
Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot.
Sagði í frétt Morgunblaðsins 15. september síðastliðin. Svona tölur eru að sjálfsögðu vitagagnslausar og segja fátt, ef ekki er hægt að finna þeim samhengi. En það er þó ljóst að tölurnar eru gífurlega háar. Continue reading Skuldir íslensku bankanna í samhengi
Ofbeldismaður í prestastétt
Fyrir nokkrum árum settist ég niður með fyrrverandi eiginkonu kynferðisbrotamanns úr prestastétt á kaffihúsi. Þar sagði hún mér hluta af sögu sinni. Það var lærdómsríkt að heyra hana tala um barnaskap sinn, hvernig hún dýrkaði þennan frábæra mann og trúði honum í einu og öllu. Continue reading Ofbeldismaður í prestastétt
Réttlaus
Þegar þessi færsla birtist, 26. október, er ég án réttarstöðu í Bandaríkjunum og rétt í þann mund að lenda á Toronto Pearson International Airport á leið til Íslands. Ég ákvað að taka saman á einn stað helstu upplýsingar um reynslu mína af landvistarreglum í BNA. Annars vegar fyrir sjálfan mig og hins vegar ef fjölskylda/vinir hefur áhuga á að setja sig inn í málið. Continue reading Réttlaus
Out of Status
When this is published on October 26, I am just about to land at Toronto Pearson International Airport on my way to Iceland. being officially without a status in the USA. I decided to write this blog to gather in one place informations about my recent experiences, and in case some friends and/or family are interested in what has actually been going on in my visa-status adventure. Continue reading Out of Status
Um tölur
Nú hafa samtök fjármálafyrirtækja tekið saman upplýsingar um stöðu skuldara á Íslandi. Ef við gefum okkur að 51% skuldara séu alls 46.395 einstaklingar þá fáum við að skuldarar á Íslandi séu 90.971 talsins, sem gæti rýmað ágætlega við fjölda heimila á Íslandi. Við fáum líka upplýsingar um að:
- 2.384 einstaklingar á aldrinum 18-29 ára séu í vanskilum.
- 3078 einstaklingar á aldrinum 30-39 ára séu í vanskilum.
- 4560 einstaklingar á aldrinum 40-59 ára séu í vanskilum.
- 839 einstaklingar eldri en 60 ára séu í vanskilum.
Vísun á ávarps Geir H. Haarde
Lára Hanna hefur haldið vel utan um myndefni vegna hrunsins á Íslandi.
Svör að gefnu tilefni
Fyrir það fyrsta þá eru skriftir mögulegar í lúthersku kirkjunni. Hins vegar fer slíkt oftast fram í formi syndajátningar í lúthersku kirkjunni. Þau sem hafa heimsótt kirkju rekur e.t.v. minni til orðanna: Continue reading Svör að gefnu tilefni
Organizing Armageddon
The most persistent systemic problem with big international aid efforts, one highlighted in virtually every major study, is that no one is in charge. In a major catastrophe, thousands of high-minded, highly motivated folks pour in from all over the world. Each big agency has its own style and priorities, and each sets up its own supply chain of planes, ships, and trucks. They compete with one another for resources, duplicate one another’s efforts, and generally get in one another’s way.
from Organizing Armageddon: What We Learned From the Haiti Earthquake via Derek Hoven.
What is not mentioned in the article, and is even more catastrophic is the fact that very few of those aid efforts utilize and work with locals, allowing the locals to participate in the decision-making process. This is perhaps best understood by the fact that no Haitian is addressed in the article except for the negative image of a muscular man stalling the Red Cross in their effort to deliver food.
Why We Should Learn the Language of Data
Of course, as anyone with any exposure to statistics knows, correlation is not causation. And individual stories don’t prove anything; when you examine data on the millions of vaccinated kids, even the correlation vanishes.
From Clive Thompson on Why We Should Learn the Language of Data via Derek Hoven.
Nice
Nice is not a Christian virtue.
Brad Binau in Care of Souls class.
I lift up my eyes to the hills
It is sometimes annoying being a student of theology. One of the devastating moments in my studies was addressing Psalm 121, and learning that the original meaning is NOT that God’s comes from the hill to save us. The reason we lift our eyes to the hills, is that the heathens live there, and we are afraid they are coming to get us.
This completely ruins the reading of this text in the context of Vatnaskogur Summercamp. How often have I thought about hill “Kambur” and its beauty when I have read this text.