Svör að gefnu tilefni

Fyrir það fyrsta þá eru skriftir mögulegar í lúthersku kirkjunni. Hins vegar fer slíkt oftast fram í formi syndajátningar í lúthersku kirkjunni. Þau sem hafa heimsótt kirkju rekur e.t.v. minni til orðanna:

Prestur: Játum syndir vorar og lifum í kærleika og sátt við alla menn.

Allir: Ég játa fyrir þér, almáttugi Guð, skapari minn og lausnari, að ég hef margvíslega syndgað í hugsunum, orðum og gjörðum. Fyrirgef mér sakir miskunnar þinnar og leið mig til eilífs lífs til dýrðar nafni þínu.

Prestur: Almáttugur Guð fyrirgefi yður allar syndir, styrki yður og leiði til eilífs lífs fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.

Reynsla Lúther var sú að við erum aldrei meðvituð að fullu um þær syndir sem við drýgjum. Sé ítarleg upptalning á misgjörðum sett sem skilyrði fyrirgefningar Guðs leiði það til samviskukvala sem engum sé til gagns. Þannig sé ekki meginatriði að telja upp hverja og eina synd, heldur iðrast allra misgjörða sinna og leita fyrirgefningar. Þessi sýn dróg verulega úr þörf á einkaskriftum.

Skriftir í einrúmi eru hins vegar ekki útilokaðar í lúthersku kirkjunni, en þar sem þær hafa ekki gildi sem sakramenti (tilskipaðar af Guði) er þagnarskyldan ekki algjör heldur byggð á samviskufrelsi prestsins (Hér stend ég og get ekki annað).

Þagnarskylda presta er aldrei sterkari en það traust sem viðkomandi safnaðarbarn hefur á prestinum. Þannig getur raunveruleg þagnarskylda aldrei byggt á öðru en trausti milli einstaklinga og lagabókstaf sem hamlar þagnarskyldu.

Sú röksemdafærsla Geirs að vilji presta til að fara að lögum dragi úr trausti til presta almennt er að mínu mati röng. Þröngsýni Geirs gæti þvert á móti leitt til minnkandi trausts til prestastéttar almennt, og þannig gengið gegn því sem Geir heldur að hann sé að verja.

Mörk þagnarskyldunnar byggja því alltaf á samviskufrelsi prests og því trausti sem hann byggir upp gagnvart sóknarbarni sínu, nema lög takmarki þagnarskylduna.

Upphaflega skrifað sem athugasemd við færsluna: Um tilgangsleysi allra hluta » Blog Archive » Skriftarstóllinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.