Steinn Steinunnar

Steinn Steinunnar

Í gær gerði ég mér ferð út á Hvalsnes til að mynda legstein Steinunnar Hallgrímsdóttur. En glíma föður hennar við sorgina er eitt af temunum í nýju fermingarfræðsluefni fyrir fermingarnámskeið í Vatnaskógi.

Kirkjurnar á Árnesi

Prestakallið á Árnesi var lagt niður um mitt ár 2002 og nú þjónar sóknarpresturinn á Hólmavík öllum 60 íbúum sóknarinnar. Kirkjurnar eru tvær á Árnesi, sú eldri byggð 1850 og sú síðari 1991. Erfitt er að sjá hvers vegna sú síðari var byggð, en frá prédikunarstóli eldri kirkjunnar sem tekur alla íbúa sóknarinnar í sæti blasir nýja guðshúsið við.

Hvað felst í stöðu?

Undanfarin ár hef ég tekið þátt í þroskandi og áhugaverðum vangaveltum um stöðu starfsmanna kirkjunnar sem þiggja laun sín frá sóknarnefndum og eru ráðnar af þeim. Hvaða reglur gilda um kjör og almenn réttindi slíkra starfsmanna, þarf hver og ein sóknarnefnd að semja óháð öðrum og fleiri slíkar spurningar hafa vaknað. Continue reading Hvað felst í stöðu?

Í tilefni stefnumótunar – Samskot í guðsþjónustum

Það vekur athygli mína að í Stefnumótunarplaggi þjóðkirkjunnar eru samskot talin leið til fjáröflunar. Þannig er fórn guðsþjónustunnar sögð liður í stoðþjónustu kirkjunnar og flokkuð undir liðnum sértekjur og koma hvergi annars staðar fyrir. Þarna tel ég að séu grundvallarmistök á ferðinni. Continue reading Í tilefni stefnumótunar – Samskot í guðsþjónustum

Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I

Ég stóð við moltuhauginn með skófluna í gær þegar góður maður sagði mér að hann þyrfti að heyra í prestinum fljótlega. Það væri ólíðandi hvað þeir væru byrjaðir að tjá sig pólitískt. Þeir yrðu að átta sig á því að í söfnuðinum væri fólk úr öllum flokkum.

Continue reading Í tilefni stefnumótunar – Þankar um kirkjuna mína I