Karla- og kvennahópar

Í grein eftir Justin Dennisson úr Renewal í apríl 1989 bendir hann á að karlmenn vilji fremur hittast í trúarumræðum í karlaklúbbum, heldur en í umhverfi þar sem konur eru líka. Þetta er áhugaverð “staðreynd” þegar við höfum í huga kynjaþátttöku í trúarhópum á Íslandi.

Bróðir Roger fallinn frá

Bróðir Roger, upphafsmaður Taize-reglunnar í Frakklandi er látinn. Óhætt er að segja að líf og starf hans og félaga í Taize reglunni sé eitt af stórvirkjum kirkjusögunnar á 20. öld. Það sameinandi afl sem fólst í lofgjörð og tónlist Taizereglunnar hefur á undanförnum áratugum haft gífurleg áhrif í kirkjustarfi, sér í lagi hjá ungu fólki í Evrópu. Continue reading Bróðir Roger fallinn frá

Baráttan við heimsdrottna myrkursins

Fyrir nokkrum árum, þegar ég var opnari og ferskari en ég var í dag, þá las ég skáldsögu eftir Frank E. Peretti, “Baráttan við heimsdrottna myrkursins“. Sagan fjallar um átök sannkristinna og þá sem frjálslyndari eru. Vissulega bar sagan keim af því að vera skrifuð af bókstafstrúarmanni og sannfæring hans skein sterkt í gegn að hefðbundnar kirkjudeildir væru hluti af herdeild heljar og ynnu ómeðvitað en þó markvisst að því að rífa niður hina sönnu kirkju Krists á jörðu. Continue reading Baráttan við heimsdrottna myrkursins

Ríkisstarfsmenn

Sú fullyrðing að sóknarprestar séu ekki undir hið kirkjulega vald settir, heldur séu embættismenn ríkisins og óháðir kirkjunni, er sársaukafyllri en tárum taki. Þegar svo því er bætt við að sóknarprestar séu einvörðungu háðir ráðherravaldi og þurfi ekki að svara fyrir neinum öðrum þá er mér öllum lokið. Ef málarekstur Sveins Andra og skjólstæðings hans er á einhverjum rökum reistur, sem ég hef ekki lögfræðilegar forsendur til að fullyrða um, þá er ljóst að fullur aðskilnaður ríkis og kirkju er nauðsynlegur núna STRAX!

Úr prédikun

Because Christ is risen, we are free to love the church. I don’t mean the church that gives us warm fuzzies, that embraces us with comfort and love. I mean the real church, the church that fills us with dismay, that robs us of hope, that pursues agendas so contrary to the mind of Christ that we want to despair. That’s the church we are free to love. The church that elects a pope who seems unwilling to address the urgent issues facing church and world. The church in Kansas that seems determined to pit Genesis against evolution instead of recognizing that a literalistic interpretation of Genesis has little to do with the origins and meanings of the traditions in Genesis and the place of creation theology in the proclamation of the gospel. The church that is the ELCA threatening to tear itself apart over the issue of blessing same-sex unions, an issue that is not the gospel which constitutes and unites the church. That is the church which Jesus’ resurrection frees you to love. (Úr prédikun Walter R. Bouman í Gloria Dei Worship Center 18. maí 2005)

Kirkjan er meira en jábræður og -systur. Það er oft gott að hafa það í huga.

Ótrúleg umræða

Nú liggur það fyrir að Birgir vantrúarsinni byggir hugmyndir sínar um sköpunarsöguna á þeirri boðun sem enn er lifandi í huga hans úr sunnudagaskóla. Þannig fullyrðir hann að kirkjan hafi um allar aldir túlkað sköpunarsögu 1. Mósebókar bókstaflega, því þannig nálgaðist að hans mati sr. Árni Pálsson sögurnar í samtali við börn í kringum 1970. Hann reyndar gengur lengra. Hann yfirfærir minningar sínar úr sunnudagaskóla yfir alla presta á 20. öld og fullyrðir að þeir hafi verið sköpunarsinnar. Continue reading Ótrúleg umræða

Óheppni

Fyrsta frásagan í sunnudagaskólaefninu eftir jól, er um flótta Maríu og Jósefs og barns þeirra yfir til Egyptalands. Meginþemað í Barnamessu sem haldinn var 28. desember. Yfirskrift dagsins í bókinni sem börnin fá er hins vegar “Flóttinn frá Egyptalandi”, sem svo illa vill til að er allt annar atburður í Biblíunni. Þetta er óheppni.

Skrifað sem faðir sunnudagaskólabarns.

Formleg tilkynning

Ég tilkynnti sóknarnefnd Grensáskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, að ég væri að öllum líkindum á leið í framhaldsnám í Leikmannafræðum næsta haust. Ég gerði þetta með svo löngum fyrirvara til að nú verði hægt að útbúa skipurit fyrir kirkjuna og kortleggja þarfir safnaðarins fyrir starfsfólk áður en að því kemur að ég segi upp.

Continue reading Formleg tilkynning

Prédikun Karls á nýársdag – breytt fyrirsögn

Ég ber mjög mikla virðingu fyrir Herra Karli Sigurbjörnssyni. Hann virkar á mig sem góður trúmaður, einlægur, þægilegur í samskiptum, skemmtilegur og á allan hátt öðlingur. Hins vegar verð ég að segja að nostalgían vegna heimavinnandi húsmóðurinnar fer svakalega í taugarnar á mér.

Continue reading Prédikun Karls á nýársdag – breytt fyrirsögn