“Here We Stand” – fermingarefni

Nú í marslok kom á markað nýtt fermingarfræðsluefni frá ELCA (Evangelical Lutheran Church in America). Efnið leggur mikið upp úr sjálfsmynd lútherana og nálgast Biblíufræðslu og ferskan og spennandi hátt. Hægt er að fá upplýsingar á vefsíðunni www.herewestandconfirmation.org.

10 thoughts on ““Here We Stand” – fermingarefni”

  1. Áhugavert Elli, sérstaklega ef þeir ætla að vinna með netið, en þó sýnist mér í fljótu bragði vera mjög amerískt efni á ferð. Fermingarfræðslan byggir á þremur þáttum, Fræðum Lúters hinum minni, á Gamla testamentinu og hinu nýja. Við hér á landi höfum allt annan skilning á biblíunni en ameríkanar hafa, og litla hefð í að vinna eins mikið með Biblíuna í fermingarfræðslunni eins og hér virðist vera gert. Skólinn sér jú um biblíufræðsluna amk aðð hluta. En gott að fá svona innlegg því ekki veitir af nýjum hugmyndum um fræðsluefni í fermingarundirbúningnum.

  2. Ég er sammála þér Torfi með amerískar nálganir og áherslur. Þær eru sterkar og svolítið fráhrindandi. Varðandi annan Biblíuskilning þá er ég ekki viss um að hann eigi endilega við um lúthersku kirkjuna í BNA. Þeir hafa verið óhræddir við að gagnrýna sköpunarsinna svo dæmi sé tekið. Það er ljóst að það er þörf á nýjungum í fermingarfræðslu. Reyndar sagði mér starfsmaður hjá Augsborg Fortress í síðustu viku að efnið væri meira tekið fyrir fullorðinsfræðslu, en fermingarfræðslu. En það kemur væntanlega í ljós á næstu tveimur árum hvernig efnið reynist.

  3. Já, ég veit svo sem ekki mikið um lúthersku kirkjuna í USa. Þó hefur alltaf verið mikill forneskjubragur á Missouri-sýnodunni, enda er stutt á milli gamal-lúterskra og íhaldsamra vakningahreyfinga. En eins og ég sagði. Gott væri fyrir kirkjuna að fylgjast með þessu, ekki síst með það fyrir augum að athuga hvernig nota megi netið í fermingarfræðslunni.

  4. Missouri-sýnóðan er enda ekki hluti af starfi ELCA, einmitt vegna píetískra áherslna sem þekkjast nú víðar í lútherskum kirkjum en bara í Ameríku.

  5. Einmitt! En nú að öðru fyrst við erum að spjalla þetta. Hvað finnst þér nú um stöðu deilumála í Garðaprestakalli? Lögmaður Hans Markúsar fullyrðir að biskup sé vanhæfur til að taka á málum, biskupsstofa tekur þátt í aðförinni að presti sem lögmaðurinn kalla einelti af verstu gerð, sendir leynilegan tölvupóst til andstæðinga hans osfrv. Hinn kristlegi kærleikur svífur þarna yfir vötnunum sem sést best á því að sóknarnefndarformaðurinn hótar að skipta um skrár á safnaðarheimilinu og læsa þannig prestinn úti ef hann hypjar sig ekki! Já, það gengur mikið á í kirkjunni, þrátt fyrir að stofnuð hafi verið úrskurðarnefnd til að taka fagmannlega á svona deilumálum. Kannski hefur gleymst að taka á sjálfu vandamálinu sem er biskupsstofa?

  6. Settu endilega upp nýja færslu hérna. Þetta er mjög mikilvæg umræða fyrir kirkjuna – en kannski er öllum sama …

Comments are closed.