Formleg tilkynning

Ég tilkynnti sóknarnefnd Grensáskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, að ég væri að öllum líkindum á leið í framhaldsnám í Leikmannafræðum næsta haust. Ég gerði þetta með svo löngum fyrirvara til að nú verði hægt að útbúa skipurit fyrir kirkjuna og kortleggja þarfir safnaðarins fyrir starfsfólk áður en að því kemur að ég segi upp.

Það liggur því fyrir að stór hluti vinnunnar næstu vikur og mánuði mun felast í hugmyndavinnu í tengslum við langtímauppbyggingu fjárvana safnaðar í borgarsamfélagi. Þegar vinnunni svo lýkur, mun ég að líkindum fara til náms og læra m.a. hvernig byggja á upp fjárvana söfnuð í borgarsamfélagi. Það er nefnilega stundum sem hlutirnir verða fremur öfugsnúnir.

One thought on “Formleg tilkynning”

  1. Til fyrirmyndar! Mér finnst að við sem störfum í kirkjunni eigum að gera þá kröfu til okkar, starfsins vegna, að tilkynna svona breytingar með góðum fyrirvara eins og þú gerir hér.

Comments are closed.