Hiti, hálsbólga og hósti

Veðrið hér í Danmörku hefur ekki verið að gera góða hluti, kalt og meira kalt. Nú sit í upp í rúminu mínu með hita, hálsbólgu og hósta meðan Jenný og Anna Laufey halda niður á Strikið í innkaupaferð.

Ég geri ráð fyrir að nota tímann til að undirbúa hugleiðinguna í Grensáskirkju á sunnudaginn kemur. Tema æskulýðsdagsins er ljósið, notast er við sköpunartexta annars vegar og orð Krists hins vegar um að hann sé ljós heimsins. Ég hef verið að velta fyrir mér að nálgast þetta út frá texta úr Litla prinsinum sem ég birti einhvern tímann hér á vefnum mínum!

One thought on “Hiti, hálsbólga og hósti”

Comments are closed.