Contemporary Anglicanism

Á Matrix-ráðstefnunni sem ég hef fjallað um annars staðar var fjallað nokkuð um andlegheit (spirituality) á Bretlandseyjum og stöðu kirkjunnar í því samhengi. Þannig var komið lítillega inn á guðsmyndina í textum Robbie Williams og trúarheim fólksins sem Nick Hornby skrifar um. Í flugvélinni á leiðinni heim las ég einmitt How To Be Good og þaðan er þetta brot, þegar söguhetjan sér bróður sinn í guðsþjónustu.

My first reaction – and this says something about the state of contemporary Anglicanism, and also why I suspect my new-found enthusiasm for the Church is likely to be short-lived – is to feel terribly sad for him; I really hadn’t known things were this desparate. (How To Be Good, Nick Hornby)

2 thoughts on “Contemporary Anglicanism”

  1. Skemmtileg bók og lýsingin á því hvernig presturinn reyndi að poppa upp predikunina frammi fyrir þessum fámenna og áhugalitla söfnuði er nokkuð góð. Þarna kom hún inn til þess að leita einhverrar dýptar í tilverunni en presturinn hóf ræðuna á tilvitnun í eitthvert dægurlag ef ég man rétt. Svo skömmu síðar fékk söguhetjan, læknirinn, prestinn í heimsókn og óaðvitandi að læknirinn vissi um stöðu sína sagðist presturinn (sem var reyndar hún) vera óánægður með yfirmann sinn!

  2. Varðandi prédikunina þá er það tilraun prestsins til að vera “relevant” og tala inn í samtímann sem á enga samleið með söfnuðinum. Því söfnuðurinn er tilheyrir ekki “þessum samtíma” sem presturinn ávarpar.

Comments are closed.