Merkilegt að vera Framari

Ég hef alltaf haft taugar til Fram, enda mætti ég á nokkrar fótboltaæfingar þar í æsku og dóttir mín er virkur íþróttaskólaiðkandi félagsins. Það er því árlegur gleðitími hjá manni í ágúst, þegar liðið hefur þátttöku í Íslandsmótinu.

Framarar lyftu sér úr botnsætinu í áttunda sæti deildarinnar í kvöld með 2:1 sigri á Grindavík. Ríkharður Daðason kom Fram yfir með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu og Andri Fannar Ottósson bætti um betur sjö mínútum síðar. Grétar Hjartarson minnkaði muninn á 45. mínútu. (Af Mbl.is)