Takturinn hjá deutoro Jesaja er annar en hjá proto Jesaja. Í stað umfjöllunar um yfirvofandi árás, uppgang og niðurlægingu stórþjóða og annarra smærri, þá horfir Deutoro Jesaja til vonarinnar. Þrátt fyrir núverandi ástand, þá á Ísraelsþjóðin framtíð. Continue reading Jesaja 42. kafli
Jesaja 41. kafli
Óttast eigi því að ég er með þér,
vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig, ég hjálpa þér,
ég styð þig með sigrandi hendi minni.
Í minningunni er síðasta línan önnur. „Ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Stóð í Biblíuþýðingunni sem ég notaði sem unglingur. Í ensku NRSV þýðingunni er það „sigrandi hægri hönd minni“. Continue reading Jesaja 41. kafli
Jesaja 40. kafli
Eftir áþján og ógn í valdatíð Hiskía konungs, er komið að rólegri tíð. Ógn frá Assýríukonungi er ekki lengur til staðar. Hiskía er í góðum tengslum við nýjasta stórveldið, Babýlóníu. Skrifum Jesaja Amotssonar (proto Jesaja) er lokið. Það sem nú fylgir eru skrif sem oftast eru kennd við Deutoro Jesaja, skrif sem eiga uppruna sinn í útlegðinni til Babýlóníu sem Jesaja spáði um í 39. kaflanum. Continue reading Jesaja 40. kafli
Jesaja 39. kafli
Hiskía jafnaði sig á veikindunum og við heyrum af því að Babýlóníukonungur sýni Jerúsalem aukin áhuga. Jesaja spáir því að
Sá tími mun koma að allt sem er í húsi þínu og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn. Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að herbergisþjónum Babýloníukonungs.
Leadership and/or Prayer
I have used this video in youth ministry asking the question: “When you pray, are you willing to step up and be an answer to your own prayer?” It can also be used to ask questions about leadership.
Jesaja 38. kafli
Líkt og í 37. kaflanum erum við hér með helgihaldsljóð, eða öllu heldur harmljóð. Umgjörðin eru veikindi Hiskía konungs. Lokaorð ljóðsins eftir harmakveinin eru:
Sá einn sem lifir þakkar þér
eins og ég nú í dag.
Feður munu segja börnum sínum
frá trúfesti þinni.
Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér,
því skulum vér leika á strengi
við hús Drottins
alla ævidaga vora.
Jesaja 37. kafli
Ekkert verður af hernaði gegn Jerúsalem í bili, en Jesaja flytur varnaðarorð frá Guði sem kallast á við Davíðsálm 139, það er sama hvað við hömumst og reynum. Við losnum ekki undan Guði.
Jesaja 36. kafli
Spurningunni um hvort skrif Jesaja eru fréttaskrif eða spádómar er svarað skýrt í lýsingum þessa kafla, sem segir frá því að fulltrúi Assýríukonungs kemur að borgarmúrum Jerúsalem til að fá Hiskía konung til að láta af völdum. Continue reading Jesaja 36. kafli
Jesaja 35. kafli
Eyðingin og vonin kallast á í gegnum texta Jesaja, vissulega er Edóm útrýmt, en
Hinir endurkeyptu Drottins hverfa aftur
og koma fagnandi til Síonar,
eilíf gleði fer fyrir þeim,
fögnuður og gleði fylgja þeim
en sorg og mæða flýja.
Jesaja 34. kafli
Gangið nær, þjóðir, svo að þér heyrið,
hlýðið á, lýðir.
Jörðin heyri og allt sem á henni er,
heimurinn og allt sem í honum býr. Continue reading Jesaja 34. kafli
Sparkhouse
https://www.youtube.com/watch?v=K39G2Hzs21w
Sparkhouse is a part of Augsburg Fortress, the publishing operation of ELCA. Their videos are good, some are fun, other are less fun. Most of them have a sound theology and are very educational.
Their YouTube Channel is https://www.youtube.com/user/wearesparkhouse
Jesaja 33. kafli
Með því að gera gott og lifa vel, Continue reading Jesaja 33. kafli
Jesaja 32. kafli
Það færi ágætlega á því að lesa spádómsbók Jesaja samhliða og í tengslum við Kroníku- og Konungabækur, til þess að sjá betur inn í hvaða aðstæður er talað. Góðæri og eymd skiptast á, þjóðin fær góða konunga og aðra slæma. Eyðimörk verður að aldingarði, Jesaja vísar til skógarins sem hverfur og borga sem hrynja. Stefið hér virðist yfirvofandi hrun borgarveldisins og upprisa sveitasamfélagsins.
Jesaja 31. kafli
Að leita til Egypta lýsir að mati Jesaja vantrú á krafti YHWH, að leita hjálpar annarra þjóða er brot á fyrsta boðorðinu. Það er tilraun til að leita guða þar sem engir eru. Vantraust til Guðs leiðir alltaf til eyðileggingar og hruns.
Guðsþjónusta án altarisgöngu
Hér á eftir er guðsþjónustuform án altarisgöngu og prédikunar, byggt í kringum kyrrð og tónlist frá Taize-klaustrinu í Frakklandi. Hefðbundnir liðir guðsþjónustuformsins eru notaðir að einhverju leiti, þannig er inngöngusálmur, miskunnarbæn, lofgjörð, lexía, pistill og guðspjall, ásamt almennri kirkjubæn og blessun til staðar í forminu.
Jesaja 30. kafli
Enn á ný er mikilvægt að spyrja sig um hlutverk spámannanna í Gamla testamentinu. Hvernig skiljum við samtímasögu Jesaja og hvernig notum við hana til að túlka textann sem við lesum. Hér varar Jesaja við bandalögum sem eru Guði á móti skapi, vísar til samningaviðræðna Ísraelsmanna við Faraó og segir Continue reading Jesaja 30. kafli
Jesaja 29. kafli
Hrun Jerúsalem er óumflýjanleg, enda hefur þjóðin engan skilning á áætlan Guðs. Continue reading Jesaja 29. kafli
Tilviljun? – Vaktu
Tilviljun? is an Icelandic gospel pop band, with ties to YMCA/YWCA in Iceland. The lyrics to this song are taken out of Hallgrimur Petursson (1614-1674) Passion Hymns.
Jesaja 28. kafli
Lýsingarnar eru ekki glæsilegar á leiðtogunum í Samaríu. Þeir eru fyrst og fremst drykkjurútar. Continue reading Jesaja 28. kafli
Say Something
Thinking about how to use together Psalm 32.3-5 and Say Something with Great Big World and Christina Aguilera. Continue reading Say Something