Jesaja 29. kafli

Hrun Jerúsalem er óumflýjanleg, enda hefur þjóðin engan skilning á áætlan Guðs. 

Þetta fólk nálgast mig með munni sínum
og heiðrar mig með vörum sínum
en hjarta þess er mér fjarri
og guðsótti þess er utanaðlærðar mannasetningar.

Réttlætið er samt handan við hörmungarnar.

Þá mun gleði auðmjúkra aukast yfir Drottni
og hinir fátækustu meðal manna
munu fagna yfir Hinum heilaga Ísraels.
Kúgarinn verður ekki lengur til,
skrumarinn líður undir lok,
öllum, sem hyggja á illt, verður tortímt
og þeim sem sakfella menn fyrir rétti,
þeim sem leggja snörur fyrir þann sem áminnir í hliðinu
og vísa hinum saklausa frá með innantómu hjali.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.