Framboð

Í dag uppfyllti ég lokaskilyrðið fyrir því að vera kjörgengur til embættis forseta Íslands. Vegna hvatningar í kringum mig og þar sem styttist í kosningar hefur nú verið útbúin meðmælatexti til að auðvelda stuðningsfólki mínu að safna undirskriftum. Textinn er á þessa leið:

Ella í embættið
Ég tel Halldór Elías Guðmundsson fullfæran til þess að búa á Bessastöðum og starfa á Sóleyjargötu. Hæfileikar Halldórs eru vel nýtanlegir í embætti forseta. Ekki skemmir fyrir að hann er orðinn 35 ára og hefur mikla löngun til þess að verða ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum.

Rétt er að minna stuðningsfólk á að skrá með eigin hendi nafn sitt með prentstöfum, heimilisfang og kennitölu á meðmælabréf.

Flock

Ég ákvað að prófa að notast við Flock-vafrann enda býr hann yfir fjölmörgum tækjum sem mér líkar við, svo sem blogg-publisher. Þetta er fyrstu not mín af publishernum.

Obama til óþurftar

Það er margt sem segja má um forkosningarnar í BNA, en líklegast munu áhrif þeirra á mitt líf ná hámarki í dag. Í gær bárust fréttir um að Obama hyggðist trylla lýðinn í St Johns íþróttahöllinni milli kl. 8:30-10:00 árdegis í dag. Konunni leist ekki á blikuna, enda sá hún fram á mikinn bílastæðavanda þegar hún héldi í skólann. Þess til viðbótar eru börnin veik, svo hún gat ekki lagt af stað snemma þar sem ég þurfti í tíma í morgun. Hún hélt af stað fljótlega eftir að ég kom heim, en þurfti að leggja í næstum hálftíma göngufjarlægð frá skólanum og mætti u.þ.b. hálftíma of seint í tíma. Planið seinnipartinn var að hún keyrði í snatri heim eftir kennslu svo ég yrði einungis 10 mínútum of seinn í tíma síðdegis. Það gengur ekki upp, enda hefur bæst við tímaplanið 30 mínútna ganga konunnar að bílnum. Ef allt fer á besta veg úr því sem komið er, mun ég aðeins mæta 40 mínútum of seint í skólann seinnipartinn að því gefnu að Obama taki ekki upp á því að halda ræður á fleiri stöðum í Columbus í dag.

Predictably Irrational

Ein af grunnforsendum hagfræðinnar frá tíð Adam Smith hefur verið draumurinn um ósýnilegu höndina, markaðurinn myndi leiða okkur frá illu. Reyndar hafa stór högg verið hogginn í þessa hugmynd um að frjáls markaður leiddi til réttrar niðurstöðu, gott dæmi er leikjafræðin. Dan Ariely prófessor við MIT hefur nú gefið út bókina Predictably Irrational, Revised and Expanded Edition: The Hidden Forces That Shape Our Decisions þar sem hann færir rök fyrir því að hugmyndin um rational markað sé í raun irrational.

Í skemmtilegu viðtali á NPR.org í dag sagði hann frá skemmtilegum smárannsóknum sem hann gerði á börnum á Hallowen og benti á fjölmörg dæmi þess að markaðurinn væri gallaður, ekki bara þegar hann á ekki við, heldur jafnvel í verðlagningu á víni og súkkulaði.

Modern eða post-modern

Prófkjör demókrata er ekki einvörðungu spurning um karl eða konu, reynslu eða ferskleika, hvítt eða svart, miðvestrið eða ströndina, lagadeildina í Harvard eða lagadeildina í Yale. Prófkjörið er líklega fyrst og fremst spurning um heimsmynd. Ekki svo að hugmyndir frambjóðendanna tveggja séu svo ólíkar, alls ekki. Ef við lítum til hefðbundina málaflokka þá eru þau sammála um allflest og þó sumir myndu segja Barack lengra til hægri en Hillary, þá er Michelle lengra til vinstri en Bill. Continue reading Modern eða post-modern

Um völd og ábyrgð

Toshiki Toma skrifar ágæta færslu um mannréttindi á bloginu sínu í dag. Eitt af því sem hann tæpir stuttlega á er grundvallarþáttur þegar kemur að umræðu um mannréttindi og fordóma. Atriði sem ég var minntur harkalega á í Detroit. Vissulega eru fordómar oft hvimleiðir og neikvæðir af mörgum sökum. Hins vegar er það ekki fyrr en þeir sem hafa fordóma eru í ráðandi stöðu sem ástandið verður hættulegt. Continue reading Um völd og ábyrgð

Messurýni

Fyrir 7-8 árum tók ungur penni sig til og heimsótti nokkur trúfélög og söfnuði og skrifaði gagnrýni í eitthvert af þeim blöðum sem lifðu þá. Ein af kirkjunum sem voru heimsóttar var einmitt Grensáskirkja og mér er minnistæð umræðan um hversu sárir nokkrir einstaklingar urðu vegna orðalags og ályktana. Það þrátt fyrir að umsögnin hafi í raun verið fremur jákvæð og ábendingarnar réttmætar, sýndu jafnvel óvenjulegt innsæi um heilsufar þeirra sem leiddu helgihaldið. Þessi gagnrýni sem ég finn ekki á vefnum lengur, var á sínum tíma einnig birt á strik.is ef ég man rétt, kallast skemmtilega á við Reggie McNeal, þar sem hann mælir með því að söfnuðir ráði utanaðkomandi fólk, sem er ekki og hefur ekki tengsl við kirkjuna, til að taka þátt í safnaðarstarfinu í tvær til þrjár vikur og greina síðan frá reynslu sinni.

Ég sá að Vésteinn Valgarðsson hefur skrifað um bókina I Sold my Soul on eBay, en þar skrifar slíkur messurýnir um reynslu sína. Ég mæli ekki endilega með Vantrúarmönnum í verkefnið, enda æskilegt að viðkomandi mæti til leiks með sem minnstar fyrirframgefnar skoðanir á verkefninu, en þeir eru vafalaust jafnhæfir til að greina hvað fer fram og mörg okkar sem erum kirkjueigendur.

Lýtalæknar eða líknardeild

Þetta misserið, það síðasta í MALM-náminu, þarf ég að glíma þónokkuð við ecclesiology (guðfræði kirkjunnar) og líklega er það eftir allt fræðiheitið á því sem ég er að gera hér, þó ég nálgist það meira út frá hagnýtri guðfræði en trúfræði, áhersla sem gæti breyst í STM-náminu ef ég tæki fleiri námskeið í trúfræði. Þörf mín fyrir að fara í svona nám vaknaði fyrir alvöru þegar ég var við störf í Grensáskirkju, mig langaði til að læra um það sem ég var að gera þar. Continue reading Lýtalæknar eða líknardeild

Tralfamadore

There were creatures who weren’t anything like machines. They weren’t dependable. They weren’t efficient. They weren’t predictable. They weren’t durable. And these poor creatures were obsessed by the idea that everything that existed had to have a purpose, and that some purposes were higher than others.These creatures spent most of their time trying to find out what their purpose was. And every time they found out what seemed to be a purpose of themselves, the purpose seemed so low that the creatures were filled with disgust and shame.And, rather than serve such a low purpose, the creatures would make a machine to serve it. This left the creatures free to serve higher purposes. But whenever they found a higher purpose, the purpose still wasn’t high enough.

And the machines did everything to expertly that they were finally given the job of finding out what the higher purpose of the creatures could be.

The machines reported in all honesty that the creatures couldn’t really be said to have any purpose at all.

The creatures thereupon began slaying each other, because they hated purposeless things above all else.

And they discovered that they weren’t even very good at slaying. So they turned that job over to the machines, too. And the machines finished up the job in less time than it takes to say, “Tralfamadore.”

By: Kurt Vonnegut from “The Sirens of Titan”

Elska til Guðs

Gestapistill frá Torfa Stefánssyni.

Að öllu jöfnu eyði ég ummælum sem snerta ekki viðkomandi færslu. Þessi skrif Torfa Stefánssonar um að greina á milli elsku Guðs og elsku til Guðs er hins vegar að mínu viti gagnleg og mikilvæg og eru því birt hér.

Ég vil benda ykkur annálslesendum á grein sem Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið í dag, 5. febrúar 2008. Þar gagnrýnir hann með réttu sr. Maríu Ágústsdóttur fyrir fullyrðingu hennar í predikun sem birtist á tru.is, reyndar fyrir nokkur síðan eða í október á síðasta ári. Continue reading Elska til Guðs

Gleði er ofmetin!

Einn af skrautlegum fræðimönnum sem ég hef hitt stuttlega hér í BNA er Israel Galindo. Nýlega sá hann ástæða til að skrifa bloggfærslu sem ég vil halda til haga. Ég vil jafnframt taka fram að vísunin í færsluna hans merkir ekki að ég sé að fullu sammála öllu sem hann heldur fram, en lokaorðin eru sérlega áhugaverð að mínu mati.

Disney uppgötvar “Tween-Agers”

Það er óhætt að segja að innkoma Disney inn á Tweenagers markaðinn hér í Bandaríkjunum sé með gróðavænlegustu ákvörðunum fyrirtækisins undanfarin ár. High School Musical II var þannig stærsta frumsýning kapalstöðvar frá upphafi í ágúst síðastliðinn og Hannah Montana æðið er ekki síðra.

Markhópurinn 9-12 ára stúlkur er því orðinn alvöru afl í hagkerfi Bandaríkjanna. Vissulega höfum við séð tilraunir til að virkja þennan hóp í hagkerfinu áður, en Disney hefur fullkomnað verknaðinn. 

Einfaldur

Eitt af því sem er hvað erfiðast við að stíga út fyrir mörk öryggisins, er að horfast í augu við eigin barnaskap og einfaldleika. Í janúar dvaldi ég í Detroit og var neyddur til að horfast í augu við forréttindi mín og rasisma á algjörlega nýjan hátt. Ég gæti skrifað lærða kafla um ungbarnadauða í fátækrahverfum í BNA, misbeytingu valds af hendi lögreglunnar, spillta stjórnmálamenn, kynþáttamisrétti, sálarmorð á samkynhneigðum og margt fleira sem ég sá með eigin augum þar sem ég heimsótti heilsugæslu, barnaspítala, geðdeildir, skrifstofu borgarstjóra og tók í hendina á einhverjum spilltasta stjórnmálamanni BNA, heimsótti félagsmálaþjónustu, gistiheimili fyrir heimilislausa og ræddi við kirkjugesti og presta í jafnt svörtum og hvítum kirkjum í þessu ríkasta landi heims. Ég var enda reiður fyrstu fjóra dagana, ég kallaði samnemendur mína fífl, fyrir að taka þátt í svona samfélagi og bregðast ekki við. Ég benti þeim á að ungbarnadauði í Detroit væri sjö sinnum meiri en í mínu heimalandi, ég hneykslaðist á misskiptingunni í skólakerfinu sem við heyrðum um frá skólastjórum almenningsskóla í borginni og svo mætti lengi telja.

Það var ekki fyrr en á fjórða degi að ég þorði að horfast í augu við sjálfan mig og mínar aðstæður í besta landi í heimi. Ég hugsaði til þess að auður sumra Íslendinga er byggður á atvinnulausum símamönnum í Austur-Evrópu, mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi eins og Gunnlaugur M. Sigmundsson hafa selt sjálfum sér ríkiseignir. Mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi sem aðhyllast jöfnuð hafa uppi stórar hugmyndir um að innleysa milljarðahagnað í orkuveitum í fátækustu löndum heims. Vissulega er Detroit Íslendinga ekki staðsett í Norður-Atlantshafi, okkar Detroit er í Búlgaríu. Continue reading Einfaldur

Vangaveltur um kirkjuna, stjórnmál og Framsóknarflokkinn

[google 4594676550791662051]

Ég skrifaði og flutti hugleiðingu fyrir lokakvöld starfsfólks í Vatnaskógi. Það er smátruflun á myndinni í upphafi. Hugleiðingin var reyndar ekki notuð, þar sem hún var of löng, en hún hefur erindi til okkar í dag. Hugleiðingin sem var notast við á lokakvöldinu er hér.

Fyrir samviskusama lesendur Annáls Ella, er rétt að benda á að nokkur stef úr Nýársprédikun í Grensáskirkju sem var birt hér á annálnum voru fengin úr þessari hugleiðingu.

Hinir útvöldu

Ég átti áhugavert samtal milli jóla og nýárs á Íslandi við ungan guðfræðing með BA-gráðu frá Guðfræðideild HÍ sem lýsti fyrir mér hvernig það hefði verið að stunda nám í deildinni. Viðkomandi þekkti engin deili á mér, að ég held, og útskýrði hvernig innan háskóladeildarinnar hefðu verið tvenns konar fólk. Annars vegar ungir strákar sem komu úr kirkjuumhverfinu og/eða KFUM&KFUK, með endalausa reynslu úr starfi kirkjunnar. Strákar sem segðu skemmtisögur af prestunum, vinum sínum, héldu úti korti með upplýsingum um laus prestaköll og hlunnindi og væru uppfullir af sjálfsöryggi og vissu um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þær væru enda sumir með vinnu í kirkjunni með námi og hefðu sterkt tengslanet inn í kirkjustofnunina. Síðan væru það hinir. Continue reading Hinir útvöldu