Lýtalæknar eða líknardeild

Þetta misserið, það síðasta í MALM-náminu, þarf ég að glíma þónokkuð við ecclesiology (guðfræði kirkjunnar) og líklega er það eftir allt fræðiheitið á því sem ég er að gera hér, þó ég nálgist það meira út frá hagnýtri guðfræði en trúfræði, áhersla sem gæti breyst í STM-náminu ef ég tæki fleiri námskeið í trúfræði. Þörf mín fyrir að fara í svona nám vaknaði fyrir alvöru þegar ég var við störf í Grensáskirkju, mig langaði til að læra um það sem ég var að gera þar.

Það er reyndar auðvelt að segja að guðfræði kirkjunnar sé að mörgu leiti mjög staðbundinn og menningarlegur munur og saga í BNA annars vegar og á Íslandi hins vegar séu þess eðlis að lítil tenging sé þarna á milli. Ég get tekið undir að þörfin fyrir að staðfæra fræðin er einhver, en á móti kemur að lausnirnar sem við höfum reynt að nota eru oft svipaðar og “Global trend” skjóta rótum á svipuðum tíma jafnt í BNA og á Íslandi.

Þannig voru orð Reggie McNeal í bókinni The Present Future, sem ég les fyrir Sálgæslufræðikúrs hér úti sterkur dómur yfir verkum mínum í Grensáskirkju þegar ég var þar:

[W]e have a church in North America that is more secular than the culture. Just when the church adopted a business model, the culture went looking for God. Just when the church embraced strategic planning (linear and Newtonian), the universe shifted to preparedness (loop and quantum). Just when the church began building recreation centers, the culture began a search for sacred space.

Í tveimur mjög mismunandi námskeiðum hér úti, í sitt hvorum guðfræðiskólanum, hjá sitt hvorri kirkjudeildinni, hef ég á einni viku glímt við spurninguna hvort kirkjustofnunin, sé ekki í raun komin á líknardeild. Hvort markmið okkar ætti ekki að vera að leyfa henni að deyja með reisn í stað þess að reyna að halda lífi í stofnun sem eigi sér litla framtíð, reynir að lifa í fullvissu um eigið ágæti og notar alla krafta til að halda sjálfsmyndinni hreinni, sem reynist vonlaust verk og veldur stöðugum verkjum og vanlíðan. Þessari spurningu fylgir áminning um að við segjumst trúa á upprisu, og upprisa eigi sér ekki stað fyrr en við leyfum sjúklingnum að deyja.

Þegar við játum trú á fyrirgefningu og upprisu, er okkur e.t.v. kleift að taka gjaldþrota söfnuði úr öndunarvél. Þá er okkur mögulegt að játa eigin mistök. Við getum fagna því að aðrir en við hafi upp á eitthvað að bjóða. Við öðlumst kjark til að taka líf einstaklinga fram yfir bókstaf laganna þegar kemur að kirkjujörðum.

Auðvitað er ekki slæmt að kunna skil á “Balanced Scorecard” eða kenningum Herzberg um hvatningu. Það er ekki glæpur að eyða milljónum í “SWOT”-greiningu (eða hvað). Samræmt bókhaldslyklakerfi er ekki af hinu illa.

En við sem kirkjustofnun þurfum að gera upp við okkur hvort við viljum halda áfram að leita til lýtalækna og treysta á að meira botox leysi vandamálið, eða leggjast inn á líknardeild og treysta á upprisuna.

Rétt er að taka fram að með meistarapróf í leikmannafræðum með áherslu á “Congregational Life and Leadership” annars vegar og sem djákni hins vegar, er ég hæfur til að vinna við hvora leiðina sem er.

3 thoughts on “Lýtalæknar eða líknardeild”

  1. Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu þinni. Það er svo margt sem spilar þarna inn í, heilindi fólks sem starfar innan kirkjunnar, trú almennings á kirkjuna og hvort að kirkjustofnunin geti umbreyst í leiðandi stofnun fyrir allt þjóðfélagið.

Comments are closed.