Predictably Irrational

Ein af grunnforsendum hagfræðinnar frá tíð Adam Smith hefur verið draumurinn um ósýnilegu höndina, markaðurinn myndi leiða okkur frá illu. Reyndar hafa stór högg verið hogginn í þessa hugmynd um að frjáls markaður leiddi til réttrar niðurstöðu, gott dæmi er leikjafræðin. Dan Ariely prófessor við MIT hefur nú gefið út bókina Predictably Irrational, Revised and Expanded Edition: The Hidden Forces That Shape Our Decisions þar sem hann færir rök fyrir því að hugmyndin um rational markað sé í raun irrational.

Í skemmtilegu viðtali á NPR.org í dag sagði hann frá skemmtilegum smárannsóknum sem hann gerði á börnum á Hallowen og benti á fjölmörg dæmi þess að markaðurinn væri gallaður, ekki bara þegar hann á ekki við, heldur jafnvel í verðlagningu á víni og súkkulaði.