Líkt og 46. kafli og næstu fimm kaflar er þessi að mestu leiti í bundnu máli. Einkenni þessara kafla er að þeir lýsa spádómum Jeremía um einstaka hópa eða ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðasti kafli lýsti þannig afdrifum Egypta, en þessi fjallar um endalok filistea þegar Babýloníukonungur mun leggja landið í eyði.
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Jeremía 46. kafli
Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar. Continue reading Jeremía 46. kafli
Jeremía 45. kafli
Barúk er að niðurlotum kominn. Það var ekki gott „karíermúv“ að verða ritari Jeremía. Eins og segir skemmtilega í textanum:
Drottinn bætir kvíða við kvöl mína. Continue reading Jeremía 45. kafli
Jeremía 44. kafli
Jeremía varar Júdafólk við að þau hafi yfirgefið Drottinn, með því að halda til Egyptalands og með því að taka þátt í helgihaldi fyrir framandi guði. Júdafólkinu virðist slétt sama, þau tilbiðja nú drottningu himins (væntanlega sólguð) og þeim finnst sér farnast vel. Continue reading Jeremía 44. kafli
Jeremía 43. kafli
Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg við boðum Jeremía. Það er ekki hlustað fremur en áður. Barúk ritari Jeremía er sakaður um að æsa Jeremía upp, þeir félagar séu að blekkja íbúa Júda svo Babýloníukonungur geti ráðist á þá aftur. Continue reading Jeremía 43. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jeremía 41. kafli
Gedalja hefði betur trúað því að einhver vildi ráða honum bana, því Ísmael Netanjason, drap Gedalja þar sem þeir snæddu saman kvöldverð. Ísmael lét sér ekki nægja að drepa Gedalja einan en myrti einnig hermenn frá Kaldeu sem þar voru og íbúa Mispa þar sem Gedalja var myrtur. Continue reading Jeremía 41. kafli
Jeremía 40. kafli
Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli
Jeremía 39. kafli
Nebúkadresar Babýloníukonungur mætir aftur til Jerúsalem árið er 587 og borgarmúrinn er rofinn. Sedekía Júdakonungur og lið hans flýr borgina, en eru handsamaðir. Lykilfólk er tekið af lífi en Sedekía er fluttur til Babýlon. Continue reading Jeremía 39. kafli
Jeremía 38. kafli
Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:
Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli
Jeremía 37. kafli
Jeremía gengur enn laus, Nebúkadresar Babýlonkonungur hefur kallað nýjan konung yfir Júda og Egyptar stefna á Jerúsalem. Kaldear sem hafa setið um borgina hörfa og bíða átekta. Continue reading Jeremía 37. kafli
Jeremía 36. kafli
Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli
Jeremía 35. kafli
Rekabítar voru hjarðmenn sem höfðu endað í Jerúsalem í kjölfar innrásar Nebúkadresar í Júda 597 f.Kr. Þrátt fyrir að búa í borginni segir hér að Rekabítar hafi haldið fast í hefði og siði hjarðsamfélagsins, þeir hafi ekki byggt sér hús eða stundað akuryrkju. Continue reading Jeremía 35. kafli
Jeremía 34. kafli
Jeremía gefur Sedekía fyrirheiti um að þrátt fyrir herleiðinguna muni hann halda lífi og deyja í friði. En… en… þá koma svikin. Continue reading Jeremía 34. kafli
Jeremía 33. kafli
Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.
Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli
Jeremía 32. kafli
Þegar hér er komið sögu eru nærri 10 ár liðin frá herleiðingunni 597 f. Krist. Á ný situr Babýlóníuher um Jerúsalem. Jeremía er haldið föngnum í hallargarðinum. Að þessu sinni eru spádómar og hegðun Jeremía óljósari en áður. Á sama tíma og hann fjárfestir í landi í Júdeu, þá spáir hann fyrir um hrun Jerúsalem og algjöra eyðileggingu. En vonin er ekki langt undan.
Svo segir Drottinn: Eins og ég sendi þjóðinni þetta mikla böl sendi ég henni allt hið góða sem ég hét henni. Aftur verða jarðir keyptar og seldar í þessu landi sem þér segið um: Það er eyðimörk án fólks og fénaðar, seld Kaldeum í hendur. Akrar verða aftur keyptir fyrir fé, kaupsamningar gerðir, innsiglaðir og vottfestir…
Jeremía 31. kafli
Þannig er sátmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn. Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.
Framtíðarsýn Jeremía felst í endurkomu þjóðar Guðs til borgar Drottins. Fyrirheitna landið mun að lokum standa undir nafni. Þegar ég les lýsingarnar rifjast upp nálgun mín á kvikmyndinni Munich sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Framtíð Jeremía hefur ekki ræst í huga allra.
Jeremía 30. kafli
Ég mun seint kalla sjálfan mig sérfræðing í sálgæslu, þrátt fyrir að hafa tekið háskólakúrsa á því sviði í tveimur löndum og setið ógrynni af hvers kyns námskeiðum. Þess vegna tek ég því fagnandi þegar fyrirlesarar koma með einfaldar nálganir á samskipti, sorg og endurreisn. Nálganir sem ég get skilið. Continue reading Jeremía 30. kafli
Jeremía 29. kafli
Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.
Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:
Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.
Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.
Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.
Jeremía 28. kafli
Jeremía leggur áherslu á í samskiptum sínum við Hananja spámann að vonandi sé svartsýni sín byggð á mistúlkun sinni á orðum Drottins, en …
Hvort spámaður, sem boðar heill, er í raun sendur af Drottni sannast af því að orð hans rætast.
Hananja kallar eftir óraunhæfri framtíðarsýn, hann boðar að allt verði gott, allt verði eins og áður. Innan árs er Hananja hins vegar látinn, og loforðin láta lítið á sér kræla.