2. Mósebók 1. kafli

Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli

Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli

Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli