Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Esterarbók 10. kafli
Sögunni um Ester lýkur á lofræðu um Mordekaí, því við þurfum að muna að það sem mestu skiptir og allt miðast við er frami og virðing sem karlmenn hljóta. 🙂
Esterarbók 9. kafli
Það fór enda svo að gyðingar tóku öll völd og
Esterarbók 8. kafli
Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi. Continue reading Esterarbók 8. kafli
Esterarbók 7. kafli
Veislan hefst og konungur heldur áfram að bjóða Ester gull og græna skóga. Ester segir honum frá stöðu þjóðar sinnar og þeirri ákvörðun að henni verði eytt og konungur bregst við af undrun. Hann spyr hver beri ábyrgð á slíkri ákvörðun. Continue reading Esterarbók 7. kafli
Esterarbók 6. kafli
Nóttina fyrir veisluna liggur konungur andvaka og lætur lesa fyrir sig frásögn um tilræðið við sig. Þar er skráð að það hafi í raun verið Mordekaí sem kom upp um tilræðismennina, en hafi ekki fengið neitt að launum. Continue reading Esterarbók 6. kafli
Esterarbók 5. kafli
Ester er greinilega glæsileg kona, því þegar konungur sér hana gefur hann henni merki um að koma. Einfeldni konungs er tvítekin þar sem hann, uppnuminn af fegurð drottningar sinnar segist myndi veita henni hálft konungsríkið, ef hún bara bæði um það. Continue reading Esterarbók 5. kafli
Esterarbók 4. kafli
Viðbrögð Mordekaí við tilskipuninni voru viðbrögð iðrunar og afturhvarfs, ekki þó sjálfum sér til handa heldur borginni eða öllu heldur ríkinu. Á sama hátt brugðust aðrir gyðingar í ríkinu við. Continue reading Esterarbók 4. kafli
Esterarbók 3. kafli
Ester kemur upp um tilræði við Xerxes, svo að sjálfsögðu fær Haman, sonur Hamdata stöðuhækkun. Það segir sig eiginlega alveg sjálft, eða… Continue reading Esterarbók 3. kafli
Esterarbók 2. kafli
Lausnin á vanda Xerxesar er að leita að ungum og fögrum meyjum. Hlutverk drottningar Xerxesar er að þegja, hlýða og vera sæt. Ein þeirra sem er kölluð til konungshallarinnar er Hadassa, munaðarlaus stúlka af gyðingaættum sem bjó hjá frænda sínum Mordekaí, en þau eru sögð tvímenningar. Continue reading Esterarbók 2. kafli
Esterarbók 1. kafli
Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli
Jónas 4. kafli
Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér. Continue reading Jónas 4. kafli
Jónas 3. kafli
Verkefni Jónasar er samt enn ólokið. Reynslunni ríkari ákveður Jónas að hlusta á köllun sína. Hann heldur af stað til borgarinnar Níneve og prédikar að framundan sé eymd og volæði. Continue reading Jónas 3. kafli
Jónas 2. kafli
Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli
Jónas 1. kafli
Tilraun Jónasar til að flýja köllun sína er ein af gamansmásögum Biblíunnar. Strax í þriðja versi má okkur var ljóst að Jónasi mun ekki takast ætlunarverk sitt,
Jónas… ætlaði að flýja frá Drottni til Tarsis. Continue reading Jónas 1. kafli
Stuttar gamansögur
Í umfjöllun um Esterarbók og Jónas lagði einn Gamlatestamentiskennarinn minn mikla áherslu á að við nálguðum sögurnar á réttan hátt. Sögurnar um Ester og Jónas eru fyrst og fremst gamansögur (e. Comical Novellas) sem hafa erfst í munnlegri geymd. Continue reading Stuttar gamansögur
Hebreabréfið 13. kafli
Drottinn er minn hjálpari,
eigi mun ég óttast.
Hvað geta mennirnir gert mér?
Enn er komið inn á mögulegar ofsóknir og erfiðleika koma fram í lokakaflanum á bréfinu. Continue reading Hebreabréfið 13. kafli
Hebreabréfið 12. kafli
Túlkun mín á frásögunni um Jakob og Esaú í 27. kafla 1. Mósebókar er öðruvísi en höfunda(r) Hebreabréfsins. Að mati höfunda(r) var það skammsýni Esaú sem svipti hann frumburðarréttinum.
Hebreabréfið 11. kafli
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.
Trúarhugtakið er viðfang 11. kaflans. Trúin er hreyfiafl skv. textanum. Trúin er fullvissa um von og sannfæring um hið hulda, en ekki bara það. Continue reading Hebreabréfið 11. kafli
Hebreabréfið 10. kafli
Lögmálið er einvörðungu skuggamynd hins raunverulega Guðsríkis. Hér er auðvelt að sjá áhrif frummyndakenningu Plató í textanum, hvort sem þau séu raunveruleg eða ekki. Continue reading Hebreabréfið 10. kafli