Jóhannesarguðspjall er skrifað fyrst og fremst fyrir hina útvöldu, skrifað fyrir þá sem Guð hefur útvalið til að taka við Jesús Kristi. Þannig er bæn Jesús fyrst og fremst ætluð þeim sem trúa. Jesús biður fyrir þeim útvöldu og kallar þá til að bera orðið áfram. Verkefni þeirra sem trúa er að auðsýna kærleika í heiminum. 17. kaflinn er oft kallaður æðstaprestsbæn Jesús, bæn um að þau sem Guð hefur útvalið lifi í einingu. Ef þau sem trúa eru ekki eitt, þá hverfi trúverðugleiki fagnaðarerindisins um náð og kærleika Guðs. Continue reading Jóhannesarguðspjall 17. kafli
Author: Halldór Guðmundsson
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Vefsíðuaðgengi
Það er auðvelt að kasta upp vefsíðu eða tveimur fyrir hvers konar verkefni og jafnvel heilu félagasamtökin með aðstoð deili- eða frjáls hugbúnaðar. Vandinn er hins vegar að þessi hugbúnaður gerir oft ekki ráð fyrir aðgengismálum fyrir fatlaða. Þetta er sérstaklega vandamál þegar frjáls félagasamtök og einyrkjar kasta upp vefsíðum af vanefnum og án þess svo mikið sem leiða hugann að þessum efnum. Continue reading Vefsíðuaðgengi
Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli
Hver er trú mín?
Á tölvunni minni hefur núna í marga mánuði verið skjal sem ég rakst á einhvers staðar, en virðist verið upprunið í fermingarfræðslu lúthersks safnaðar í Humboldt, Iowa. Continue reading Hver er trú mín?
Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Það er gospelpoplag sem ég hlusta stundum á sem er alveg rosalega grípandi, en guðfræðin óþolandi röng. Þegar MercyMe syngur “I Can Only Imagine” þá langar mig að syngja með, um leið og sjálfhverfan í söngnum fer í mínar fínustu taugar. Spurning Filippusar er eldri útgáfa af MercyMe villunni, hugmyndinni um að ef við bara sjáum Guð/Jesús þá verði allt æðislegt. Continue reading Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist taka ákveðna stöðu með Kalvín og útvalningarkenningu hans í 13. kaflanum (nú eða þá að Kalvín leiti í 13. kaflann til stuðnings sínum hugmyndum). Öllu og öllum er ákvörðuð stund og hlutverk. Frjáls vilji virðist ekki til í hlutverkum Júdasar, Jesús eða jafnvel Péturs. Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist sjá atburðarásina sem fyrirfram skrifað handrit af himnum. Þar sem hann situr og rifjar upp atburðina 50 árum áður, þá virðist allt passa saman. Jesús vissi, Júdas vissi og Pétur hefði átt að vita en var alltaf svolítið seinn. Continue reading Jóhannesarguðspjall 13. kafli
Jóhannesarguðspjall 12. kafli
Lasarus sagan virðist hafa vakið mikla athygli. Skyndilega er Lasarus líka orðin vandamál fyrir trúarleiðtoganna. Ef við gefum okkur í stutta stund að lærisveinninn sem Jesús elskaði, Lasarus og höfundur Jóhannesarguðspjalls séu einn og sami maðurinn, þá er óendanlega mikið skemmtilegra og mannlegra að lesa fyrri hluta 12. kaflans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 12. kafli
Hvað svo…
Þegar ég les fréttir og lýsingar sjónarvotta í Japan, þá er það spurningin “hvað næst?” sem ég heyri. Hvernig kemst ég heim? Mun ég geta sofið? Hvernig verður á morgun? Hvenær verður næst nýr vinnudagur? Hvernig verður nýja normið? Continue reading Hvað svo…
Jóhannesarguðspjall 11. kafli
Mér finnst erfitt að glíma við kraftaverkasögur eins og Lasarus. Frásagnir sem ganga gegn öllu sem ég veit og skil um heiminn. Ég get vissulega nálgast hana út frá vangaveltum um hvort Lasarus hafi verið lærisveinninn sem Jesús elskaði. Einnig gæti ég velt upp hugmyndum um að Lasarus hafi verið aðalhöfundur Jóhannesarguðspjalls. Þannig gæti ég týnt mér í nútímavæddum akademískum pælingum um höfund guðspjallsins og sleppt upprisufrásögninni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 11. kafli
Jóhannesarguðspjall 10. kafli
Þau eru merkileg orð Jesú að það sé mælikvarði á trúverðugleika, hvort þeir sem segjast trúa, fylgi boðskapnum sem boðaður er. Það er auðvelt að halda því fram að þessi orð Jesús komi hart niður á honum sjálfum, alla vega ef við lítum til kirkjunnar sem kennir sig við nafn hans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 10. kafli
Jóhannesarguðspjall 9. kafli
Það er auðvelt að festast í því sem skiptir ekki máli, sérstaklega ef það er erfitt að horfast í augu við aðalatriðin. Þannig hef ég oft lesið þessa frásögn og einblínt á kraftaverkið, hvernig Jesús breytti lífi blinda mannsins og hversu frábært það er að Jesús læknar. Á sama hátt þekki ég góða menn sem gera lítið úr frásögninni og benda í því sambandi á hversu ógeðslegt það sé að blanda saman munnvatni og drullu til að maka í augu einhvers. Continue reading Jóhannesarguðspjall 9. kafli
Trúleysishreyfingar
Vangaveltur um kirkju og kristni býður upp á námskeið, samveru og samtal um trúleysishreyfingar á Íslandi. Meginverkefni samverunnar er að leita svara við spurningum um hvort þjóðkirkjan geti og/eða eigi að leitast við að eiga í samtali við slíkar hreyfingar og ef svarið er játandi á hvaða hátt slíkt sé mögulegt.
Samfylgd eða þjónusta
Samfylgd eða þjónusta er gagnrýnið námskeið sem spyr spurninga um áherslur í kirkjulegu starfi, sér í lagi kærleiksþjónustu og æskulýðsstarfi. Á námskeiðinu verður rætt um muninn á samfylgd (e. accompaniment) annars vegar og þjónustu hins vegar. Um er að ræða heilsdagsnámskeið.
Samfylgd í kirkjustarfi leggur áherslu á að allt starf kirkjunnar er tvíátta, hugmyndir um að einn þjóni og annar þiggi, eigi ekki við. Í þjónustu okkar felist alltaf að okkur sé þjónað af þeim sem við þjónum.
Námskeiðinu er skipt í þrjá meginhluta:
- Fyrirlestrar um samfylgd (accompaniment).
- Umræður um hvernig kærleiksþjónustustarf og/eða æskulýðsstarf kirkjunnar eins og það er framkvæmt í dag.
- Þróunarvinna, þar sem við útbúum raunhæf verkefni til að taka með út í söfnuðina.
Jóhannesarguðspjall 8. kafli
Sagan um hórseku konuna er áhugavert vandamál Nýja testamentisfræðinga. Sagan er augljóslega (að þeirra sögn) viðbót við guðspjallið og máli sínu til stuðnings benda þeir á handrit þar sem sögunni er sleppt eða höfð annars staðar í guðspjallinu. Continue reading Jóhannesarguðspjall 8. kafli
Jóhannesarguðspjall 7. kafli
Áfram bendir höfundur Jóhannesarguðspjalls á hræsni trúarleiðtoganna. Jesús gagnrýnir opinberlega tvöfeldnina í túlkun lögmálsins og alþýðan lætur sér vel líka. Þekking og skilningur Jesús á lögmálinu er áberandi í lýsingu guðspjallsins og við lesum m.a. hvernig Jesús burtskýrir þörfina fyrir umskurn drengja. Continue reading Jóhannesarguðspjall 7. kafli
Jóhannesarguðspjall 6. kafli
Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?
Jesús er ekki allra, það er ljóst í 6. kaflanum. Lærisveinar komu og fóru, sumum þeirra mislíkaði boðskapurinn og kannski helst það að enginn megnar að koma til Guðs fyrir eigin verðleika. Það er Guð sem kemur til okkar. Það getur líka hafa reynt á suma og sér í lagi trúarleiðtogana að heyra að vilji Guðs væri að allir yrðu hólpnir, ekki aðeins þeir sem uppfylltu skilyrðin sem sett voru í skjóli musterisins. Continue reading Jóhannesarguðspjall 6. kafli
Bishop reflects on “the Draft”
In 1962, when Willie Rotter was about to graduate from seminary, President Fendt handed him an envelope. “What’s this?” he asked? “Your first call,” replied Fendt. That’s how it was done. You went where they told you. End of conversation.
It has been interesting to see the candidacy process in ELCA during the time I have stayed in the US. Bishop Mike Rinehart in the Gulf Coast Synods writes an interesting blog about “the Draft” in Chicago. The blog is here: From the Seminary to the Parish | Connections.
via Stephen Zeller’s Facebook Wall.
Jóhannesarguðspjall 5. kafli
Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hæstaréttardómararnir sem skrifuðu ályktunina um Stjórnlagaþingskosningarnar á Íslandi hafi verið staddir við laugina Betesda hjá Sauðahliðinu í Jerúsalem fyrir 1980 árum síðan. Viðbrögðin eru alla vega kunnugleg. Continue reading Jóhannesarguðspjall 5. kafli
Jóhannesarguðspjall 4. kafli
Höfundi Jóhannesarguðspjalls er umhugað um að það komi greinilega fram að Jesús hélt sig fjarri “VIP” partýjum trúarleiðtoganna. Þegar leiðtogarnir veita honum of mikla athygli, er komin tími til að leggja land undir fót og hanga með almúganum. Það eru engir “Lilju og Hildar Lífar” komplexar hjá Jesú.
Continue reading Jóhannesarguðspjall 4. kafli